Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Síða 50

Morgunn - 01.12.1941, Síða 50
148 M 0 R G U N N úr gistihúsinu mínu og var einn, því að vinur minn, sem ég ferðaðist með, var sjúklingur og lá í rúmi sínu. Þá sá ég tilsýndar einn kunningja minn 'frá London, sem stóð þar á tali við tvær dömur. Hann heilsaði mér og kynnti mig fyrir ,,frú Johnson og dóttur hennar“. Vinur minn í Englandi, sem ég skrifaði um þetta, geym- ir bréfið enn, og sýnir ítalski póststimpillinn á því dag- setninguna „11. febrúar, 1933“. Bréfið er á þessa leið: „Nú er ég búinn að vera hér í viku. Ég fór hingað mér til skemmtunar, en að nokkru leyti til að fylgja vini mínum, sem er með hjartasjúkdóm og var hræddur við að ferðast einn. Móðir hans býr hér. Ég segi frá þessu svona greini- lega í vissu augnamiði. Ég vissi það með aðeins tveggja vikna fyrirvara, að ég mundi fara í þessa ferð. Fyrsta manneskjan, sem ég var kynntur fyrir hér (en þó hvorki af félaga minum né móður hans), er unnustan mín. Nafn- ið er rétt. Lýsingin af henni er rétt. Við erum öllum stund- um saman. Ég get ekki sagt þér alla söguna enn þá, því að hún (unnustan mín) er gift, en býr ekki með manni sínum. Undrun þín getur áreiðanlega ekki jafnazt á við undrun mína. Ég skal gera allt, sem unnt er, svo að við getum gift okkur, en mér var sagt það fyrir, að ákaflega miklir örðugleikar mundu verða á leið okkar. Það ætlar sannarlega að rætast“. Eins og segir í bréfinu voru fyrstu örðugleikar okkar þeir, að Mary var gift. Raunar var hún þá þegar búin að sækja um lögskilnað frá manni sínum. En svo bættist ann- ar örðugleiki við, og hann var sá, að hún var búin að lofa því að giftast öðrum manni, ef hún fengi skilnaðinn. Frá því loforði fékk hún sig raunar leysta, svo að þá hindrun reyndist sæmilega auðvelt að yfirstíga. Mary fluttist nú með móður sinni til London, og meðan á skilnaðarmálunum stóð, fyrir vestan haf, fór hún einu sinni á miðilsfund til frú Helen Spiers. Óvænt og óumbeðið sagði frúin henni, að skilnaðurinn væri þegar fenginn. Þrem dögum síðar fékk hún tilkynningu um, að svo var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.