Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 11

Morgunn - 01.12.1941, Page 11
MORGUNN 109 inu örlítið áfram. Ég sé hann bæði með yfirskegg og svo alveg skegglausan. Yfirskeggið er ljósara en hárið“. „Þetta er merkilega nákvæm lýsing á frænda mínum“, segir B. í bréfinu. „Þessi frændi yðar þekkir vel manninn, sem ég lýsti áður, þeir eru alveg saman“. „Þá mundi ég“, segir B„ „að þessi frændi minn hafði átt vin, sem fyrri lýsingin gat átt við. Hann var dáinn fyrir mörgurn árum, og ég hafði þekkt hann mjög lítið. Frændi yðar heldur á mynd af ljóshærðri stúlku, við brjóst sér. Átti hann systur, sem leit þannig út og hon- um þótti ákaflega vænt um. Stúlka þessi mun vera lif- andi. Hárið á henni er þykkt ofan á höfðinu og er ör- litið liðað. Andlitið fremur toginleitt. Augun blá. Hún er grannleit en er þó ekki mögur. Barmurinn er hvelfd- ur og brjóstin nokkuð mikil. Mér finnst að núna sé hún dálítið þreytuleg, og það er rauna- og þreytublær yfir henni“. Við þessu segir B.: „Þetta er afar nákvæm lýsing á systur frænda míns, bæði eins og hún leit út, er hann dó, og eins og hún lítur út nú“. B. bætir við: „Ekki þekkið þér mig eða mitt fólk, það er alveg útilokað. Ég var alls ekki að hugsa um þenna frænda minn, og því síður um systur hans, sem er lifandi. Það er því óhugsandi að um vitund yðar eða hugsun mína hafi hér verið að ræða“. „Þarna kemur til yðar stúlka. Hún gengur nokkurn spöl til yðar eins og til þess að sýna göngulagið. Hún Virðist mjög óstyrk. Hún lyftir sér óeðlilega í hverju spori. Hún er nokkuð feitlagin. Hárið er dökkjarpt, hiikið og fallegt með afbrigðum“. Viljið þið muna að ég sagði, að hárið hefði fyrir sjónum mínum verið afburða fallegt. Um þetta segir B.: „Nákvæmlega svona leit H. út (þessi stúlka verður framvegis kölluð H.) er ég sá hana fyrst á jólunum 19. .. Hún hafði þá legið í rúminu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.