Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 15
MORGUNN 113 Ég býst fyllilega við, að þetta sé í augum fleiri en mín- um alls ekkert smámál. Ég veit aö í augum margrar móð- urinnar er þetta stórmál, og fyrir því væri það þess vert að við tækjum það til íhugunar. Þið megið ekki, tilheyr- endur mínir, ætla að ég haldi, að ég sé sá fyrsti, sem um þetta hugsar. Það, sem ég vildi gera í kvöld, er að eins að segja ykkur frá nokkrum atvikum, sem mér finnst benda í þá átt að allt, sem á þessu sviði er byrjað að þroskast, haldi áfram að þroskast, aiveg eins þó að tengslum þess við efnisheiminn sé slitið. En væri þetta rétt, fer þá ekki að verða svolítið athyglisvert að rjúfa þessi tengsl vilj- andi eða vitandi vits? Mun það ekki geta haft alvarlegri afleiðingar en okkur grunar? En út í það verður ekki far- ið í þetta sinn. Dag nokkurn hringdi kona ein til mín og spurði, hvort ég gæti litið inn til sín í dag. Ég fann á samtalinu, að henni var þetta nokkurt áhugamál, svo að ég lofaði að gera það. Kona þessi var ekkja. Mann hennar hafði ég þekkt mjög vel, en hana þekkti ég lítið, og heimili þeirra þekkti ég ekki heldur. Ég vissi að nokkru eftir lát manns- ins hafði hún misst stálpaðan son þeirra hjóna, og vissi að sá missir hafði orðið henni þungur ábætir ofan á missi mannsins. Er ég var kominn inn til hennar og við höfðum lítið eitt rætt saman, segir hún mér, að tilefni þess að hún óskaði að tala við mig sé það, að í dag sé afmælisdagur drengs- ins síns, og sig hafi langað mikið til að vita, hvort ég yrði nokkurs var inni hjá sér. Um leið og ég kom inn, varð ég var við mann hennar og dreng, og segi ég henni frá því. Um lýsingu eða annað var ekki að tala, þar sem ég þekkti manninn og drenginn, eins og áður er sagt. „En það er annar drengur með manninum, og hann er næstum því líkari honum en þessi, sem á afmælið. Hann er ákaflega sviphreinn og bjartur yfirlitum. Hann er að eins stærri og lítur út fyrir að vera eitthvað eldri en hinn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.