Morgunn - 01.12.1941, Síða 13
MORGUNN
111
þrátt fyrir ítrekaða og ákveðna neitun mína kemur þetta
samt fram“.
Mér sjálfum virðist þetta ein bezta sönnunin í sambandi
við þetta samtal við B. Ég tel líka víst, að annaðhvort hafi
stjórnendurnir látið H. sýna þetta, eða að hún hafi sjálf
vitað, að ekki var hægt að koma með neitt betra til sönn-
unar en einmitt það, sem átti að leyna.
Sama er að segja um hárið. Er ég sá hana fyrst dáðist
ég með sjálfum mér að hárinu, bæði hve mikið það var
og eins að fegurð þess. En er ég sá hana í rúminu, finnst
mér sem ég viti af hárinu, en mér er ómögulegt að sjá það.
Mér finnst að skýringin geti verið þessi: Ég sé myndina
af henni eins og hún var í rúminu. Hún hugsar án afláts
um hárið sitt fagra, en það er farið. Það er því engu lík-
ara en ég sjái í reyk þar, sem hárið á að vera.
B. endar svo bréf sitt á því, að sér finnist, að hún hafi
ekki getað komið nema litlum hluta á pappírinn af því,
sem hún hafi sjálf fengið í þessu samtali.
Ég vil að endingu geta þess, og þá sérstaklega, ef B.
skyldi lesa þetta, ef það verður prentað, að ég varð að
breyta í stöku stað um orðaröð og einstök orð, til þess að
það nyti sín betur í frásögn minni. Annars var l'rágangur
bréfs B. með afbrigðum góður. En einkabréf er oft ekki
hægt að setja í frásögn nema að víkja örlitlu við, en frá-
sögnin þarf ekki — og hefir ekki hér — breytzt að neinu
leyti.
Eftir að ég hafði skrifað þetta, fann ég bréf frá B., sem
var skrifað nokkuð löngu síðar. Bætir hún þar ýmsu við
það, sem ég hefi hér sagt. Þar segir hún t. d., að systir H.,
sem ekki var heima, er hún kom með frásögnina til for-
eldra H., hafí, er hún las hana, sagt: „Þarna kemur alveg
lýsing á mér“. Nokkur fleiri atriði komu einnig fram, sem
upplýst var um síðar, en ég sleppi þeim.
Ég get ekki stillt mig um, að setja hér kafla úr þessu
bréfi, mér finnst hann vera mér svo mikils virði. B. segir
svo í bréfinu: „Svo hefi ég ekki fleiru við að bæta, nema