Morgunn - 01.12.1941, Qupperneq 28
126
MORGUNN
efni hafa rannsakað, hafa safnað fjölda vel-sannaðra
vitnisburða, er mjög styrkja þá ályktun, að ekkert sé ein-
manalegt við dauðann, að hinn deyjandi maður sé í sam-
félagi við þá, sem á undan honum eru farnir, og að þeir
vaki og bíði eftir vinum sínum eftir því sem þeir hver
eftir annan leggja upp í nýjan áfanga í lífi sínu. Allir
hníga vitnisburðirnir að því sama og eru svo sannfærandi,
að margir líta nú á dauðann sem samkvæmis-atburð. Hann
verður einn hinna mörgu atburða, sem tengja manninn
félagsböndum við meðbræður sína.
Ég ætla að nefna hér þrjú dæmi, sem lúta að aðalefni
greinar þessarar. Hið fyrsta tek ég úr einkabréfi til mín:
„Kunningjakona mín átti litla stúlku, nálægt tveggja ára
að aldri. Amma telpunnar dvaldi hjá þeim og hafði mikið
með barnið að sýsla, því að móðirin hafði störfum að
gegna utan heimilisins. Svo dó gamla konan og öll sögð-
um við: ,Hvað á nú að verða um Dóru, þegar hún er búin
að missa ömmu sína?‘ Nolckrum vikum síðar veiktist barn-
ið og lá svo dögum saman, að hún veitti engum athygli.
Ég vakti yfir henni í tvær nætur. Morgun einn þegar hún
var búin að liggja hér um bil í viku, var hún mjög óróleg.
Svo breiddi hún allt í einu út litla faðminn sinn og fagurt
bros leið yfir litla andlitið. ,Amma‘, sagði hún, og gaf upp
andann“.
„í fyrra lá öldruð móðursystir mín mjög veik. Bróðir
hennar kom inn til hennar, og var hún þá með glöðum
svip og sagði: ,Ég hefi séð hann föður okkar'. Svo féll hún
í blund, og þetta voru síðustu orðin, sem hún mælti.
í þessum tveim tilfellum þekktu deyjendurnir gestina. í
næsta dæmi sáust gestirnir, en þekktust ekki. Dæmið er
úr frásögn, sem læknir einn, J. G. Grosse, sendi ritstjóra
blaðsins Light 9. marz 1907: „Árið 1860 höfðum við
sjúkling, sem nefna má D. Hann hafði áður verið toll-
vörður, og það sem að honum gekk var geysilegur ofvöxt-
ur í lifrinni. Bróðir minn var aldavinur hans. Honum var
sent símskeyti um að koma. Kom hann með járnbrautar-