Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 39

Morgunn - 01.12.1945, Side 39
MORGUNN 117 halda að þetta hafi verið draumur. Ég var glaðvakandi eins og núna og ég sá hann eins vel og ég sé yður. „Hvernig varð yður við?" — Ég helt ég væri feigur, ég veit u'm ýmsa, sem sjá frelsarann, og þeir eru feigir. En mér fannst þetta gott eins og komið var fyrir mér. „Hafið þér séð sýnir áður?“ — Ég hefi einu sinni séð frelsarann áður. Við sáum hann sex saman hérna inni í borðstofunni á Elliheim- ilinu. Það var rétt fyrir stríðið og hann birtist okkur í skýi. „Urðuð þér svo einskis varir þar til þér urðuð heilir?“ — Ekki beinlínis. En nóttina eftir að ég sá frelsarann við rumstokkinn, dreymdi mig að ég var á gangi á slétt- um flötum í umhverfi, er ég þekkti ekki. Ég fann og sá að ég hélt á lampa í hendi, og kveikti á lampanum og ljósið snéri fram og lýsti upp umhverfið. Draumur- inn var svo skýr og svo undarlegur, að mér fannst hann hljóta að boða einhver tíðindi. ,.En hvernig skeði svo sjálfur atburðurinn þegar þér urðuð heilbrigður?" — Það var á sunnudegi, 7. okt. s.l. Um morguninn gekk ég til altaris í Elliheimilinu, en um daginn hlýddi ég á útvarpsmessu hjá síra Árna Sigurðssyni úr her- bergi mínu, og á meðan ég hlýddi á messuna, þar sem m. a. var talað um kraftaverk Jesú á sjúkum og löm- uðum, fékk ég allt í einu máttinn aftur og það réttist samtímis úr fingrunum. Síðan hefi ég verið heill, ég nýt svefns eins og barn og ég væri til í aflraunir og áflog ef læknarnir bönnuðu mér það ekki eins og stendur. En ég bíð nú átekta hvað það snertir. „Vitið þér nokkra skýringu á þessu fyrirbæri?“ — Læknarnir vita hana ekki, en ég veit hana. Þetta er ráðstöfun æðri máttarvalda til að viðhalda trúhneigð fólks. Fólkið er að missa trúna, og það trúir ekki nema kraftaverk gerist. Og nú hefir það gerzt.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.