Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 39

Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 39
MORGUNN 117 halda að þetta hafi verið draumur. Ég var glaðvakandi eins og núna og ég sá hann eins vel og ég sé yður. „Hvernig varð yður við?" — Ég helt ég væri feigur, ég veit u'm ýmsa, sem sjá frelsarann, og þeir eru feigir. En mér fannst þetta gott eins og komið var fyrir mér. „Hafið þér séð sýnir áður?“ — Ég hefi einu sinni séð frelsarann áður. Við sáum hann sex saman hérna inni í borðstofunni á Elliheim- ilinu. Það var rétt fyrir stríðið og hann birtist okkur í skýi. „Urðuð þér svo einskis varir þar til þér urðuð heilir?“ — Ekki beinlínis. En nóttina eftir að ég sá frelsarann við rumstokkinn, dreymdi mig að ég var á gangi á slétt- um flötum í umhverfi, er ég þekkti ekki. Ég fann og sá að ég hélt á lampa í hendi, og kveikti á lampanum og ljósið snéri fram og lýsti upp umhverfið. Draumur- inn var svo skýr og svo undarlegur, að mér fannst hann hljóta að boða einhver tíðindi. ,.En hvernig skeði svo sjálfur atburðurinn þegar þér urðuð heilbrigður?" — Það var á sunnudegi, 7. okt. s.l. Um morguninn gekk ég til altaris í Elliheimilinu, en um daginn hlýddi ég á útvarpsmessu hjá síra Árna Sigurðssyni úr her- bergi mínu, og á meðan ég hlýddi á messuna, þar sem m. a. var talað um kraftaverk Jesú á sjúkum og löm- uðum, fékk ég allt í einu máttinn aftur og það réttist samtímis úr fingrunum. Síðan hefi ég verið heill, ég nýt svefns eins og barn og ég væri til í aflraunir og áflog ef læknarnir bönnuðu mér það ekki eins og stendur. En ég bíð nú átekta hvað það snertir. „Vitið þér nokkra skýringu á þessu fyrirbæri?“ — Læknarnir vita hana ekki, en ég veit hana. Þetta er ráðstöfun æðri máttarvalda til að viðhalda trúhneigð fólks. Fólkið er að missa trúna, og það trúir ekki nema kraftaverk gerist. Og nú hefir það gerzt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.