Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 65

Morgunn - 01.12.1945, Side 65
M 0 R G U N N 143 sem fær útrás í líkamlegum verknaði er sjaldgæf, en grimmd hugarfarsins, sem kemur fram í miskunnarlausu tali og illu umtali um aðra, er mjög algeng. Slíkt hefir sína refsing í för með sér. Þá er að nefna kreddufestuna, sem er ein tegund grimmdarinnar, vegna þess, að hún bindur miskunnsemi Guðs við fáa útvalda. Og enn er að nefna hrokann, sem sprettur af sjálfselskunni. Vissulega er maður, sem leyfir sér að standa hrokafullur undir al- stirndri hvelfingunni, eitthvert fráleitasta fyrirbrigði til- verunnar. Þá er enn að nefna hið dýrslega hugaríar, hugarfarið, sem útilokar allan andlegleika og sekkur sér á kaf niður í veraldleg efni. Menn mcð slíkt hugarfar njóta oft mikillar jarðneskrar velgengni, en þá velgengni hafa þeir borgað ’nryllilega dýru verði, hún hefir kostað þá ekkert minna en það, að þeir eru orðnir f jötraðir hinum jarðneska leir. Þeir menn, sem gefa sig því, sem ég nú hefi verið að telja upp, á vald, þjást, þegar yfir landamæ.rin er komið. Vér verðum að gera greinarmun á hinum ýmsu myndum þjáningarinnar. Til eru þeir menn, sem eru bundnir jörð- unni af jarðneskum eftirlöngunum. Þesum mönnum má líkja við flugvél, sem er of þung til þess að g-eta hafið sig til flugs. Þeir dveljast á jörðunni, eða nálægt yfirborði hennar, hugur þeirra fjötrar þá svo að þeir komast ekki lengra. Þetta eru hinar jarðbundnu sálir. Fjöldi þeirra er geysilega mikill. Milljónir þeirra eru til, fáeinar hér og fáeinar þar, og svo nátengdar eru þær hinu jarðnseka efni, að þær verka á vor jarðnesku skilningarvit og vér skynjum þær sem vofur eða svipi. Gullið fjötrar maurapúkann, námið gáfumanninn, klausturklefinn munkinn, glæpurinn glæpamanninn og vei’zlunarbókin kaupmanninn. Allir þeir, sem herteknir hafa verið jarðneskum efnum, eru undir þessi örlög seldir, og mörgum þeirra er ókleift að gera sér l.jóst, að þeir eru dánir. Þegar samband næst við þá í hjálparhringum spíritistanna, hlæja þeir að þeirri hugmynd, að þeir séu dánir. Vera má, að þeir verði

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.