Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 6

Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 6
6 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Við viljum fá þá til að biðja, biðjast fyrir, biðja fyrir fólki og fyrir öllum bænarefnum sem standa til bæði hjá einstaklingum og fyrir þjóðfélaginu. SÉRA PATRICK BREEN STAÐGENGILL BISKUPS Er heilbrigðisráðuneytið að bregðast þegnum landsins? St.Jósefsspítali þjónustar allt landið Lítil yfirbygging Stuttar boðleiðir Stöndum vörð um St.Jósefsspítala Aðgengileg þjónusta Örugg Ódýrari 14.000 undirskriftir sem mæla með St.Jósefsspítala-Sólvangi 45% niðurskurður boðaður á St. Jósefsspítala 96 starfsmenn í 69 stöðugildum missa vinnuna Hvað verður um skjólstæðingana? Baráttukveðjur til landsbyggðarsjúkrahúsanna. Stöndum vörð um vel reknar einingar. Áhugahópur um framtíð St.Jósefsspítala Hafnarfirði. TRÚMÁL Kaþólska kirkjan á Íslandi leitar enn að munkum í klaustur hér á landi, að sögn séra Patricks Breen, staðgengils biskups. „Það er samt langt í land ennþá,“ segir séra Patrick og áréttar að ekki sé komið að því að finna munkaklaustrinu stað eða huga að byggingu þess. „Fyrst leitum við að munkum og það mál er ekki enn í höfn.“ Kaþólska kirkjan hér hefur verið í sambandi við nokk- ur klaustur víða um heim, en án árangurs enn sem komið er. „En við gefumst ekki upp,“ segir séra Patrick. Hugmyndin um að stofna munka- klaustur á Íslandi segir hann langt því frá nýja af nálinni. „Þessar hugmyndir hafa verið í gangi í ára- tugi, næstum heila öld,“ segir séra Patrick. Þá hafi þekktir Íslending- ar verið fylgjandi hugmyndinni, þeirra fremstir ef til vill Halldór Laxness, sem tók kaþólska trú í klaustri í Lúxemborg og Kristj- án Eldjárn forseti, sem hann segir hafa látið spyrja páfann í Róm um hvort ekki mætti koma hér á stofn munkaklaustri. „Allir kaþólskir biskupar sem hér hafa verið, allt frá því Meulen- berg varð fyrstur biskup í Landa- koti, hafa reynt. Meulenberg fékk munka frá klaustri í Hollandi, keypti jörðina Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi og var búinn að skrifa undir,“ segir séra Patrick en þá brast á með seinni heimsstyrjöld- inni og snurða hljóp á þráðinn. Séra Patrick segir fyrirbænir helstu ástæðu þess að kaþólska kirkjan vilji fá munka til Íslands. „Við viljum fá þá til að biðja, biðj- ast fyrir, biðja fyrir fólki og fyrir öllum bænarefnum sem standa til bæði hjá einstaklingum og fyrir þjóðfélaginu. Og líka um leið til þess að hafa stað þar sem fólk getur komið til að halda kyrrðar- daga, til að tala um andleg mál- efni við munka, til að draga sig í hlé,“ segir hann og kveður þar komna helstu ástæðu þess að kirkjan vilji ekki hafa klaustrið of langt frá borginni. „Til þess að fólk geti farið um helgar og jafnvel á kvöldin í einn til tvo tíma eftir vinnu til að vera viðstatt helgihald í klaustrinu.“ Fyrirmyndir að slíku munka- klaustri segir séra Patrick víða að finna, svo sem í Frakklandi og Þýskalandi. „Slík klaustur hafa geysilega mikið aðdráttarafl.“ Að auki segir séra Patrick að ef klaustrið sé ekki of langt frá borg- inni þá mætti hafa þar aðstöðu til barna- og unglingastarfs. „Við erum ekki með neitt þannig eins og er, ekki eins og lúterska kirkjan sem getur sent krakka í Vatnaskóg eða á svipaða staði. Við erum ekki með neitt svoleiðis og viljum helst hafa munka til slíkra starfa.“ olikr@frettabladid.is Í HÁSKÓLANUM Myndin er tekin fyrir nokkru í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Kaþólska kirkjan hefur hug á að koma á stofn munkaklaustri í nágrenni Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Finna ekki munka sem vilja til Íslands Kaþólska kirkjan á Íslandi er í sambandi við erlend klaustur um að fá senda hingað munka til að manna klaustur í nágrenni höfuðborgarinnar. Í því yrðu stundaðar fyrirbænir, helgiathafnir og mögulega barna- og unglingastarf. ORKUMÁL Ross Beaty, eigandi HS Orku, hótaði kanadísku tímariti málsókn leiðrétti það ekki orð sem Björk Guðmundsdóttir lét falla í viðtali við vefútgáfu þess. Tímaritið varð við ósk Beatys en afbakaði orð Bjarkar í leiðrétting- unni. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Orkuauðlindir.is sem er þrýstihópur Bjarkar og fleira fólks sem vill að HS Orka komist í samfé- lagslega eigu. Samkvæmt tilkynn- ingunni sagði Björk í viðtalinu að hún teldi að fyrirtæki í eigu Ross Beaty hefðu orð á sér fyrir að brjóta lög um mannréttindi og samninga verkalýðsfélaga í Suður-Ameríku. (e: Companies owned by Ross Beaty have a bad reputation for breaking serious humanitarian and union laws in South America.) Leiðrétting tímaritsins, í kjölfar kröfu Beatys, hljóðaði hins vegar svo: „Þann 9. nóvember var birt við- tal við Björk á vefsíðunni þar sem hún heldur því fram að Ross Beaty og Magma Energy Corp. hafi brotið lög í Suður-Ameríku. Þetta er ekki rétt og við biðjum Ross Beaty og fyrirtæki hans afsökunar.“ Bent er á að Björk hafi ekki nefnt Magma heldur hafi hún vísað til annars fyrirtækis í eigu Beatys; Pan American Silver, en starfshætt- ir þess hafa oft verið gagnrýndir og um þá fjallað í fjölmiðlum víða um heim. - bþs Ross Beaty brást illa við ummælum Bjarkar um starfsemi hans í Suður-Ameríku: Hótaði málsókn vegna orða Bjarkar BJÖRKROSS BEATY BRUSSEL Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins hvatti þjóðir álfunnar í gær til að senda Haítí- búum neyðaraðstoð til að auðvelda baráttu gegn kólerufaraldri á eyj- unni. „Þetta snýst ekki bara um pen- inga,“ sagði talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar. Mæta þyrfti vaxandi þörf fyrir heil- brigðisþjónustu, hreint vatn og hreinlætis- og lækningavörur. Mestur skortur er á læknum og hjúkrunarfólki með sérþekkingu. Einnig vantar sýklalyf, vatns- hreinsitöflur, sölt, næringarvökva, sjúkrabíla og allan búnað fyrir heilbrigðiskerfi eyjarinnar. - pg ESB sendir út neyðarkall: Haítí vantar lækna, lyf og búnað strax WASHINGTON Alls telja 39 pró- sent Bandaríkjamanna að hjóna- bandið sé úrelt stofnun. Um 28 prósent voru sömu skoðunar fyrir 30 árum. Þriðja hvert barn í Bandaríkj- unum býr hjá foreldri sem er fráskilið eða hefur aldrei gengið í hjónaband. Hlutfall barna sem búa hjá öðru foreldri hefur fimm- faldast í landinu síðustu 50 árin. Þetta er meðal niðurstaðna nýrr- ar könnunar Pew Research Cent- er sem kynnt var í vikunni. Þá hafa fordómar í garð sam- kynhneigðra aldrei mælst minni í Bandaríkjunum en nú. Um 60 prósent landsmanna telja fjöl- skyldur samkynhneigðra eiga að búa við sömu réttindi og fjöl- skyldur gagnkynhneigðra. - pg Ný könnun í Bandaríkjunum: Um 39% telja hjónabandið úrelta stofnun VIÐSKIPTI Hagnaður Eimskips nam 1,5 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, þar af nam hann þrjú hundruð millj- ónum króna á þriðja ársfjórð- ungi. Félagið velti 46 milljörðum á fyrstu þrem- ur ársfjórð- ungum og var rekstrarhagnaður já kvæður um fimm milljarða. Í tilkynningu um uppgjör Eim- skips segir að árangurinn sé umfram væntingar. Jafnframt er þar haft eftir Gylfa Sigfússyni forstjóra að afkoma félagsins hafi verið jákvæð í fjóra ársfjórð- unga eða allt frá því fjárhagslegri endur skipulagningu lauk í fyrra. - jab Eimskip skilar hagnaði í ár: Bati í kjölfar uppstokkunar GYLFI SIGFÚSSON STJÓRNMÁL Þingkonurnar Eygló Harðardóttir, Margrét Tryggva- dóttir og Lilja Mósesdóttir hafa skorað á Marinó G. Njálsson að endurskoða ákvörðun sína um að segja sig úr stjórn Hagsmuna- samtaka heimilanna. Marinó, sem er einnig stjórnarmaður í Hreyfingunni, sagði sig úr stjórn- inni vegna fyrirhugaðrar umfjöll- unar um skuldamál hans. Þær segja Marinó hafa verið beittan málsvara félagsmanna í samtökunum sem og annarra skuldsettra heimila. - þj Áskorun frá þingkonum: Vilja að Marinó sitji áfram Framkvæmdir á Miklubraut Framkvæmdir munu standa yfir á Miklubraut á morgun, þar sem unnið verður við merkingar á strætórein undir Skeiðarvogsbrúnni. Vinna mun standa frá 11 til 15 eða 16. SAMGÖNGUR BRÚÐHJÓN Þeim hefur fjölgað í Banda- ríkjunum sem hafa lítið álit á hjóna- bandinu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Styður þú málshöfðun gegn Bretum vegna hryðjuverkalaga? Já 86,3% Nei 13,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að saklaust fólk hafi verið dæmt í Geirfinnsmálinu? Segðu þína skoður á visir.is NÝJA-SJÁLAND Tuttugu og sjö námuverkamanna er saknað eftir að námugöng féllu saman á suðureyju Nýja-Sjálands í gær. Sprenging varð í göngunum, en þegar blaðið fór í prentun voru björgunaraðgerðir ekki hafnar sökum hættu á annari sprengingu. Aðstandendur námufyrirtæk- isins vonast til að verkamenn- irnir hafi komist á öruggan stað í göngunum þar sem súrefni og vistir eru að finna. - þj Námuslys í Nýja-Sjálandi: 27 saknað eftir sprengingu KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.