Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 24

Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 24
24 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Í þann mund sem íslensk stjórnvöld eru að gefa út aðgerðaráætlun um að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi (8.–10. nóvember „Climate adaptation, science, pract- ice, policy“) þar sem rætt var um viðbrögð við breytingum af völd- um hnattrænnar hlýnunar. Dæmi um breytingar sem eru komnar fram á Norðurlöndum eru hlýrri vetur, tíðari hitabylgjur að sumar- lagi, hækkandi sjávarborð og vax- andi hætta á sjávarflóðum sem náð geta til íbúðarbyggða. Ný meindýr breiðast hratt út í skógum Norður- landa á sama tíma og fisk- og fugla- tegundir flytja sig norðar. Í Svíþjóð vex viður hraðar en fyrr, en greinar þvælast meira í raflínum og brautar- teinum svo að árleg grisjun er orðin nauðsynleg. Vegir og stíflur hafa gefið sig í vatnavöxtum og í Dan- mörku liggja sögulegar byggingar undir rakaskemmdum. Segja má að sumum náttúrufarsbreytingum hafi verið tekið fagnandi á meðan aðrar vekja ugg vegna kostnaðar og skaðabótakrafna. Hér á landi hefur til að mynda verið bent á ný tækifæri sem opnast við hlýnun, en jafnframt þarf að gæta að heildar- áhrifunum. Talsverð óvissa ríkir um umfang og tímasetningu breytinga sem tengjast hlýnun af mannavöldum. Hvort sjávarstaðan verði 0,8 eða 1 metra hærri eftir 50 eða 100 ár er ekki fyrirséð, en tilhneigingin er öll í sömu átt. Á Norðurlöndum hafa breytingar orðið hraðari en búist var við, einkum á hánorður- slóðum. Þar sem slíkar breytingar snerta marga kima samfélagsins hafa vísindamenn tekið höndum saman til þess að ná eyrum trygg- ingarfélaga, sveitar- og ríkisstjórna og hvetja til viðbúnaðar, enda sýna rannsóknir að mikið er í húfi. Orku- og vatnsveitur, vegi og hafnarmann- virki þarf að hanna og reka miðað við breyttar aðstæður. Skipulag byggðar, vegaáætlanir, fráveitur og byggingariðnað þarf að laga að hækkandi sjávarstöðu og breyttri úrkomudreifingu. Þjónusta við aldr- aða hefur einnig þurft að taka til- lit til hitabylgja og koma í veg fyrir ofþornun. Á öllum Norðurlöndunum hafa verið teknar saman ýmsar upplýs- ingar um aðlögum að loftslagsbreyt- ingum og brátt fer af stað norrænt samstarf um rannsóknir á þessu sviðstyrkt af Norrænu ráðherra- nefndinni (TFI, sjá http://www.topp- forskningsinitiativet.org). Upplýsingum verður m.a. komið á framfæri um haldgóð ráð handa almenningi, fyrirtækjum og sveitar- félögum. Mælt er með því að nýbyggingar á ákveðnum svæðum verði vatnsþéttar upp fyrir kjallara, eða settar á stultur í námunda við vötn og sjávarstrendur, brýr verða sums staðar hækkaðar og raflínur hafðar sterkari og frekar settar í jörð en áður. Fram kom að þar sem aðlögunaraðgerðir hafa hafist hefur áhugi á bakgrunnsþekkingu auk- ist. Þessi áhersla á aðlögun breytir ekki mikilvægi þess að draga úr útblæstri og að vernda fjölbreyti- leika, en fyrirbyggjandi aðgerðir duga ekki einar, einnig þarf vel ígrundaðan viðbúnað. Um 1990 voru komnar fram spár um afleiðingar hnattrænnar hlýnun- ar. Niðurstöður mælinga og herm- un með líkönum hafa síðan stutt þessar spár. Reynt hefur verið að stemma stigu við hnattrænni hlýn- un á alþjóðavettvangi (Kyoto 1997, 2005, Kaupmannahöfn 2009) og draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Beitt var hagfræðilegum rökum (Stern review 2006) því dýr- ara er laga fyrirsjáanlegan skaða en að koma í veg fyrir hann. Þar sem áhrifa er þegar farið að gæta eru þjóðir farnar að búast til varn- ar, þeirra á meðal Norðurlöndin og Evrópusambandið (White paper on adaptation, 2010) með stefnumótun um aðlögun að loftslagsbreyting- um. Hér á landi er að vænta hlýnunar, meiri úrkomu, hærri sjávarstöðu og bráðnunar jökla. Einnig geta komið fram ýmsar ófyrirséðar breyting- ar. Súrnun sjávar og breytingar á straumum umhverfis landið eru með stærri óvissuþáttum. Segja má að Íslendingar hafi alla tíð lifað við yfirvofandi náttúruhamfarir, og eru almannavarnir og hjálparsveit- ir ætíð í viðbragðsstöðu gagnvart jarðskjálftum, eldgosum, aftaka- veðri og flóðum. Á ráðstefnunni í Stokkhólmi, sem fyrr var nefnd, var bent á að best hefði farið á samstarfi við heimamenn á viðkvæmum svæðum. Óvitlaust er að líta í eigin barm og búa sig undir að greina hina fjölbreyttu hagsmuni sem gætu rekist á ef taka á heildstætt á málum. Hér er enn eitt tilefnið til þess að standa saman, samfélaginu öllu til heilla. Breytt veðurfar – breytt mannlíf Hlýnun af mannavöldum María Hildur Maack Ph.D Háskóla Íslands Súrnun sjávar og breytingar á straumum umhverfis landið eru með stærri óvissuþáttum. Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi Skóli og kirkja Brynjólfur Þór Guðmundsson blaðamaður og faðir í Reykjavík Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. AF NETINU Ísland sem eitt kjördæmi Ég vona innilega að Ísland verði eitt kjördæmi eftir fáein ár. Það er jafnréttis- mál að þingmenn í SV kjördæmi og NV kjördæmi hafi jafn mörg atkvæði á bak við sig. Það er mín trú að ef Ísland verður eitt kjördæmi hætti hrepparígurinn sem einkennir svo mjög íslensk stjórnmál, sem og kjördæmapotið. Enda eiga þingmenn hvaðanæva af landinu að bera hag Íslands og þjóðarinnar fyrir brjósti, þ.e. hag heildarinnar. Hvernig væri ef þingmenn að vestan myndu beita sér fyrir Vaðlaheiðagöngum og þingmenn úr Reykjavík myndu beita sér fyrir aukinni menntun á háskólastigi á Suðurlandi? Ég tel það hagsmunamál almennings að fá loksins að kjósa fólk en ekki stjórnmálaflokka. Vísir.ir Bergvin Oddsson frambjóðandi til stjórnlagaþings nr. 6494 Örn Bárður Jónsson, sóknar-prestur í Neskirkju, er tek- inn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var rit- ari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihá- tíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmæl- endatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóð- kirkju? Trúfélagi sem nýtur opin- berrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórn- völdum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörð- un ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfir- varp yfir óhefta hagsmunabar- áttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirr- ast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingar áform ráðstjórnar“ í þessu blaði 11. nóv- ember að umorða megi mark- mið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vit leysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leik- skóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðar innar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slík- ar mannleysur að einn Siðmennt- armaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntar maðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænleg- ur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virð- ingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsvið- horf okkar sem prestur inn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Nes- kirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetn- ingagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni.“ Já, nefni- lega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.