Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 32

Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 32
32 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Hefðum getað verið öflugt blaklið Og hvernig er svo tilfinningin að starfa saman á ný eftir öll þessi ár? Diddú: „Æðisleg. Þetta hefur blundað í okkur ansi lengi og núna er rétti tíminn til að losa bönd- in, því það var öllum orðið mál. Það er alltaf jafn gaman þegar við hittumst. Það er eins og við höfum sagt bless í gær og þegar við komum saman þá gerist alltaf eitthvað, því við erum svo tengd andlega. Strákarnir tala miklu meira en ég og hafa alltaf gert, en það er vegna þess að þeir segja nákvæmlega það sem ég myndi annars segja.“ Sigurður: „Ég held að við höfum öll skynjað að þetta samstarf var mjög sérstakt.“ Valgeir: „Við hefðum getað orðið mjög öflugt blaklið. Það var svo góð kemía í gangi.“ Egill: „Já. Líklega hefðum við ekki verið teknískasta blaklið heims en við hefðum tekið bæði sigrum og ósigrum af æðru- leysi.“ Valgeir: „Við lærðum að þekkja takmörk okkar.“ Sigurður: „En við vorum líka einlæg og meintum það sem við sögðum. Þetta var dauðans alvara, og slíkt smitast alltaf í gegn.“ Egill: „Við fífluðumst bara í við- tölum, en auðvitað verður fólk að búa sér til tilgang með því sem það gerir. Annars er þetta algjör- lega tilgangslaust.“ Valgeir: „Ég held að Spilverkið hafi verið fremur undarleg hljóm- sveit á sínum tíma. Til að mynda var það meðvituð stefna okkar, sem hrein samstaða var um innan hljómsveitarinnar, að takmarka áhorfendafjölda á tónleikum. Við vildum ekki spila fyrir drukkið fólk, ekki fyrir pólitískt fólk, og í rauninni vildum við helst ekki spila fyrir neinn.“ (Þessu samsinna hin með hlátrasköllum). Valgeir: „Þess vegna eru þess- ir tónleikar í Hörpu nauðsynlegir, því þeir eru svo fáir sem hafa séð Spilverkið „live“. En það er segin saga að því færri sem áhorfend- urnir eru, því betur spilar hljóm- sveitin.“ Sigurður: „Já, við viljum ekkert endilega að það verði fullt hús.“ Valgeir: „Nei, og við hvetjum fólk til að kaupa miða en koma samt ekki á tónleikana.“ Einbjörn fluttur til útlanda Í kassanum sem kemur út í byrjun desember má eins og áður sagði finna allar sex plötur Spilverks- ins sem gefnar voru út á árunum 1975 til 1979, en einnig aukadisk með áður óútgefnum upptökum og öðru fágæti. Sigurður Bjóla hefur unnið sem upptökustjóri og hljóð- maður í fjöldamörg ár og var sem slíkur eftirlitsmaður með hljóm- gæðum hinnar nýju útgáfu, sem hann fullyrðir að séu mun meiri en á gömlu diskunum. Aukadiskurinn heitir Pobeda, eftir ferskeytlu sem Sigurður Bjóla samdi um samnefnda rúss- neska eðalvagna sem víða sáust á götum Reykjavíkur á sokka- bandsárum meðlima Spilverks- ins. Vísuna flutti Spilverkið meðal annars með fulltingi Eggerts Þor- leifssonar, Sigurðar Sigurjóns- sonar og fleiri leikara sem hluta af dagskrá í tilefni Listahátíðar í Reykjavík um miðjan áttunda ára- tuginn, en einnig í útvarpsþætti á RÚV og þaðan kemur upptakan á laginu sem heyrist á aukadiskn- um. Eftir á að hyggja, teljið þið að eitthvað af þessu óútgefna efni hefði átt að rata á plöturnar ykkar á sínum tíma? Valgeir: „Nei, því lögin völdu sig svo til sjálf á plöturnar okkar. Þær eru allar svokallaðar „konsept- plötur,“ þar sem við fórum eftir ákveðnum ramma, lausbeislaðri sögu eða andrúmi á hverri plötu fyrir sig. Ég upplifi hverja plötu sem mjög sterka heild og ef eitt lag er tekið út þá vantar greini- lega stein í hleðsluna. Það eru allt- af ákveðin lög sem öðlast mestar vinsældir og eru sett á safnplöt- ur, en að mínu viti eru það sjaldn- ast bestu lögin sem verða vinsæl- ust.“ En er von á því að persónan Einbjörn, blaðburðardrengurinn sem fór fyrstur á fætur á Götu- skóm [plötu Spilverksins frá árinu 1976] en var svo orðinn fullur ungling- ur á Bráðabirgðabúgí nokkrum árum síðar, verði umfjöllunarefni á nýju plötunni? Valgeir: „Nei, ég hugsa að Einbjörn sé fluttur til útlanda.“ Egill: „Einbjörn sigldi í burtu, reri frá Arg- entínu til suðurpólsins, íklæddur kjólfötum, að hitta mörgæsirn- ar. Þetta er konsept- maður.“ Valgeir: „Við vitum ekki hvert konsept- ið verður á nýju plöt- unni, en við munum gera konsept-plötu. Við kunnum ekki annað.“ Hagkvæm leitun áhrifa Nú hefur Spilverk þjóð- anna notið mikilla vin- sælda í hartnær fjóra áratugi og þannig haft áhrif á fleiri kynslóðir íslensks tónlistarfólks. Til að mynda hefur hljómsveitinni Hjaltalín, einni þeirri vinsælustu í dag, og fleiri slíkum oft og tíðum verið líkt við Spilverkið. Takið þið eftir þessu? FRAMHALD AF SÍÐU 30 Á fyrstu tveimur breiðskífum sínum, Spilverki Þjóðanna frá 1975 og CD Nærlífi frá 1976, söng Spilverkið á ensku en sneri sér alfarið að hinu ástkæra ylhýra móðurmáli frá og með plötunni Götuskóm, sem einnig kom út árið 1976. Valgeir segir að á þessum tíma hafi langflest- ir íslenskir tónlistarmenn sung- ið á ensku, nema þá helst Megas og Ríó Tríó. „Við neitum því þó ekki að á þessum tíma létum við okkur dreyma um einhverja frægð í útlöndum. Í okkur bærð- ist útrásarfól,“ segir Valgeir. „Ég minnist þess að við hittum talmenn þjóðlagaútgáfu- fyrirtækisins Atlantic og ég hitti líka Stikkan Andersson, umboðsmann ABBA, og því er ekki neita að einhverra hluta vegna fóru þessir aðilar að spyrða okkur saman við þá hljómsveit,“ heldur Egill áfram. „Þeir voru þá að leita að hinum nýja ABBA-flokki, og við vorum fjögur, nýttum okkur raddanir í tónlist okkar en vorum auðvitað alveg á hinum kantinum. Og höfðum engan áhuga á að láta klæða okkur upp í spandex-sam- festinga. Svo við sögðum bara nei takk, vildum ekki láta tengja okkur við ABBA á neinn hátt. Ég man að Stikkan sagðist bara vera giftur einni konu, henni ÖBBU. Og auðvitað kom síðar á daginn að þetta voru stórfínir lagasmiðir sem sömdu sígræna söngva í röðum. Tíu árum síðar hefði okkur hefði ekki dottið í hug að móðgast við samlíking- una.“ ■ HÖFÐU LÍTINN ÁHUGA Á SPANDEX-GÖLLUNUM ABBA Spilverkið kærði sig á sínum tíma ekki um að vera spyrt saman við sænska söngflokkinn þrátt fyrir að þau væru líka fjögur og nýttu raddanir í tónlist sinni. Diddú: „Ég hef tekið sérstak- lega vel eftir þessu nú í seinni tíð, þar sem ekki fer á milli mála að foreldrar tónlistarfólksins hafa hlustað mikið á Spil- verkið.“ Valgeir: „Auðvitað er það þægilegt fyrir okkur að geta leitað áhrifa hjá hljómsveitum sem hafa leitað áhrifa hjá okkur. Það er ótrú- lega hagkvæmt. Við vorum óvenjuleg popp- hljómsveit að því leyti að við spiluðum óraf- magnað. En þá þagði fólk líka meira á tón- leikum, hafði betri ein- beitingu. Í rauninni má segja að aukin neysla sykurs og rafræn áhrif hafi gert það að verk- um að nú eru allir út og suður. Enginn getur ein- beitt sér að neinu mikið lengur en í tuttugu nanósekúndur.“ Egill: „Ég var staddur í Búðardal um daginn þar sem ég hitti gamlan kunningja sem var þar með unglinga í skóla- ferðalagi. Hann sagði mér að kíkja að gamni inn í rútuna til krakkanna, sem ég gerði og sá þá að þar sátu allir þegjandi, hvert með sinn iPod. Enginn var að syngja eða spjalla, enginn strákur að leggja höndina á lærið á sætu stelpunni, heldur allir í sínum eigin heimi. „Svona er þetta búið að vera alla ferðina og verður, hver í sínum heimi,“ sagði félaginn. Ég ætlaði að byrja á einhverju neikvæðnistali um hvernig væri nú orðið ástatt fyrir ungdóminum, en kunningi minn stöðvaði mig strax og sagði mér að hafa ekki neinar áhyggjur af þessu fólki, að tilvera þess væri mjög fjölbreytileg. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um allt þetta nýja áreiti, en það þarf allt að vera instant. Engin þolin- mæði. En vorum við ekki eins? Allt þurfti að gerast í gær. Lífið er stutt, nóttin löng.“ Valgeir: „Það eru engin grið gefin. Allt þarf að vera skemmti- legt strax. Og það er það sem við ætlum að reyna að vera ekki!“ Egill: „Það er engin ástæða til að skemmta fólki, það skemmtir sér sjálft. En það er ástæða til að gera sér erindi við fólk.“ Á GÓÐRI STUNDU Egill, Diddú, Sigurður Bjóla og Valgeir nutu samverustundanna forðum eins og þau gera enn þann dag í dag enda segir Diddú alltaf jafngaman þegar hópurinn hittist. SAMAN AÐ NÝJU Sigurður Bjóla, Diddú, Egill og Valgeir eru full tilhlökk- unar vegna verkefnanna sem fram undan eru hjá endurreistu Spilverki þjóðanna. Það er engin ástæða til að skemmta fólki. Það skemmtir sér sjálft. En það er ástæða til að gera sér erindi við fólk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.