Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 48

Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 48
48 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Mér hefur alltaf þótt gott að kúpla mig út úr íþrótta- heiminum. É g set mér markmið mjög skipu- lega og hef gert nokkuð lengi. Það byrjaði þegar ég var farin að vera í hópi þeirra bestu hér á landi, en tapaði í úrslitum á Íslandsmeistaramóti þrisvar í röð, 2000 til 2002. Þá ráðlagði íþrótta- sálfræðingur mér að setja mér markmið og skrifa þau niður, það hef ég gert síðan,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í badminton sem hefur lengi verið í hópi helstu afrekskvenna í íþróttum hér á landi. Ragna, sem er 27 ára, hóf badminton- æfingar níu ára gömul. „Ingó bróðir minn sem er þremur árum eldri var byrjaður að æfa og ég leit mikið upp til hans og apaði allt eftir honum. Svo bauð TBR árganginum að æfa, þannig byrjaði þetta,“ segir Ragna, sem fann sig í badmintoninu og fór fljót- lega að skara fram úr. „Ég var reyndar líka í fimleikum en valdi badmintonið fram yfir þegar ég var þrettán ára.“ Þá var Elsa Nielsen fremst í flokki í bad- minton kvenna hér á landi og var hún aðal- fyrirmynd Rögnu á þessum árum. „Þá var hún á leið á Ólympíuleikana og mig langaði að feta í hennar fótspor. Ég setti mér raunar það markmið að komast á Ólympíuleikana árið 2004 og fór að keppa að því marki árið 2002 en náði því ekki. Þó munaði grátlega litlu.“ Breytt mataræði gerði kraftaverk Á þessum tíma hrjáðu ýmis smávægileg meiðsl Rögnu, sem segir breytt mataræði hafa gert kraftaverk fyrir sig. „Ég fór til næringarþerapista og fór í átta mánaða strangan kúr, öll meiðsli hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég hef síðan þá verið mjög með- vituð um það sem ég læt ofan í mig. En ég er ekkert ýkt í þessu, leyfi mér alveg köku- sneiðar af og til,“ segir Ragna, sem auk þess að huga vel að mataræði hefur aldrei drukkið áfengi. „Ég ákvað ung að sleppa því. Fólki fannst þetta kannski skrítið í upphafi menntaskólans en ekki þegar það áttaði sig á að ég stóð mig vel í íþróttum,“ segir Ragna, sem er ungum badmintonleikurunum fyrir- mynd og leiðir forvarnarhóp unglinga í bad- minton á aldrinum 15 til 19. Slasaðist í fyrsta leik 2008 komst Ragna alla leið á Ólympíuleik- ana en þá fór ekki betur en svo að hún slas- aðist í fyrsta leik og gat ekki lokið honum. „Ég hafði verið að keppa með slitin kross- bönd í eitt og hálft ár þarna á undan og ætl- aði mér alltaf í aðgerð að þeim loknum. En svo gerðist eitthvað, kannski af því að þetta voru Ólympíuleikarnir, margir áhorfendur og ég varð stressuð og stífnaði upp, þá gerð- ist þetta, ég datt og reif liðþófa líka,“ segir Ragna, sem var vonsvikin yfir því að geta ekki klárað leikinn en jafnframt staðráðin í að gefa íþróttina ekki upp á bátinn. Við tók langt tímabil þar sem Ragna þurfti fyrst og fremst að huga að því að ná sér af meiðslunum. Síðastliðið haust hóf hún svo að keppa af fullum krafti á nýjan leik og markmiðið er alveg klárt, að kom- ast á Ólympíuleikana árið 2012. „Það eru tíu bestu mótin sem gilda og ég stefni að því að keppa á einu til tveimur mótum í hverj- um mánuði fram að Ólympíuleikunum. Ég vil vera meðal 50 bestu í heiminum þegar listi þátttakenda verður birtur 2012, þá er örugg inni. En ég stefni á að vera á meðal 30 bestu í heiminum,“ segir Ragna, sem er nú í 80. sæti á heimslistanum, sem er upp- færður í viku hverri. Skemmtilegt að grúska Þrátt fyrir að badminton leiki afar stórt hlutverk í lífi Rögnu fer því fjarri að ekkert annað komist að: „Mér hefur alltaf þótt gott að kúpla mig út úr íþróttaheiminum. Fæstar vin konur mínar æfa badminton, fyrir utan eina, Katrínu Atladóttur sem ég leik með tvíliða- leik,“ segir Ragna. Hún heldur tryggð við vinkvennahóp sem hún kynntist reyndar í mekka badmintoniðkunar á Íslandi, TBR, en flestar þeirra hafa sagt skilið við spaðann. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa, grúska í heimspeki og sálfræði til dæmis, lesa um jóga, næringarfræði og sjálfshjálpar- bækur ýmiss konar.“ Sálfræði og heimspeki urðu reyndar fyrir valinu þegar Ragna fór í háskólann en hún lauk BA-námi úr þessum greinum. „Það kom aldrei annað til greina en að læra. Ég fylgdi skólafélögunum í gegnum menntaskóla, þó Best að vera með fjölskyldu og vinum Ragna Ingólfsdóttir hefur sett sér skýr markmið í lífinu um árabil. Ekki bara í badminton, sem hún hefur stundað með góðum árangri síðan í æsku, heldur líka í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Rögnu um fyrir- myndirnar hennar, lífið á Íslandi og leiðina á Ólympíuleikana en Ragna stefnir að þátttöku í Ólympíuleikunum í London 2012. RAGNA INGÓLFSDÓTTIR Setti sér það markmið að komast á ólympíuleikana þegar hún var 13 ára gömul Ragna segir að þó að það sé talið mjög gefandi fyrir afreksíþrótta- fólk að skipta um umhverfi og fá betri æfingaaðstöðu hafi hún þó grætt að minnsta kosti eitt á því að vera á Íslandi. „Ég hef eingöngu spilað með strákunum hér í mörg ár, og spila þess vegna strákalegt badminton, sem er sókndjarfara og hraðara en dæmigert stelpuspil. Stelp- urnar úti eru vanari að spila bara við stelpur þannig að ég græði svolítið á því, þótt maður klúðri einhverju á sóknarleiknum líka,“ segir Ragna. SPILAR EINS OG STRÁKARNIR FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.