Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 57
LAUGARDAGUR 20. nóvember 2010 3
S
íðan var ég að hugsa um
að reyna að draga fjöl-
skylduna með mér á
fitness-mót í Mosfellsbæ.“
Blaðamaður grípur það á lofti
og spyr hvort hann sé sjálfur far-
inn að hnykla vöðvana. „Nei, ekki
meira en í ræktinni til að halda
mér í formi. Ég hef hins vegar
áhuga á öllu sem tengist líkams-
rækt og íþróttum.“ Seinni partinn
liggur leið Bjarka í Hafnarfjörð
þar sem honum hefur verið falið
að lýsa leik FH og Akureyrar.
„Ég hefði nú farið hvort sem er
enda sonur minn farinn að spila
með FH og hef ég fylgst meira
með FH-ingum upp á síðkastið en
ég hef gert í gegnum tíðina.
Um kvöldið er svo komið að
hinni árlegu tarfagleði sem að
þessu sinni verður haldin heima
hjá Bjarka. „Eins og nafnið gefur
til kynna er bara um að ræða
karlmenn en þetta eru svilar,
feður, bræður og frændur sem
eru tengdir inn í fjölskyldu Elísu
Bjarki býður karlmönnum í fjölskyldu konu sinnar heim í kvöld í svokallaða tarfagleði.
konunnar minnar. Við hittumst
einu sinni á ári í kringum jóla-
hátíðina, borðum góðan mat og
njótum þess að vera kvenmanns-
lausir,“ segir Bjarki og hlær.
Hann segir það með ráðum gert
að vera ekki búinn að mála stof-
una enda séu tarfarnir til alls
líklegir.
Sunnudagurinn verður öllu
rólegri hjá Bjarka. Hann á von
á því að pensillinn fari á loft en
síðan verður lagt í góðan sunnu-
dagsmat samkvæmt venju á hans
heimili. „Ætli kvöldinu verði ekki
varið fyrir framan sjónvarpið,“
segir Bjarki. Ný vinnuvika tekur
svo við en Bjarki tók við meistara-
flokki ÍR fyrr á þessu ári. „Þetta
eru ungir og ferskir strákar og
vonast ég til að geta kennt þeim
eitthvað.“ Sjálfur hefur Bjarki
að mestu lagt skóna á hilluna en
spilar þó með Jumboys í utan-
deildinni. Hann varð fjörutíu og
þriggja ára í vikunni en gerir
lítið úr því. „Þegar aldurinn
er farinn að færast yfir reyn-
ir maður að gera sem minnst úr
afmælum.“ vera@frettabladid.is
Ráðstefnan er opin öllum og er
aðgangseyrir greiddur við inngang-
inn. Átta fyrirlesarar deila fræðandi og
hagnýtum upplýsingum um heilsu,
hugarfar, íþróttir og annað er viðkem-
ur lýðheilsu.
Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
heldur fyrirlesturinn Er baráttan
við BMI töpuð. Hugarfar og árang-
ur í íþróttum er heiti á fyrirlestri
Hauks Inga Guðnasonar, sálfræð-
ings og knattspyrnumanns. Kolbrún
Þorsteinsdóttir lýðheilsufræðingur
ræðir um Afl eldhúsborðsins, en Sig-
rún Daníelsdóttir sálfræðingur ræðir
um hvort líkamsímynd unglinga sé
brengluð.
Matti Ósvald, heildrænn heilsu-
fræðingur, heldur fyrirlesturinn Heil-
brigð skynsemi – heilsunnar vegna.
Viðar Halldórsson
íþróttafræðingur
spyr hvort hreyfing
sé besta forvörn-
in. Páll Ólafsson
félagsráðgjafi
gefur Fimm
ráð til for-
eldra og að
lokum heldur
dr. Álfgeir Logi Kristj-
ánsson fyrirlesturinn
Áhrif nærsamfélagsins
á heilsuhegðun barna
og unglinga.
Boðið er upp á létt-
ar veitingar og í hléi
syngur Hera Björk Þór-
hallsdóttir nokkur lög
fyrir gesti ráðstefnunn-
ar. Stjórnandi ráðstefnunn-
ar er Freyr Eyjólfsson en
nánari upplýsingar er að
finna á www.ummig.is
Er baráttan við BMI
töpuð?
LÝÐHEILSURÁÐSTEFNA VERÐUR
HALDIN Á GRAND HÓTELI Í DAG FRÁ
KLUKKAN 11 TIL 14.
Kynning
Ris à la mande með kirsuberjasorbet. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHnetuhjúpaður lax með kryddlegnu grænkáli, granateplum og karamelíseraðri
sítrónusósu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Danskur jólamatur á 101 hotel
Jólamatseðill 101 hotel verður fáanlegur alla daga fram til jóla. Þar má finna hefðbundna jólarétti með nýstárlegu sniði, til dæmis síld
marineraða í anísbrjóstsykri. Eftirmiðdagarnir verða helgaðir heimabökuðu dönsku vínarbrauði og jóladrykkjum.
„Við erum nýfarin af stað með jólamatseðil-
inn,“ segir Gunnvant Ármannsson, yfirkokk-
ur á 101 hotel. „Við höldum okkur við hefð-
bundinn danskan jólamat, en nálgumst hann
á nýstárlegan hátt og til þess að koma okkur í
gang verður danski meistarakokkurinn Max
Steiner-Rode, sem hefur unnið á veitingastöð-
um í Danmörku og víða um Evrópu, með mér
í eldhúsinu um helgina.“
„Efniviðurinn er sá sami og í hefðbundnu
dönsku jólahlaðborði,“ segir Max spurð-
ur í hverju nýjungin felist. „En við leggjum
áherslu á að meðhöndla hann á nýjan hátt,
bæði þannig að hann verði heilsusamlegri og
til þess að fá fram nýja bragðupplifun. Gamla
aðferðin er orðin svo leiðinleg og fyrirsjáan-
leg. Við sjóðum til dæmis hvorki grænkálið
né rauðkálið heldur marinerum það og berum
það fram hrátt. Marineringin gefur því jóla-
bragð en það er miklu hollara á þennan hátt.
Síldin er svo marineruð í uppleystum dönsk-
um brjóstsykri með anísbragði þannig að við
höldum okkur við hina hefðbundnu mariner-
uðu síld, bara snúum aðeins upp á hefðina.
Anísinn passar vel með fiski og sykurinn í
brjóstsykrinum kemur í stað hvíts sykurs sem
vanalega er notaður í svona marineringar. Við
sem sagt höldum okkur við það sem vanalega
er notað í danskan jólamat en setjum það í
óvænt samhengi og byggjum jólamatinn upp
á nýtt.“
Á níu rétta matseðlinum er meðal annars að
finna önd, svínasíðu, lax og ferska og marin-
eraða síld auk hins ómissandi eftirréttar Ris
à la mande í glænýjum búningi. Hægt verður
að fá rétti af matseðlinum allan daginn alla
daga fram að jólum en auk þess verður boðið
upp á tveggja rétta matseðil með svipuðu sniði
í hádeginu og á eftirmiðdögum freistar heima-
bakað danskt vínarbrauð með heitum drykkj-
um.
„Fólk getur raðað saman sínum eigin mat-
seðli,“ segir Gunnvant „og hugmyndin er að
þú getir komið nokkrum sinnum og reynt eitt-
hvað nýtt í hvert sinn.“
Max Steiner-Rode og Gunnvant Ármannsson bjóða
upp á danskan jólamat í nýstárlegu samhengi á 101
hotel.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sjöhundruð og ellefu
listaverk hafa bæst við
safneign Listasafns
Reykjavíkur á undan-
förnum fimm árum
og verður hluti þeirra
til sýnis í vestursal
Kjarvalsstaða frá og
með deginum í dag.
Auk þess verður til
sýnis skrá og myndir
af öllum aðföngum
safnsins á tímabilinu.
Í dag klukkan 15 mun
Hafþór Yngvason,
safnstjóri Listasafns
Reykjavíkur, bjóða upp
á leiðsögn um hin
nýju aðföng og varpa
ljósi á mikilvægi þess
fyrir listasöfn að hafa
skýra stefnu þegar
kemur að innkaupum
eða söfnun á
listaverkum.
Heimild: www.
listasafnreykja-
vikur.is
Framhald af forsíðu
!"!
#
$
%&
'
$
%&
(
)
#
*
+
,
#
-#
./(
0,#1#
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI HALLDÓR
BALDURSSON
Meiri Vísir.
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja
„like“ við Vísi á Facebook geta unnið
óvænta vinninga í hverri viku.
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!