Fréttablaðið - 20.11.2010, Qupperneq 79
11
SKEMMTILEG JÓLATRÉ Á VEGG Ingrid Jansen, hollensk stúlka, smíðaði sér koll
fyrir tveimur árum úr gömlum kassafjölum. Ofan á setuna heklaði hún litríka sessu.
Fljótlega fór Ingrid að smíða kolla fyrir vini og vandamenn og nú framleiðir hún kolla,
púða, teppi, herðatré og fleira eftir pöntun, undir merkinu Wood & Wool Stool.
Meðal þess sem Ingrid smíðar eru jólatré á vegg úr gömlum kassafjölum. Í
jólatrén er hægt að skrúfa króka eða negla í þau nagla og hengja svo á þá skraut.
Nánar má forvitnast um vörur Ingrid Jansen á vefsíðunni www.woodwoolstool.com
Í jólatrén má
skrúfa króka
og hengja á
þau skemmti-
legt skraut.
MYND/INGRID JANSEN
Kollana smíðar
Ingrid úr göml-
um kassafjölum
og heklar
sessuna sjálf.
MYND/INGRID JANSEN
● KVENLEGAR línur eru
hönnuðinum Nika Zupanc, sem
hannar fyrir hollenska hönnunar-
fyrirtækið Moooi, innblástur
en sumir geta lesið íturvaxnar
mjaðmir og blúndufald út úr
lömpum hennar.
Þeir fást bæði
sem borð- og
stand lampar
og þykir
hönnunin í
senn hefð-
bundin
og
nútíma leg
enda um að
ræða gamalkunnugt
form með háglans
áferð. Sjá nánar á
www.moooi.com
● UPPÁHALDSHLUTUR-
INN okkar fær stundum ekki að
njóta sín nógu
vel á sófaborð-
inu eða í hill-
unum. Þá er
sniðugt að
stafla saman
nokkrum
bókum og
tylla hlutn-
um ofan á
þær. Þá lyftist
hann upp og nýtur sín betur.
Bókastaflar geta líka þjónað sem
innskotsborð við hlið sófans þar
sem plássið er lítið. Og ef uppá-
haldslampinn lýsir sófahornið
ekki nógu vel upp er tilvalið að
stilla nokkrum bókum undir hann
til að birtan falli betur á bókina
sem þú ert auðvitað að lesa í sóf-
anum.
Sniðugheit
Hönnun
● SKÚFFUR og skápar eiga
sinn árstíma að jólum liðnum
þegar koma þarf skrautinu fyrir á
sínum stað og skipuleggja heim-
ilið upp á nýtt. Fullsnemmt er að
fara að huga að
janúar en engu
að síður er áhuga-
verð sú þróun í
húsbúnaði þar
sem langir skúffu-
rekkar, skjala-
skápar og annað
er farið að sjást
sem stofustáss.
Þessi skemmtilega
skúffueining er úr
IKEA.
Skipulag
heimili&hönnun
Lækjargata 2a 101 R.sími 5115001 opiða alla daga 9 til 22
IÐA
hefur nú til sölu
gjafabréf við hæfi
hvers og eins
Á laugardaginn milli kl. 14 og 16
kynna barnabókahöfundar SÖLKU nýútkomnar bækur sínar:
Jólasveinarnir – Iðunn Steinsdóttir
Stafasúpan – Áslaug Ólafsdóttir
Loðmar – Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir
Einnig verður Foreldrahandbókin eftir Þóru Sigurðardóttur kynnt.
tilboðsverð 2.890,-tilboðsverð 2.690,-
tilboðsverð 1.495,- tilboðsverð 3.990,- tilboðsverð 2.190,-
tilboðsverð 2.890,-
tilboðsverð 2.690,- tilboðsverð 2.590,- tilboðsverð 2.995,-
Allar
JÓLABÆKUR eru á tilboðsverði
fram að jólum í IÐU
þessi tilboðsverð gilda út nóvember