Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2010, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 20.11.2010, Qupperneq 81
LAUGARDAGUR 20. nóvember 2010 49 að ég væri reyndar óreglulegur nemandi, sem þýddi að ég fékk ekki einkunn fyrir mætingu.“ Á undan í skóla Menntaskólafélagarnir voru reyndar flestir árinu eldri, því Ragna fór fimm ára í sex ára bekk. „Fóstrurnar á leikskólanum höfðu áhyggjur af því að ég myndi staðna í þroska ef ég fengi ekki að fara í skóla, ég var alltaf með eldri krökkum og var orðin læs og svona,“ segir Ragna og brosir. „Svo jafnaðist þetta út í háskóla en BA-námið tók ég á fjórum og hálfu ári enda var ég á fullu að búa mig undir Ólympíuleikana 2008. Að loknu BA-námi ákvað ég að taka mér hlé og einbeita mér að undirbúningi fyrir Ólympíuleik- ana 2012. En ég ætla mér pottþétt að læra meira, við erum að spá í að fara til Barcelona.“ Við eru Ragna og kærastinn hennar Steinn Baugur Gunnars- son. Hann er í heimspeki og hafa þau hug á að flytja til Barcelona. „Ég er að velta fyrir mér íþrótta- sálfræði, ég hef lengi heillast mjög mikið af henni. Ég er alltaf að velta því fyrir mér af hverju sumu fólki gengur betur í lífinu en öðru og hef reyndar sjálf reynt að tileinka mér góða hluti frá því sem ég tek mér til fyrirmyndar.“ Stóri bróðir fyrirmynd Þegar hún er beðin um að nefna fyrirmyndir er Ragna ekki sein að nefna bróður sinn Ingólf Ingólfsson á nafn. „Hann hefur alltaf verið hetjan mín og mín stoð og stytta. Ég hitti hann reglu- lega, fer í hnykk til hans því hann er kírópraktor. Við höfum einnig verið mjög dugleg að ferðast saman. Hann hefur komið að hitta mig þegar ég hef verið að keppa á fjarlægum og spennandi slóðum og við ferðast um.“ Foreldrar Rögnu hafa líka reynst henni mikil stoð og stytta. „Þau hafa alltaf stutt við bakið á mér og fylgst með,“ segir Ragna, sem er tengd fjölskyldu sinni svo nánum böndum að hún gat ekki hugsað sér að flytja út á menntaskóla árunum, en þá var þrýst á hana að hefja æfingar í Danmörku. Með lítið hjarta „Ég var bara ekki tilbúin í það þá. Á tímabili þegar ég var 18 eða 19 spilaði ég fyrir danskan klúbb og flaug utan til æfinga. Ég er bara svo ótrúlega heimakær og finnst svo gott að vera í kringum fjöl- skyldu og vini á Íslandi. Ætli ég sé ekki með svona lítið hjarta.“ Þrátt fyrir að hafa í mörgu að snúast hefur Ragna samt fund- ið sér tíma fyrir nýtt áhugamál, golfið. „Ég spilaði mjög mikið í sumar,“ segir Ragna, sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og sigraði í meistaramóti Nesklúbbsins í B- flokki kvenna. „Ég var einmitt búin að setja mér það markmið að sigra. Ég gæti vel hugsað mér að spila meira golf þegar ég hætti í badmintoninu,“ segir Ragna, sem reiknar með því að draga sig í hlé eftir Ólympíuleikana 2012 og halda þá í framhaldsnám. „Mig langar að læra í Evrópu og þá er stutt að fara heim, kannski Barcelona eins og áður sagði. Ég get hugsað mér að flytja út fyrst ég er ekki ein.“ Ég er bara svo ótrú- lega heimakær og finnst svo gott að vera í kringum fjöl- skyldu og vini á Ís- landi að ég treysti mér aldrei til þess að flytja út. Fyrir líkamann: Ég mæli með hollum mat, sjálf borða ég á staðnum Manni lifandi alla daga og réttirnir þar eru frábærir. Ég reyni að borða lífrænan mat eins oft og ég get. Kjúklinga- salatið þeirra er til dæmis frábært, hér er uppskriftin að því: Kjúklingasalat Manns lifandi: Fyrir 4 eða fleiri á innan við 10 mínútum. 4 stk. tilbúnar kjúklingabringur frá Manni lifandi 1 rauð lífræn paprika (skorin í strimla) poki af blönduðu salati 1 rauður laukur (skorinn í þunnar sneiðar) box af lífrænum kirsuberja- tómötum 1 dós tamarisólblómafræ handfylli af fersku kóriander (eða steinselju) Kjúklingabringur skornar í strimla. Blandið salati, papriku, tómötum og lauk saman og setjið sólblómafræ og kóriander ofan á. Berið fram með lífrænni extra virgin ólífuolíu, balsam- ediki og svörtum pipar. Svo bý ég oft til sushi heima með kærastanum mínum en það er eitt það besta sem ég fæ. Mæli sérstaklega með Kali- forníurúllu. RAGNA MÆLIR MEÐ ... Fyrir sálina: Uppáhaldssjálfshjálpar bækurnar mínar eru Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin Sharma og Skyndibitar fyrir sálina eftir Barbara Berger. Fyrir þá sem vilja setja sér markmið mæli ég með The Leader Who Had No Title eftir Robin Sharma og Meiri hamingja eftir Tal Ben Shahar. Ég fíla pælingar Sókratesar um náttúru samfélagsins og siði og spurningar hans á borð við hvers konar líf er þess virði að því sé lifað? Hann pældi mikið í hamingjunni og hvernig fólk gæti gert líf sitt eins gott og mögulegt væri. Núlifandi Dalai Lama talar mikið um samúð og hvern- ig við eigum að öðlast innri frið og hjartahlýju. Að hamingja okkar velti mikið á því að gera vel við aðra. Bækurnar hans Dalai Lama eru allar mjög áhugaverðar og ég hef lært mikið af þeim. NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR ATH SÍÐASTA HELGIN FRÁ 29. OKT. TIL 21. NÓV. GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.