Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 92

Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 92
60 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR segja þeim að hætta að taka niður. Og ég fer og segi félögum mínum: Við verðum að taka aðra sýningu hérna. Þetta kom flatt upp á þau en ég bæti við: Já, þetta verður allt í lagi, við verðum búin um tvöleytið og þá getum við lagt af stað. Og ég fer að selja miða eins og venjan var. Við höfðum enga yfir- byggingu – ég var leikstjóri og seldi miða og valdi mér hlutverk sem krafðist ekki innkomu fyrr en nokkuð var komið fram í sýn- ingar. Þarna á Raufarhöfn varð mikill troðningur við miðasöluna. Miðarnir voru farnir að kosta 20 krónur. Ég reyndi að flýta fyrir með því til dæmis að taka við hundraðkalli, rétta kaupandan- um fimm miða og segja: seldu umframmiðana sjálfur. Þarna varð svo mikill troðningur að söluklef- inn sem ég var í lét undan, asbest- klæðningin á honum lagðist upp að veggnum fyrir aftan mig og úr varð einskonar bratt þak og þarna stóð ég með hausinn út um sölugat- ið eða þakgluggann og seldi miða. Svo var dregið frá, húsið var troðfullt, setið á gólfinu og hvar sem var. Við töluðum um það lengi síðan að þetta hefði verið einhver áhrifamesta sýning sem við lékum. Hún náði einhvern veginn svo sterkum tökum á þessum mönn- um. Og eftir hana stóðu allir upp fagnandi, það var skemmtilegt og eftirminnilegt. Út um allar þorpagrundir Ég byrjaði þessa flugsögu á lífs- háska og best þá að ég endi á öðrum slíkum. Ég lenti tvívegis í slæmri matareitrun. Í fyrra skipti var það á flugi til Bermúda – þá sluppum við í áhöfninni en það hljóp svo illilega á alla farþeg- ana af flugvélafæðinu að klósett- in höfðu ekki við, það lak svo her- filega niður af öllum að það þurfti svo að taka allt innan úr flugvél- inni eftir að hún var lent. Þetta er víst frægt í flugsögunni. En í hitt skiptið komst ég sjálfur í hann krappan svo um munaði. Ég hafði kvöld eitt í Beirút í Líb- anon fengið mér kjúklingasamloku í séreldhúsi sem við hjá PanAm höfðum á hótelhæðinni sem við bjuggum á. Eitthvað fannst mér samlokan grunsamleg en ég át hana samt. Um morguninn vakna ég með krampa og mikla verki. Ég segi við stöðvarstjórann að ég geti ekki flogið, ég sé kominn með matar eitrun og þurfi að fara á spítala. Hann vildi samt að ég færi með og sagðist geta samið við yfir- þjón sem væri að fara í frí um að vinna fyrir mig á leiðinni til París- ar. Um þetta er samið og mér sagt að fara í koju og hafa hægt um mig. Sem ég gat ekki því ég var kom- inn með heiftarlega eitrun sem rak mig á klósettið og hélt mér þar. Þar sat ég þegar ég heyri tilkynnt: Við erum núna yfir Aþenu, við erum að fljúga yfir Akrópólis. Flugstjórinn símaði til Rómar þar sem millilent var og pant- aði lækni til að sinna fárveikum áhafnarlim. Við mér tók indæll ítalskur læknir sem hellti ein- hverjum svörtum vökva í glas sem var á við tvö brennivínsstaup og segir mér að drekka í einum teyg. Ég tek við þessu og drekk, þetta var hræðilegt gums, engu líkara en neftóbaki hefði verið hrært út í maltöl. Hvað er þetta? spyr ég. Hreint ópíum segir Ítalinn, það eina sem getur bjargað þér. Svo veit ég ekki af mér fyrr en verið er að drösla mér gegnum innkomuna og tollinn í París, tveir menn héldu mér uppi. Síðan er farið með mig á Hótel Diana hjá Champs d’ Elysées, þá er niðurgangurinn farinn og ég hugsa með mér: Það er ekkert sem heitir ég verð að rífa mig upp úr þessu. Þetta var gamalt franskt hótel, baðherbergið eiginlega stærra en svefnherberg- ið og baðker úti á miðju flísalögðu gólfi. Ég læt renna í baðið um leið og það sígur á mig annarlegt mók, og svo veit ekki af mér fyrr en ég er staddur í miðri hryllingsmynd úr húsi Hitchcocks: ég er að kafna, ég er að anda að mér vatni. Ég er siginn niður í baðkerið, kominn á kaf og ég sé í gegnum vatnið log- andi ljósaperu í loftinu. Þú ert að drukkna, Gunnar, hugsa ég. Ein- hvernveginn gat ég samt krækt fingrum í baðkersbrúnina, dreg- ið mig upp úr vatninu og velt mér síðan út af kerinu. Ég steinsofnaði um leið. Þarna vaknaði ég allsber næsta morgun á flísagólfinu og var hrollkalt. Það munaði minnstu að til yrði frétt sem væri á þessa leið: Á hóteli einu í París var í morg- un komið að dauðum flugþjóni hjá PanAmerican. Krufning sýndi að hann hafði drukknað í baðker- inu eftir að hafa tekið of stóran skammt af ópíum … Þetta var eitt af þessum afdrifa- ríku augnablikum á ævi minni þegar mér finnst að einhver hafi hnippt í mig til að forða mér frá háska, þegar ýmiskonar tilviljan- ir, aðstæður og ákvarðanir fléttast saman með þeim hætti að engu er líkara en öllu sé stjórnað hinumeg- in frá. Pabbi kveður Árið 1965 var pabbi orðinn alvar- lega veikur. Hann kom til Reykja- víkur til að fara í rannsókn á Landakoti og þá bauð ég honum í ferðalag. Hann var þjáður og kvíð- inn og ég vildi láta hann slaka á, hafa annað að hugsa um en veik- indin. Þú verður hjá okkur í nótt, segi ég, en mætir svo í rannsókn- ina í fyrramálið. Við skulum fara hringinn sem þið mamma fóruð þegar þið giftuð ykkur. Þetta gerum við. Við ökum til Þingvalla og svo austur að Geysi og Gullfossi, við ræðum saman um heima og geima og endum niður á Selfossi. Var það ekki hérna, spurði ég, sem þið mamma borðuð- uð saman um kvöldið, var það ekki í Tryggvaskála? Jú, það var rétt. Hann átti ekki bíl, hvorki þá né síðar, og hafði á sínum tíma tekið á leigu bíl með bílstjóra til að fara í þessa brúðkaupsferð. Við fengum okkur kaffi á Sel- fossi og ég spyr: Pabbi, þú hefðir kannski gaman af því að við skreppum niður á Stokkseyri og Eyrarbakka áður en við förum í bæinn? Hann játaði því og við leggjum af stað. Þegar við erum komnir til móts við Kaldaðarnes segir hann: Leggðu nú bílnum hérna, Gunnar minn. Ég þarf að tala við þig dálítið. Er eitthvað að, pabbi? Neinei, svarar hann. Leggðu bara bílnum og dreptu á honum. Ég ók út á afleggjara, þar skammt frá þjóðveginum voru fjárhús og hlaða man ég og þar lagði ég bílnum. Þá sat maður hægra megin í bílum, pabbi sat vinstra megin við mig. Ég var með höndina á gírstönginni. Hann leggur hönd sína á mína og þrýstir hana og segir: Það er eitt sem ég ætla nú að segja þér, drengur minn. Hvað er það, pabbi? Ég er ekki faðir þinn. Þarna kom lengsta þögn í lífi mínu. Ég hafði vitað þetta síðan ég var tólf ára gamall. Og eftir það lék ég alltaf fyrir Eyjólf Bjarna- son og þurfti alltaf að hafa á sjálf- um mér gætur. Þetta hafði reynt gífurlega á mig, en ég hlaut að hlýða mömmu og systrum henn- ar sem höfðu allar sagt: Þú mátt aldrei láta hann pabba þinn vita þetta. Hvernig átti ég að bregðast við núna? Ég hefði getað sprung- ið, ég hefði getað leyft gamalli beiskju að brjótast fram og for- mælt honum fyrir að láta mig bera þessa byrði í öll þessi ár. En þótt grimmilega væri tekist á inni í mér þá heyrðist sú rödd best sem hvíslaði því að mér, að það hefði orðið til ills eins. Þá hefði svo margt hrunið til grunna í því húsi sem hann hafði reist um líf sitt. Hann hafði skotið þessari játn- ingu lengi á frest, en ég skildi að það var vegna þess að hann vildi eiga mig. Oft hefur reynt á getu mína til að leika en kannski aldrei sem þarna. Ef til vill hefi ég aldrei leik- ið betur. Það koma tár í augu mér, ég rýf þögnina og segi: Pabbi, gerirðu þér grein fyrir því hvað þú ert að segja? Þú ert að segja mér að þú, besti pabbi sem nokkur maður hefði getað óskað sér, að þú sért ekki faðir minn. Já góði minn, segir hann. Hann er dáinn hann faðir þinn. Hann hét Guðvarður Jakobsson. Hann var frá Hraunsholti við Hafnarfjörð. Ég veit að þú átt mörg systkini. En hún Halldóra veit þetta allt miklu betur en ég, þú skalt spyrja hana. Ég vildi bara að þú fengir að vita þetta. Hann sagði ekki: hún mamma þín tók af mér loforð um að segja þér frá þessu. En ég veit það frá Lóu að hún sagði við pabba áður en hún dó: Ég treysti því, Eyjólfur, að þú farir ekki með leyndarmálið um hann Gunnar í gröfina. Sex í bíl fóru í sumarleikferðir í þrjú ár. Við byrjuðum alltaf í Borgar nesi, fórum síðan vestur, norður og austur og enduðum á Hornafirði. Lengra komumst við ekki en snerum þar við og höfðum þá skilið eftir staði sem hæfilega langt var að aka á milli og sýndum þar í bakaleiðinni. Frá Reykjavík fórum við síðan yfir Suðurlandið og alla leið til Kirkjubæjarklaust- urs en enduðum alltaf í Keflavík. Við lékum allsstaðar. Við lékum svo víða að þeir komu sér saman um það Valtýr Stefánsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, og Jónas frá Hriflu, að Sex í bíl væri hið sanna þjóðleikhús. Við sýndum í Hrísey þar sem vantaði sæti í samkomu- húsið, fólkið kom bara með borð- stofustólana sína um leið og það keypti miða og sat á þeim – og svip- að gerðist á fleiri stöðum þar sem fátt var um stóla og bekki. Í Þing- eyjarsýslunni lékum við í einni sveit í nýju samkomuhúsi: sýningin var auglýst klukkan hálf níu en þá var enginn kominn. Okkur var sagt að það þýddi ekki að byrja svona snemma, fólk ætti eftir að ganga frá í fjósinu, snyrta sig og skipta um föt. Enda fór svo, að upp úr níu þyrluðust upp reykjar mekkir á öllum vegum, jepparnir brunuðu í hlað. Og við létum okkur þetta að kenningu verða. Okkur var alls- staðar frábærlega vel tekið. Höfð- ingskonur buðu okkur í mat, eins og til dæmis Halldóra, dóttir Ein- ars Guðfinnssonar í Bolungarvík – og mikið vorum við fegin því að hjá henni fengum við alltaf fisk, ágæt- ustu lúðusúpu landsins. Fólk elti okkur langar leiðir. Dalvíkingar og Ólafsfirðingar sigldu yfir Eyja- fjörð til að sjá okkur leika á Greni- vík. Í Axarfirði var samkomuhús- ið um leið íþróttahús, og þeir sem ekki fengu sæti héngu í íþrótta- grindunum og héldu sér þar. Við vorum eins vinsæl og popphljóm- sveitir síðar meir. Á Raufarhöfn lékum við eitt kvöldið fyrir troðfullu húsi, enda hafði síldin verið treg og ekki verið að salta í plássinu. Við ætluðum að keyra til Þórshafnar eftir sýningu, þar höfðum við pantað gistingu og ætluðum að sýna þar næsta kvöld. En þegar sýningin var búin var fullt af fólki frammi í anddyri og fyrir utan húsið. Ég kem fram og er strax umkringdur af sjómönn- um, nýkomnum úr gallanum sem segja: Þið verðið að hafa aðra sýn- ingu, við stímdum í land bara til þess að sjá ykkur leika. Tja, segi ég, við þurfum að fara til Þórshafnar og viljum endilega fara að koma okkur af stað. Þá gengur að mér vasklegur mið- aldra skipstjóri, tekur hnefafylli af jakkanum mínum í sínar sterku krumlur, lyftir mér upp að sér og segir: þið leikið í kvöld, góði. Allt í lagi, segi ég, við gerum það, ég þarf bara að komast inn og Stímdum í land til að sjá ykkur leika Gunnar Eyjólfsson hefur leikið mörg dramatískustu hlutverk leikbók- menntanna á sviði og er fyrir löngu orðinn einn af ástælustu leikurum þjóðarinnar. Í nýrri ævisögu, sem Árni Bergmann skráir, horfir Gunnar yfir sviðið; rifjar upp bernskubrek suður með sjó, leiklistarnám í London, ævintýralegar leikferðir um landið, heimshornaflakk, leiksigra og ræðir um fjölskyldu sína og lífsskoðanir. ■ ALVARA LEIKSINS Sígaunahöfðinginn Gunnar í hlutverki sígauna- höfðingja í kvikmyndinni Vargens tid eftir Hans Alfredson sem gerð var í Svíþjóð árið 1988. Gunnar Eyjólfsson hefur verið einn ástsæl- asti leikari þjóðarinnar um árabil. Nýlega kom út ævisaga hans, Al- vara lífsins, sem Árni Bergmann skráði. Fréttablaðið birtir hér stutt brot úr sögunni þar sem sagt er frá leikferðum á Íslandi, ópíumneyslu í París og erfiðasta hlutverki Gunnars sem vissi frá tólf ára aldri að hann væri ekki sonur föður síns en hélt því leyndu fyrir honum. Þá gengur að mér vasklegur mið- aldra skipstjóri, tekur hnefafylli af jakkanum mínum í sínar sterku krumlur, lyftir mér upp að sér og segir: þið leikið í kvöld, góði. ÚTSKRIFAÐUR LEIKARI Útskriftarmynd Gunnars frá RADA (Royal Academy of Dramatic Arts) í London.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.