Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 100

Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 100
68 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upplestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi HRÆDDUR VIÐ GILITRUTT OG VONDU NORNIRNAR Björgvin Franz Gíslason er húsvörður á Ævintýraganginum í Stundinni okkar og þekkir allar ævintýrapersónurnar. Er hann ekkert hræddur aleinn á Ævintýragang- inum og hvað gerir hann þegar hann er ekki þar? HITT OG ÞETTA Hvar er Franzína núna? „Franzína þurfti að skreppa til Afríku til að hjálpa Khaliand- er frænda sínum við stærðar ævintýri þar, en bað mig um að sjá um Ævintýraganginn fyrir sig á meðan. Þannig að ef Öskubusku vantar glerskó eða það þarf að taka steina úr maga úlfsins þá þarf ég að sjá um það. Annars gætu ævintýr- in bara stoppað.“ Fannst þér gaman að vera frægur þegar þú varst lítill? „Já og nei. Ég átti náttúr- lega svo fræga foreldra sem alltaf voru eitt- hvað að leika og svo var ég að syngja og leika í leikhúsinu og sjónvarpinu. Stund- um voru einhverjir að stríða manni út af því en það var sem betur fer sjaldan.“ Langaði þig allt- af að stjórna Stundinni okkar? „Ég fékk einu sinni að stjórna Stundinni okkar þegar ég var lítill og ég held að það hafi alltaf blund- að í mér undir niðri. Mér fannst Stundin okkar spennandi og skemmtileg og hún átti alltaf einhvern sérstakan stað í hjartanu á mér.“ Ertu aldrei hræddur á Ævintýraganginum? „Jú, það er náttúrlega oft ógnvekjandi. Eins og um daginn þegar ég fór inn til dverganna sjö og norn- in var alltaf að reyna að gefa mér epli. Mér fannst líka mjög ógnvekjandi að fara inn til Gili- truttar. Ég vissi ekkert hvort hún ætlaði að stela mér eða éta mig eða hvað.“ Hvernig kemstu á milli ævin- týra? „Með töfrafjarstýringar- lyklinum sem ég beini að bleiku dyrunum. Ég fer með þulu og þá kemst ég inn í hvaða ævin- týri sem er.“ Ertu búinn að finna ævintýr- ið sem Rósalind og Ástrós eiga heima í? „Nei, en ég er á fullu að leita. Ég þarf náttúru- lega að kynna mér öll ævintýri heimsins til að athuga hvort Rósalind, Ástrós eða skórnir gætu átt heima þar. Ég er núna að lesa nýtt ævintýri sem heitir „Nornin og dularfulla gauks- klukkan“ en ég þarf alltaf að hætta þegar ég er nýbyrjað- ur því það er svo mikið að gera á Ævintýragangin- um?“ Ertu skemmtilegur pabbi? „Ég reyni það eins og ég get. Ég reyni að vera ekki pirraður og passa upp á að hafa nógan tíma til að leika. Ef ég hef ekki tíma til að vera með dætrum mínum þá kveiki ég bara á Stundinni okkar og þá er ég alltaf hjá þeim. NEI – GRÍN!“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera þegar þú ert ekki í Ævintýralandi? „Þá finnst mér mest gaman að vera með fjöl- skyldunni og hitta vini mína. Svo finnst mér rosagaman að leika í Buddy Holly, þá fæ ég líka smá líkamsrækt því ég dansa svo mikið í sýningunni.“ „Mér fannst söngleikur- inn rosalega skemmti- legur,“ segir Birgitta Ösp Ólafsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla, um söng- leikinn Buddy Holly sem sýndur er í Austurbæ um þessar mundir. „Mér fannst Ingó langbestur, hann var í miklu stuði á sviðinu og fékk alla í stuð með sér,“ segir Birgitta en nefnir einnig til sögunnar Björgvin Franz Gíslason sem henni þótti afar skemmtilegur. „Og Heiða Ólafsdóttir var líka mjög fín.“ En er eitthvert lag í uppá- haldi úr söngleiknum? „Ég veit það ekki, mér fannst öll lögin mjög flott, en kannski Peggy Sue,“ svarar Birgitta, sem fannst búningarnir í söngleiknum mjög flottir. „Svo var leik- myndin líka mjög flott, en frænka mín, hún Móeiður, vann við að búa hana til,“ upplýsir hún. Var eitthvað atriði sem bar af? „Já, þegar þeir sungu saman allir strákarnir. Ég man ekki hvað lagið heitir, en það var geðveikt atriði, mikið dansað og allir í stuði.“ Birgitta segir enda söngleiks- ins sérlega eftirminnilegan. „Allt í einu varð myrkur og allt var hljótt. Þá spurði einhver úti í sal: „Má klappa núna?“ og þá sprungu allir úr hlátri, líka leikararnir.“ Buddy Holly HETJUR HAFSINS er þema sögustundar í kaffihúsi Gerðu- bergs á morgun. Dagskrá hefst kl. 14-16. Ókeypis aðgangur. SIRKUS SÓLEY verður með sýningu í Tjarnarbíói kl. 14 á morgun. Allir velkomnir. LEIKSÝNINGIN DÍSA LJÓS- ÁLFUR er sýnd í Austurbæ, sunnudag, klukk- an 14. Miðaverð er 3.500 krónur. SÝNINGIN … OG SVO VERÐ ÉG í Norræna húsinu eftir Ísak Óla er opin alla helgina. Norræna húsið er opið frá 12-17. Frítt inn. Franzína þurfti að skreppa til Afríku til að hjálpa Khaliander frænda sínum við stærðar ævintýri þar, en bað mig um að sjá um Ævintýraganginn fyrir sig á meðan. Birgitta Ösp Ólafsdóttir LEIKHÚS Niðurstaða: Frábær skemmtun og mikil stemning. WWW.MU.IS/LEIKIR Húsdýragarðinn þekkja langflest börn af eigin raun. Á þessari vefsíðu er að finna leiki, litabók og vísindaveröld Húsdýragarðsins. Hafið þið heyrt hvað stóri strompurinn sagði við litla stromp- inn? Þú ert allt of lítill til að reykja. Ég hef borðað nautakjöt alla mína ævi og er þess vegna sterkur eins og naut. Skrítið, ég hef alltaf borðað fisk og kann ekki enn að synda! Á veitingastaðnum. Ég vildi gjarnan panta mér borð. Nei, því miður, húsgögnin eru ekki til sölu Hvað eiga fíll og gaur sameiginlegt? Svar: Þeir byrja báðir á G því að fíllinn heitir Gísli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.