Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 6
6 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR F í t o n / S Í A Verð á mann, frá: 115.800 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og gisting á Marina Internacional. Torrevieja 16. des.– 5. jan. Torrevieja 29. des.– 5. jan. Verð á mann, frá: 89.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og gisting á Marina Internacional. Fararstjóri: Björn Eysteinsson Verð á mann, frá: 159.700 kr. 29. des.–5. jan. Áramótagolf á Spáni Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, akstur, íslensk fararstjórn, ótakmarkað golf og gisting á Hotel Bonalba í 7 nætur með hálfu fæði. Jól og áramót á Spáni með Express ferðum Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 SUÐUR-KÓREA, AP Kim Tae-young, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, sagði af sér í gær, tveimur dögum eftir harkalega árás Norður-Kór- euhers á eyjuna Yeongpyeong sem kostaði fjóra menn lífið. Lee Myung-pak forseti boðar aukna hernaðaruppbyggingu á eyj- unni og sameiginlegar heræfingar með Bandaríkjunum um helgina, en Norður-Kóreumenn ítreka hót- anir um fleiri árásir ef þeir telja sér ögrað. Afsögn ráðherrans kom fáein- um klukkustundum eftir að þing- menn í Suður-Kóreu höfðu gagn- rýnt stjórnvöld fyrir að hafa ekki verið nógu vel undir árásina búin, og herinn gagnrýndu þeir fyrir of hæg viðbrögð. Átök milli landanna eru nokkuð algeng, en með árásinni á þriðju- dag beindu Norður-Kóreumenn í fyrsta sinn vopnum sínum gegn almennum borgurum. Ótti hefur því vaknað um að harðari átök séu í uppsiglingu. Stjórnvöld bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa skorað á Kín- verja að beita áhrifum sínum til að halda aftur af Norður-Kóreu. Í gær ítrekuðu Kínverjar þau hvatn- ingarorð sín til beggja Kóreuríkj- anna, um að þau þurfi bæði að halda aftur af sér. Íbúar eyjunnar vörðu deginum í gær til að kanna rústir þeirra húsa, sem eyðilögðust, og tóku með sér þær af eigum sínum sem enn reyndust í þokkalegu horfi. „Þetta var sannkallað eldhaf,“ sagði Lee In-ku, 46 ára verslunar- eigandi á Yeongpyeong, um árás- irnar á þriðjudag. „Mörg hús- anna urðu eldi að bráð og margir íbúanna hlupu fram og til baka í algerri óvissu. Þetta var ringul- reið.“ Lee forseti segir að hermönn- um á Yeongpyeong og fleiri eyjum við markalínuna í Gulahafi verði nú fjölgað, en ekki fækkað smám saman eins og ákvörðun var tekin um fyrir fjórum árum. Hann vildi ekki fara nánar út í þau áform, en sagði að nú væru um fjögur þúsund hermenn á eyjunum. Barack Obama Bandaríkjafor- seti hefur staðfest að bandarískt flugmóðurskip muni taka þátt í heræfingum á Gulahafi með her Suður-Kóreu, en þær heræfingar eiga að hefjast á sunnudaginn. Norður-Kórea telur sig eiga til- kall til eyjanna og hafsvæðis á Gulahafi langt sunnan við marka- línuna, sem Sameinuðu þjóðirnar tóku ákvörðun um árið 1953, segir til um. gudsteinn@frettabladid.is Ótti um að harðari átök séu í uppsiglingu Norður-Kórea hótar fleiri árásum á Suður-Kóreu, en Suður-Kórea boðar hernað- aruppbyggingu á eyjunum og heræfingar í Gulahafi með Bandaríkjamönnum strax um næstu helgi. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu sagði af sér í gær. EYÐILEGGING Íbúar eyjunnar Yeongpyeong hafa reynt að bjarga því sem bjargað verður úr rústum húsa sinna. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL Meirihluti mennta- ráðs Reykjavíkur hefur lagt fram umsögn um tillögur mannréttinda- ráðs um breytingar á samstarfi leik- og grunnskóla í Reykjavík við trúar- og lífsskoðunarhópa. Í umsögninni er sú breyting lögð til að þær stofnanir sem hafa starf- andi áfallaráð tryggi að samráð verði haft við þá sem áfall snert- ir áður en kallað er til utanaðkom- andi fagfólks, til dæmis presta, til stuðnings. Þó skulu helgistundir tengdar áfallahjálp fara fram utan skólatíma. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menntaráði greiddu atkvæði gegn tillögunni á fundi á miðvikudag og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Í bókun Vinstri grænna segir meðal annars: „Viðbætur meiri- hlutans [um presta innan áfalla- ráða] eru aðfinnsluverðar og mikil afturför við nokkuð skýra tillögu mannréttindaráðs. [...] Sérfræði- menntun og kunnátta presta er fyrst og fremst á sviði guðlegra málefna og ætti því ekki að geta þeirra sérstaklega í lið [um presta innan áfallaráða]. Ekki þarf að hafa orð um það meir.“ Í bókun Sjálfstæðisflokks segir meðal annars: „Tillögur að reglum mannréttindaráðs um samskipti skóla og trúfélaga eru í heild sinni hið furðulegasta mál og kemur öllum er fjallað hafa um á óvart. Í fyrsta lagi endurspeglar tillaga meirihluta mannréttindaráðs ekki umburðarlyndi eða jafnræði held- ur einkennist hún af miðstýringu og boðvaldi [...].“ Stjórn SAMFOK, félags for- eldra grunnskólabarna í Reykja- vík, hefur lýst yfir ánægju sinni með umsagnirnar, en leggur fram þá athugasemd að hún telji ekki að það stríði gegn mannréttindum eða flokkist undir trúboð að trúar- og lífsskoðunarfélög fái að kynna starfsemi sína á skólatíma. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir umsögnina byggja á athugasemdum og vilja skólasamfélagsins. Tillagan liggur nú hjá Íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði. Umsögnum verður skilað til mann- réttindaráðs í næstu viku sem síðan skilar af sér lokatillögum fyrir jól. - sv Meirihluti menntaráðs hefur lagt fram umsögn um samstarf skóla og kirkju: Byggð á vilja skólasamfélagsins Finnur þú fyrir skertri þjónustu hjá þínu sveitarfélagi? JÁ 60% NEI 40% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kjósa til stjórnlaga- þings? Segðu þína skoðun á visir.is BÖRN Í GRAFARVOGSKIRKJU Ekki ríkir eining í menntaráði um hvort taka eigi fyrir kirkjuheimsóknir barna á skólatíma. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í eins árs fangelsi fyrir að hafa ráðist á karlmann á veitinga- staðnum Apótekinu við Austur- stræti og sparkað oftar en einu sinni í höfuð hans. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Fórnarlambið hlaut mikla áverka, meðal annars brotnuðu bein og tennur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt árásarmanninn í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. - jss Ofbeldisdómur þyngdur: Réðst á mann og slasaði mikið ALÞINGI Jón Bjarnason, sjávar- og landbúnaðarráðherra var gagn- rýndur á Alþingi í gær fyrir að skipa Bjarna son sinn í starfshóp um dragnótaveiðar í Skagafirði. Efaðist Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um hæfi Bjarna vegna fyrri aðkomu hans að málaflokknum sem sveit- arstjórnarmaður og vildi að ráð- herrann svaraði því hvort hann teldi skipan sonarins vera góða stjórnsýslu. Í yfirlýsingu sem Jón Bjarna- son sendi frá sér í gær segir ráð- herrann að það hafi ekki verið hann sem ákvað hverjir tóku sæti í starfshópnum heldur hafi viðkomandi verið tilnefndir af Hafrannsóknastofnun, sjávar- líftæknisetrinu BioPol og Veiði- málastofnun. Bjarni sem er fiskifræðingur var tilnefndur af Veiðimálastofnun. „Þá er rétt að það komi fram að umræddur starfshópur er ekki launaður sérstaklega heldur er um að ræða fast starf viðkom- andi fyrir ofantaldar stofnanir,“ segir í yfirlýsingu ráðherrans. Til harðra orðaskipta kom um málið í gær sem náðu hámarki þegar Siv Friðleifsdóttir, vara- forseti Alþingis, vék Jóni úr ræðustóli fyrir að virða ekki tímamörk. - gar Þingmaður efast um stjórnsýslu sjávarútvegsráðherra við skipan í starfshóp: Hafnar gagnrýni á skipan sonar síns JÓN BJARNASON ÁSBJÖRN ÓTTARSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.