Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 10
10 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Íslenska krónan fylgir þjóðinni næstu árin, burtséð frá því hvort landið gengur í Evrópusambandið eða ekki. Um þetta voru framsögumenn sammála í gær á morgun- fundi Íslenskra verðbréfa í Reykjavík. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „Endurreisn Íslands“, tóku til máls Jón Daníelsson, dósent við Lond- on School of Economics, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Jón benti á að jafnvel þótt samþykkt yrði aðild Íslands að Evrópusambandinu og Íslendingar vildu taka upp evru þá tæki við margra ára langt ferli aðlögunar. Í sama streng tók Franek Roswadowski sem taldi að krónan yrði hér í notkun í tíu ár hið minnsta. „Ef þið gangið í Evrópusambandið getið þið strax ákveðið að taka upp evru, en um leið er ekki hægt að taka hana upp strax,“ sagði hann og vísaði til þess að uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht-sáttmál- ans til þess að fá að nota evru. Í pallborðsumræðum að loknum framsögum lýstu bæði Jón og Hörður þeirri skoðun að mis- tök hefðu verið að setja hér gjaldeyrishöft. „Ég myndi vilja afnema þau jafnskjótt og auðið er,“ sagði Jón Daníelsson. „Og með því á ég við fyrir lok þessa árs.“ Jón sagði að best væri að aflétta höftunum í einni aðgerð, en ekki í nokkrum skrefum líkt og boðað hefur verið af hálfu Seðlabanka Íslands. „Því lengur sem beðið er með afnám hafta, þeim mun erfiðara verður að losna við þau,“ sagði Jón og taldi afar hættulegt ef hagkerfið næði að laga sig að viðvarandi gjaldeyris höftum. Franek Rozwadowski sagðist aftur á móti ósammála því að ekki væri hægt að afnema höftin í skrefum, en taldi ekki við hæfi að ræða nánar um þá framkvæmd þar sem í Seðlabank- anum væri unnið að endurskoðun áætlunar um afnám haftanna. Um leið kvaðst hann talsmað- ur þess að höftin yrðu afnumin jafn skjótt og auðið væri, þótt hann teldi snöggt afnám óráð- legt. „Í þessu þarf að vanda til verka,“ sagði hann og kvað stórskaðlegt myndu verða fyrir trúverðugleika landsins ef setja þyrfti á höft á ný eftir afnám að hluta eða í heild. - óká FRANEK ROZWADOWSKI Hagfræðingar tókust á um ólík sjónarmið varðandi afnám gjaldeyrishafta á fundi Íslenskra verðbréfa í gær: Krónunni verður ekki kastað fyrir 2015 PALLBORÐIÐ Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jón Daní- elsson, dósent hjá LSE. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAStjórnlagaþings frambjóðandi Björn Einarsson læknir og heimspekinemi Nr. 6340 Heimasíða með myndskeiði www.bjorneinarsson.is Jafnrétti kynjanna, aldrei meira en 40:60 munur á Alþingi eða öðrum stjórnum 1 Á hvaða ávexti rann viðskipta- vinur Hagkaups fyrir fimm árum og meiddist á hné? 2 Hvaða íslensk söngkona gengur aldrei í buxum? 3 Hvað heitir forsætisráðherra Írlands? SVÖR1. Döðlu 2. Regína Ósk. 3. Brian Cowen. LÖGREGLA Sumarbústaður brann til kaldra kola í sumarbústaða- landi ofan við Reykholt við Tungufljót snemma í gær- morgun. Slökkviliðið í Árborg fékk tilkynningu um brunann snemma í morgun og kom á vettvang klukkan hálf átta. Þá var bústaðurinn gjöreyðilagður og litlu hægt að bjarga. Lögreglan á Selfossi segir eldsupptök ókunnug. Ekkert rafmagn var í bústaðinum. Málið er í rannsókn. Bruni við Tungufljót: Bústaður brann til kaldra kola VIÐSKIPTI Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafnar því að hann hafi beitt valdníðslu og brotið regl- ur í söluferli Sjóvár. Heiðar Már Guðjónsson, sem fór fyrir hópi fjárfesta sem átti hæsta boð í Sjóvá, dró það óvænt til baka í síðustu viku. Hópurinn hafði lengi beðið undirskrift- ar Más sem innsigla átti kaupin. Fjárfestahópur Heiðars ætlaði að kaupa um 82 prósenta hlut í Sjóvá og bjóða síðan í tæpan átján prósenta hlut skilanefndar Glitnis fyrir ellefu milljarða króna. Heið- ar ætlaði að kaupa sjálfur þrjátíu pró- senta hlut í eigin nafni. Hann ætlar að kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna framferðis Seðlabankans. Í Viðskiptablaðinu í gær kom fram að Már grunaði Heiðar um viðskipti með aflandskrón- ur. Þau viðskipti væru til rannsóknar hjá gjaldeyr- iseftirliti bankans og Már hefði sagt þeim hugs- anlega verða vísað til lögreglu. Upp úr því hefði viðræðum um kaupin á Sjóvá verið slitið. Már vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á blaðamannafundi Seðlabankans í gær og vís- aði til þagnarskyldu um einstök málefni tengd viðskiptavinum bankans. Seðlabankinn vildi engin svör veita þegar Fréttablaðið leitaði eftir þeim í gær og vísaði til tilkynningar sem hann sendi frá sér í kjölfar þess að viðræðum um sölu á stórum hlut í Sjóvá var slitið í vikubyrjun. - jab Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafnar því að hafa beitt Heiðar valdníðslu: Neitar að tjá sig um Sjóvá MÁR GUÐMUNDSSON Seðlabankastjóri segist engar reglur hafa brotið í söluferli Sjóvár. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.