Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 20
20 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur lík- lega ekki heyrt það. Hann svertir fjár- málaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun mið- vikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráð- herra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðu- neytanna og rekstraraðila Árbótar og upp- lýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleið- in virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur tals- máti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höf- uðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráða- menn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborg- arsvæðinu og þar með ráða hagsmunirn- ir þar enn meira en nú er. Þessu vilja rit- stjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrir- komulagið og fjármálaráðherrann. Sam- fylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjör- dæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsam- legt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því? Hvítnar ekki þótt annan sverti Árbótarmálið Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður E ftir nokkra deyfð í aðdraganda stjórnlagaþingskosninga hefur áhuginn góðu heilli tekið verulega við sér, þannig að búast má við góðri þátttöku í kosningunum á morgun. Verkefni kjósenda er auðvitað allt öðruvísi við kosn- ingar til stjórnlagaþingsins en þeir eiga að venjast við aðrar kosningar. Ekki er verið að velja pólitíska fulltrúa sem eiga að fara með völd næstu árin heldur einstaklinga sem eiga að koma saman til að vinna afmarkað verkefni. Fjöldi frambjóðenda er einn- ig óvenjulegur og svo sem ekki furða að mörgum hrjósi hugur við því verkefni að kynna sér áherslumál 523 frambjóðenda. Verkefni stjórnlagaþings er samkvæmt 1. grein laga um þingið að vera ráðgefandi við endurskoðun stjórnarskrár lýðveldis ins. Þingið mun starfa innan afar formlegs ramma sem líkist mjög starfsháttum Alþing- is. Starfað verður í nefndum sem leggja tillögur sínar fyrir þingið til umræðu og samþykktar. Loks er forsætisnefnd þingsins falið að undirbúa frumvarp til stjórnskipunarlaga. Slíkt frumvarp er stjórn- lagaþingi ætlað að samþykkja og senda Alþingi til meðferðar. Stjórnlagaþingið mun hafa skrifstofu meðan þing stendur og heimilt er einnig að ráða sérfræðinga til starfa með nefndum þingsins. Þingfulltrúar eiga því að hafa tök á að sækja sér sérfræði- þjónustu á þeim sviðum sem til umfjöllunar eru. Stjórnlagaþingi er meðal annars ætlað að taka til umfjöllunar efni eins og skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og vald- mörk þeirra, hlutverk og stöðu forseta Íslands, sjálfstæði dómstóla, kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings meðal annars hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslur, meðferð utanríkismála og umhverfismál. Þetta eru grundvallarspurningar, þannig að verk- efni þingfulltrúanna er í senn áhugavert og vandasamt. Fagna ber því að slíkur fjöldi fólks gefi kost á sér til setu á stjórn- lagaþingi. Fjöldinn ber vott um ríkan áhuga á því ábyrgðarmikla verkefni að móta það grundvallarplagg sem stjórnarskrá er. Þingið sjálft er tilhlökkunarefni, ekki bara fyrir þá sem hljóta kosningu til setu á því heldur fyrir allt samfélagið vegna þeirrar umræðu sem allt bendir til að muni skapast í tengslum við þingið. Á óvissutímum er mikilvægt að hefja sig um stund upp fyrir dag- legt amstur og áhyggjur og horfa fram á veginn, jafnvel langt fram á veginn, og velta því fyrir sér hvers konar samfélag við viljum sjá á Íslandi eftir 10, 50 eða 100 ár. Þegar samin er stjórnarskrá er ekki tjaldað til einnar nætur. Mótun hennar gefur því tilefni til slíkrar umræðu og í raun er tækifærið sem nú gefst einstakt því það gefst kannski ekki nema einu sinni á öld. Styrkur þingsins er að miklu leyti undir því kominn hversu stór- an hluta þjóðarinnar það hefur á bak við sig. Með því að fjölmenna á kjörstað gefur þjóðin tóninn fyrir öflugt þing breiðs hóps Íslend- inga, þing sem á þess kost að hafa áhrif á það hvers konar samfélag börn okkar og barnabörn munu byggja. Kosningarnar á morgun eru þannig mikilvægari en þær kunna að virðast. Kosning til stjórnlagaþings er kærkomið tæki- færi til að horfa til framtíðar. Allir á kjörstað á morgun SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Árni í banastuði Árni Johnsen var í stuði á Alþingi í gær. Hann er á leið í leyfi og ákvað af því tilefni að leggja fram litlar tólf þingsályktunartillögur og tvö lagafrumvörp. Þingsályktunartillög- urnar snúa meðal annars að aukinni fræðslu um skaðsemi áfengis, Íslandssögu, ljóðagerð, og kristna arfleifð í skólum, úttekt á öryggi Herj- ólfs, að gerðar verði fornleifarann- sóknir í Árnesi og á Búðum, göng fyrir gangandi undir þjóðveginn við Geysi, að íslensk handverksdeild verði sett á laggirnar í Listaháskólanum, fugla- skoðunarstöð í Garði og skipasafn í Reykjanesbæ, og að guðsþjónustu verði haldið úti allt árið á Þingvöllum. Stórt og smátt Svo eru sumar sem skera sig úr sökum umfangs. Árni vill til dæmis að ríkið höfði mál á hendur Bretum vegna hryðjuverkalaganna og krefjist ellefu þúsund milljarða í bætur – hvorki meira né minna. Svo vill hann láta gera ítarlega úttekt á áhrifum Schengen- samstarfsins á íslenskt þjóðfélag. Hún gæti eflaust fyllt heilan bóka- skáp. … og höggmyndum Sú besta er samt þessi: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningar- málaráðherra að hafa frumkvæði að því, í samstarfi við umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neyti, að láta gera, í samráði þar um við áhugasöm sveitarfélög, lista- og náttúrugarð fyrir blinda, Blindragarð, sem jafnframt væri spennandi fyrir alsjáandi og þá sem búa við hefta skynjun. Slíkur garður yrði einsdæmi í heiminum, en í honum yrði lögð áhersla á óendanlega útfærslu hugmynda sem byggðust meðal annars á orku, vatni, gróðri, vindi og höggmyndum.“ stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.