Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 26.11.2010, Qupperneq 32
2 föstudagur 26. nóvember núna ✽ Ekki missa af augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar Auglýsendur tryggið ykkur pláss í blaðinu! … allt sem þú þarft Nánari upplýsingar veitir: Ruth Bergsdóttir 512 5469/ 694 4103 ruth@365.is Jólahandbókin kemur út 30. nóvember Meðal efnis í blaðinu: Allt um jólamatinn; forréttir, aðalréttir, eftirréttir og borðskreytingar. Fjölbreytt jólaskraut og jólaföndur. Ólíkir jólasiðir. Íslenskar og alþjóðlegar uppskriftir að jólakökum og jólasælgæti. NOTALEG HELGI Bókin Einmana prímtölur er full- komin í bústaðinn yfir helgina. Sagan er grípandi og það er auðvelt að gleyma sér yfir henni. Tala nú ekki um ef maður situr í heitum potti á meðan. N ú þegar fatal ína Lanvin fyrir H&M er komin í búðir eru tískuspekingar strax byrjaðir að velta fyrir sér hvaða hönnuður verður næst fyrir valinu. Sá sem oftast er nefnd- ur er hinn ungi og efnilegi Alexander Wang en þær raddir urðu bara hærri eftir að hann sást sitja á fremsta bekk á Tískusýn- ingu Lanvins fyrir H&M í New York síðustu helgi. Wang er þekktur fyrir vandaðan bómullarfatn- að, flottar leðurvörur og töskurnar frá hönnuðin- um hafa svo sannarlega slegið í gegn. Það yrði því mjög spennandi ef vörur Alexanders Wang myndu rata í hillur Hennes&Mau- ritz á næstunni. - áp Verður Alexander Wang næstur fyrir H&M?: Orðið á götunni Næstur til að hanna fatnað fyrir almúgann? Coco Rosa Á tískublogginu www. mypreciousconfess- ions.blogspot.com má finna margar fallega ljósmyndir sem stúlkan Coco Rosa tekur af sjálfri sér og fötum sínum. Mynd- irnar sjálfar gegna engu minna hlutverki en fatnað- urinn á þessu bloggi sem er skemmtilegt að skoða. Innblástur úr norðri Síðan www.dagensoutfit.feber.se veitir tískuspekúlöntum innblástur þegar kemur að því að velja fötin þann daginn. Á síðunni er búið að safna saman myndum úr öllum áttum af fólki sem klæðist skemmtilegum fatasamsetningum. Góð síða fyrir þá sem vakna hvern morgun og hugsa: „Ég á ekkert til að fara í.“ Tveir heimar mætast Bloggsíðunni www. stylescrapbook.com er haldið úti af suðuramerískri stúlku sem er nú búsett í Amster- dam. Á síðunni birtir hún myndir af sjálfri sér auk mynda af nýj- ustu þráhyggj- unni og öðru tískutengdu efni. SKRAUTLEG Söngkonan Kesha mætti í þessari múnderingu í veislu sem tímaritið Rolling Stone hélt eftir bandarísku tónlistarverðlaunahátíð- ina sem haldin var á sunnudaginn. S igný Kolbeinsdóttir og Helga Árna- dóttir reka saman hönnunar- fyrirtækið Tulipop. Signý sér um að hanna vörurnar en Helga sér um viðskiptahlið fyrirtækisins. Þær stöllur kynntust þegar þær stunduðu nám við Menntaskólann í Reykjavík og hafa verið vinkonur allar götur síðan. Að sögn Signýjar hafði hugmyndin að fyrirtækinu verið lengi til þar til þær loks stofnuðu Tulipop í jan- úar á þessu ári. „Sagan í kringum nafnið er löng og flókin en okkur fannst nafnið Tulipop eiginlega bara smellpassa við teikningarnar mínar,“ útskýrir Signý. Tulipop hefur hingað til aðallega framleitt falleg kort og skissubækur en mun bæta við vörulínu sína innan skamms. „Við ákváðum að byrja smátt og fara svo út í stærri hluti. Við erum byrjaðar að selja vörur okkur erlendis og þær fást núna víða í Svíþjóð og einnig í Kis- unni í New York þannig að það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Signý glaðlega. Hér heima fást vörur Tulipop meðal annars í versl- ununum Mýrinni, Aurum, Epal og Kisunni. Stúlkurnar hafa einnig tekið að sér nokk- ur hliðarverkefni og hönnuðu meðal annars páskaegg fyrir UNICEF um síðustu páska og nú síðast sparibauk fyrir MP banka sem Signý segist hlakka til að sjá verða að veruleika. Þegar hún er að lokum spurð hvaðan hún fái hugmyndirnar að fígúrum sínum segir Signý þær koma til hennar í hollum. „Eins og núna, á meðan ég tala í símann er ég að krassa á blað. Stundum er hægt að nota eitthvað sem kemur úr því krassi,“ segir hún og hlær. - sm SIGNÝ OG HELGA REKA SAMAN HÖNNUNARFYRIRTÆKIÐ TULIPOP: NAFNIÐ BARA PASSAÐI TULIPOP Signý Kolbeinsdóttir rekur fyrirtækið Tulipop ásamt vinkonu sinni, Hildi Árnadóttur. Tulipop framleiðir meðal annars falleg kort og skissubækur. FRÉTTABLAÐIÐ/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.