Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 58

Fréttablaðið - 26.11.2010, Síða 58
38 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is „Við erum að safna í myndabanka til að auðvelda okkur að finna krakka fyrir myndatökur,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, förð- unarfræðingur hjá Maybelline, en Maybelline, Oroblu, íslenska vefrit- ið Nude magazine og módelskrif- stofan Elite heimsækja mennta- skóla landsins í leit að nýjum andlitum. „Við byrjuðum á því að fara í Verzló og Kvennó í vikunni,“ segir Erna Hrund. „Markmiðið er svo að fara í sem flesta menntaskóla og jafnvel í háskólana eftir áramót.“ Hún segir þau ekki hafa rætt það að fara í grunnskólana. „Við erum að leggja áherslu á ákveðinn aldur, en það er aldrei að vita nema við kíkj- um í tíunda bekkinn,“ segir Erna. Hún segir að ekki sé endilega verið að leita að fólki með þetta svokall- aða fyrirsætuútlit. „Við erum að leita að alls konar krökkum, bæði stelpum og strákum.“ Fulltrúar frá Maybelline og Oro- blu, Nude magazine og Elite mættu í menntaskólana tvo á þriðjudag og miðvikudag og tóku myndir af þeim sem vildu vera með. Erna segir myndatökurnar hafa gengið vonum framar. „Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Það fengu allir létta förðun fyrir myndatökuna og svo var myndin tekin fyrir framan stórt plakat svo það leit út fyrir að hver og einn væri á forsíðu Nude magazine,“ segir Erna. En fannst strákunum ekk- ert óþægilegt að láta farða sig? „Nei, alls ekki. Verzlingar eru svo „metró“, það var allavega ekkert mál að farða þá,“ segir förðunar- fræðingurinn Erna Hrund. - ka Leita að fyrirsætum í skólum FENGU FÖRÐUN FRÁ MAYBELLINE Erna Hrund farðar hér nemanda úr Kvennaskólan- um, en Maybelline, Oroblu, Nude magazine og módelskrifstofan Elite leita að nýjum andlitum í menntaskólum landsins. MYND/JÓHANNA BJÖRG Valgerður Guðnadóttir sendi á dögunum frá sér plöt- una Draumskóg. Hlýleg stemning var í Iðnó á þriðjudags- kvöldið þegar Vala fagnaði útgáfu plötunnar með tónleik- um og létu vinir hennar og aðdáendur sig ekki vanta. Vala söng fyrir fólkið sitt FALLEG KVÖLDSTUND Söng- og leikkonurnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir voru á meðal gesta í Iðnó og hlýddu á ljúfan söng Völu Guðna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þau Svanborg Hilmarsdóttir og Valdimar Hilmarsson. Fríða Garðarsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir. Vala var í góðu stuði og fékk gesti í salnum fljótt á sitt band. 1232 VORU DAGARNIR SEM LIÐU frá brúðkaupi Tony Parker og Evu Longoria og þangað til hjónabandinu lauk 19. nóvember síðastliðinn. Hnattlíkön með ljósi. Margar stærðir og gerðir 6.995,-Frá: Fyrir litla snillinga! Crayola föndurvörur í miklu úrvali. Allt fyrir litla listamenn. 2.495,- Bieber vill nammi Táningsstjarnan Justin Bieber er ekki eins kröfuharður og margir fjölmiðlar hafa látið vera. Sögur hafa verið á kreiki um að „rider“- inn hans, kröfur um það sem skal vera fyrir hendi á tónleikum, sé án fordæma en sú er alls ekki raunin. Það eina sem Bieber fer fram á er ávaxtabakki, jurtate, vatn, hvítir stuttermabolir og gott úrval af sælgæti og snakki. FLOTTUR Justin Bieber borðar snakk og nammi eins og hinir krakkarnir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.