Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 70
50 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Hann var með vélina á skrifstofunni sinni. Svo varð umboðskona hans ólétt og vélin fór í taugarnar á henni. DÓRA TAKEFUSA EIGANDI JOLENE FÖSTUDAGSLAGIÐ „Það eru auðvitað mörg lög sem koma til greina en fyrsta lagið sem mér dettur í hug er lagið New Shoes með Paolo Nutini. Ég kemst einhvern veginn alltaf í gott skap þegar ég heyri það.“ Kristján Sturla Bjarnason, hljómborðsleik- ari í Jóni Jónssyni. „Þessi listi er okkur mjög mikil- vægur og það er mjög slæmt þegar vantraust myndast á hann,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hætt við að birta metsölulista bókaverslana sem Rannsóknarsetur verslunar- innar tekur saman. Ástæðan var sú að þau þrjú hundruð eintök af ævisögu Jónínu Ben sem Office 1 keypti og seldi í sínum verslun- um í síðustu viku voru einnig inni í sölutölum N1. Kristján Kristjánsson hjá bóka- forlaginu Uppheimum var ekki hrifinn af áðurnefndum viðskipta- gjörningi Office 1. „Það eru sér- kennilegir viðskiptahættir að kaupa bók á fjögur þúsund krón- ur og selja á tvö þúsund.“ Kristj- án segist líka vera undrandi á því að allir dreifingaraðilar sitji ekki við sama borð. „Forlögin geta selt töluvert magn af hverri bók í sinni verslun. Þær tölur eru hins vegar ekki hafðar með inni í þessum lista.“ Egill Örn Jóhannsson, varafor- maður Félags bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins, rifjar upp að fyrir fimm árum hafi staðið mikill styr um sambæri- legan lista þegar matreiðslubæk- ur Hagkaups plöntuðu sér í fimm efstu sætin. Þær voru þá eingöngu til sölu í þeim verslunum. Í kjöl- farið var sett sú regla að listinn tæki eingöngu til þeirra bóka sem stæðu öðrum endursöluaðilum til boða. Egill er sjálfur ekki hrif- inn af slíkum reglugerðum en vill að menn umgangist sölutölurnar og listann af virðingu, hann sé mikilvægt kynningar- og auglýs- ingatæki. „Listinn á að gefa sem bestu mynd af bóksölu á landinu og menn mega ekki misnota það tæki.“ - fgg Urgur í bókaútgefendum VILL N1 INNI Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, vill halda N1 inni á metsölulista bókaútgefanda; hann vill bara að menn umgangist listann af virðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er búin að stilla vélinni upp á Jolene. En ég er auðvitað búinn að skrúfa plexigler fyrir gatið góða svo að menn séu ekki endilega að prófa hana,“ segir Dóra Takefusa, eigandi barsins Jolene í Kaup- mannahöfn. Hápunktur sjónvarpsþáttarað- arinnar Mér er gamanmál, sem var sýnd í haust, var tvímæla- laust þegar danski grínistinn Frank Hvam leiddi þáttastjórn- andann Frímann Gunnarsson út í skúr þar sem hann geymdi heima- smíðaða tottvél; Frank Hvams Blow Job maskine. Vélin var að sjálfsögðu hluti af gríni þáttarins og Hvam fékk að eiga hana þegar tökum lauk. „Hann var með vélina á skrif- stofunni sinni. Svo varð umboðs- kona hans ólétt og vélin fór í taug- arnar á henni, þannig að hann hringdi í mig og spurði hvort ég vildi fá hana niður á Jolene,“ segir Dóra. Hún játar að vélin hafi vakið mikla athygli á Jolene. „Auðvitað. Það er ekki svona vél á hverjum bar. En svo það sé alveg á hreinu, þá virkar vélin að sjálfsögðu ekki. Hún var bara gerð fyrir þáttinn.“ Ragnar Hansson, leikstjóri Mér er gamanmál og bróðir Gunnars Hanssonar, sem leikur Frímann Gunnarsson, er hugmyndasmið- ur vélarinnar. Hugmyndina fékk hann fyrir mörgum árum, en hann vissi ekki hvað hann ætti að gera við hana. „Ég hafði gengið með þessa hugmynd í maganum mjög lengi og sá fyrir mér að vélin yrði arfleifð mín,“ segir Ragnar. „Ég vildi að það væri tottvél á hverju götuhorni, eða allavega inni á klósettum á skemmtistöðum. Ég sá að það myndi draga úr ofbeldi og ótímabærum barneignum.“ Ragnar fagnar því að vélin sé komin á framtíðarheimili í Dan- mörku, en hún var smíðuð þar af danska listamanninum Lauge Falkentorp. Ragnar er þakklátur Hvam fyrir að koma hugmynd- inni á framfæri, enda fór hún ekki á flug fyrr en hann setti nafn sitt við hana. „Eins og með George Foreman-grillið. Hann fann það ekki upp, en strax og hann setti nafnið sitt á það fór það á flug,“ segir Ragnar. „Í raun má segja að hugmyndin sé komin hringinn því vélin er komin á skemmtistað.“ Þáttaröðin Mér er gamanmál kom út á DVD í gær og Ragnar lofar því að aukaefnið sýni áður óþekkta virkni vélarinnar. atlifannar@frettabladid.is RAGNAR HANSSON: SÁ FYRIR MÉR AÐ VÉLIN YRÐI ARFLEIFÐ MÍN Lostavél Franks Hvam fær framtíðarheimili á Jolene Sonur Friðriks Danaprins og Mary Donaldson, Kristján, var kirfilega merktur íslenska útivistarmerk- inu 66 gráðum norður þegar hann fór í göngutúr með föður sínum um hinn fallega hallargarð Fredens- borgar. Kristján var klæddur í fal- legan grænan vindjakka og buxur í stíl. Þeir feðgar voru myndaðir af ljósmyndara glanstímaritsins Kig Ind og flennistór mynd af þeim birt á áberandi stað í blaðinu. Frið- rik segir við blaðið að honum sé umhugað að bæði börnin sín læri að umgangast náttúruna af virðingu. Kristján er ekki sá fyrsti af háaðlinum norræna sem er mynd- aður í íslenskum útivistarfatnaði. Mette Marit, norska krónprins- essan, hefur til að mynda allt- af haft mikið dálæti á Cintamani og klæðst fötum frá merkinu og sama má reyndar segja um móður Kristjáns, Mary Donaldson, sem hefur verið mynduð í fötum frá Cintamani. Hins vegar hafa 66°N átt frekar upp á pallborð- ið hjá kvikmyndastjörn- um og hafa leikstjórar á borð við Quentin Tar- antino notfært sér hlýj- an klæðnaðinn og einnig leikarinn Jake Gyllenhaal. Það er kannski ekki skrítið því Gyllenhaal lék stórt hlutverk í kvikmyndinni Brothers sem eigandi 66°N, Sigur- jón Sighvatsson, framleiddi. - fgg Danskur prins í íslenskum fötum KIRFILEGA MERKTUR Danski prinsinn Kristján ásamt foreldrum sínum, Mary Donaldson og Frið- riki, þegar Viktoria Svía- prinsessa gifti sig. Kristján var kirfilega merktur 66°N þegar hann fór í göngutúr með föður sínum eins og sást í dönsku tímariti. NORDICPHOTOS/GETTY Hugleik HANN SNÝR AFTUR! „Hugleikur er í andlegu ójafnvægi og ég elskaða!“ ST EI N DI JR . FiNNSKi HESTURiNN „Fimm stjörnu Ólafía Hrönn“GB, Mbl Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Fös 10.12. Kl. 20:00 Aukas. Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 100. sýn. Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 15:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fim 30.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 2.12. Kl. 20:00 Fim 3.12. Kl. 20:00 Aukas. U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Leitin að jólunum Ö Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö U Ö U U U U U Ö Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Næst síð. sýn. Sun 5.12. Kl. 20:00 Síðasta sýning Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 11:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 U 8. sýn U Ö U Ö U U U Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U U U U U U U U U U U U U U U U Ö Ö FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. VÉLIN UMRÆDDA Gunnar Hansson í hlutverki Frímanns Gunnarssonar ásamt Frank Hvam. Á milli þeirra er vélin umrædda sem er nú á Jolene í Kaupmannahöfn. Ragnar Hans- son, hugmyndasmiður vélarinnar, fagnar því að framtíðarheimili hafi verið fundið fyrir hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.