Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 70
50 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Hann var með vélina
á skrifstofunni sinni.
Svo varð umboðskona hans
ólétt og vélin fór í taugarnar
á henni.
DÓRA TAKEFUSA
EIGANDI JOLENE
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Það eru auðvitað mörg lög sem
koma til greina en fyrsta lagið
sem mér dettur í hug er lagið
New Shoes með Paolo Nutini.
Ég kemst einhvern veginn alltaf
í gott skap þegar ég heyri það.“
Kristján Sturla Bjarnason, hljómborðsleik-
ari í Jóni Jónssyni.
„Þessi listi er okkur mjög mikil-
vægur og það er mjög slæmt þegar
vantraust myndast á hann,“ segir
Pétur Már Ólafsson, útgefandi
hjá Veröld. Eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær var hætt við að
birta metsölulista bókaverslana
sem Rannsóknarsetur verslunar-
innar tekur saman. Ástæðan var
sú að þau þrjú hundruð eintök af
ævisögu Jónínu Ben sem Office
1 keypti og seldi í sínum verslun-
um í síðustu viku voru einnig inni
í sölutölum N1.
Kristján Kristjánsson hjá bóka-
forlaginu Uppheimum var ekki
hrifinn af áðurnefndum viðskipta-
gjörningi Office 1. „Það eru sér-
kennilegir viðskiptahættir að
kaupa bók á fjögur þúsund krón-
ur og selja á tvö þúsund.“ Kristj-
án segist líka vera undrandi á því
að allir dreifingaraðilar sitji ekki
við sama borð. „Forlögin geta selt
töluvert magn af hverri bók í sinni
verslun. Þær tölur eru hins vegar
ekki hafðar með inni í þessum
lista.“
Egill Örn Jóhannsson, varafor-
maður Félags bókaútgefenda og
framkvæmdastjóri Forlagsins,
rifjar upp að fyrir fimm árum hafi
staðið mikill styr um sambæri-
legan lista þegar matreiðslubæk-
ur Hagkaups plöntuðu sér í fimm
efstu sætin. Þær voru þá eingöngu
til sölu í þeim verslunum. Í kjöl-
farið var sett sú regla að listinn
tæki eingöngu til þeirra bóka sem
stæðu öðrum endursöluaðilum til
boða. Egill er sjálfur ekki hrif-
inn af slíkum reglugerðum en vill
að menn umgangist sölutölurnar
og listann af virðingu, hann sé
mikilvægt kynningar- og auglýs-
ingatæki. „Listinn á að gefa sem
bestu mynd af bóksölu á landinu
og menn mega ekki misnota það
tæki.“ - fgg
Urgur í bókaútgefendum
VILL N1 INNI Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins, vill halda N1
inni á metsölulista bókaútgefanda; hann
vill bara að menn umgangist listann af
virðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég er búin að stilla vélinni upp á
Jolene. En ég er auðvitað búinn að
skrúfa plexigler fyrir gatið góða
svo að menn séu ekki endilega að
prófa hana,“ segir Dóra Takefusa,
eigandi barsins Jolene í Kaup-
mannahöfn.
Hápunktur sjónvarpsþáttarað-
arinnar Mér er gamanmál, sem
var sýnd í haust, var tvímæla-
laust þegar danski grínistinn
Frank Hvam leiddi þáttastjórn-
andann Frímann Gunnarsson út í
skúr þar sem hann geymdi heima-
smíðaða tottvél; Frank Hvams
Blow Job maskine. Vélin var að
sjálfsögðu hluti af gríni þáttarins
og Hvam fékk að eiga hana þegar
tökum lauk.
„Hann var með vélina á skrif-
stofunni sinni. Svo varð umboðs-
kona hans ólétt og vélin fór í taug-
arnar á henni, þannig að hann
hringdi í mig og spurði hvort ég
vildi fá hana niður á Jolene,“ segir
Dóra. Hún játar að vélin hafi vakið
mikla athygli á Jolene. „Auðvitað.
Það er ekki svona vél á hverjum
bar. En svo það sé alveg á hreinu,
þá virkar vélin að sjálfsögðu ekki.
Hún var bara gerð fyrir þáttinn.“
Ragnar Hansson, leikstjóri Mér
er gamanmál og bróðir Gunnars
Hanssonar, sem leikur Frímann
Gunnarsson, er hugmyndasmið-
ur vélarinnar. Hugmyndina fékk
hann fyrir mörgum árum, en hann
vissi ekki hvað hann ætti að gera
við hana. „Ég hafði gengið með
þessa hugmynd í maganum mjög
lengi og sá fyrir mér að vélin yrði
arfleifð mín,“ segir Ragnar. „Ég
vildi að það væri tottvél á hverju
götuhorni, eða allavega inni á
klósettum á skemmtistöðum. Ég
sá að það myndi draga úr ofbeldi
og ótímabærum barneignum.“
Ragnar fagnar því að vélin sé
komin á framtíðarheimili í Dan-
mörku, en hún var smíðuð þar
af danska listamanninum Lauge
Falkentorp. Ragnar er þakklátur
Hvam fyrir að koma hugmynd-
inni á framfæri, enda fór hún ekki
á flug fyrr en hann setti nafn sitt
við hana. „Eins og með George
Foreman-grillið. Hann fann það
ekki upp, en strax og hann setti
nafnið sitt á það fór það á flug,“
segir Ragnar. „Í raun má segja að
hugmyndin sé komin hringinn því
vélin er komin á skemmtistað.“
Þáttaröðin Mér er gamanmál
kom út á DVD í gær og Ragnar
lofar því að aukaefnið sýni áður
óþekkta virkni vélarinnar.
atlifannar@frettabladid.is
RAGNAR HANSSON: SÁ FYRIR MÉR AÐ VÉLIN YRÐI ARFLEIFÐ MÍN
Lostavél Franks Hvam fær
framtíðarheimili á Jolene
Sonur Friðriks Danaprins og Mary
Donaldson, Kristján, var kirfilega
merktur íslenska útivistarmerk-
inu 66 gráðum norður þegar hann
fór í göngutúr með föður sínum um
hinn fallega hallargarð Fredens-
borgar. Kristján var klæddur í fal-
legan grænan vindjakka og buxur
í stíl. Þeir feðgar voru myndaðir af
ljósmyndara glanstímaritsins Kig
Ind og flennistór mynd af þeim
birt á áberandi stað í blaðinu. Frið-
rik segir við blaðið að honum sé
umhugað að bæði börnin sín læri að
umgangast náttúruna af virðingu.
Kristján er ekki sá fyrsti af
háaðlinum norræna sem er mynd-
aður í íslenskum útivistarfatnaði.
Mette Marit, norska krónprins-
essan, hefur til að mynda allt-
af haft mikið dálæti á Cintamani
og klæðst fötum frá merkinu og
sama má reyndar segja
um móður Kristjáns,
Mary Donaldson, sem
hefur verið mynduð í
fötum frá Cintamani.
Hins vegar hafa 66°N átt
frekar upp á pallborð-
ið hjá kvikmyndastjörn-
um og hafa leikstjórar
á borð við Quentin Tar-
antino notfært sér hlýj-
an klæðnaðinn og einnig
leikarinn Jake Gyllenhaal. Það er
kannski ekki skrítið því Gyllenhaal
lék stórt hlutverk í kvikmyndinni
Brothers sem eigandi 66°N, Sigur-
jón Sighvatsson, framleiddi. - fgg
Danskur prins í íslenskum fötum
KIRFILEGA MERKTUR
Danski prinsinn Kristján
ásamt foreldrum sínum,
Mary Donaldson og Frið-
riki, þegar Viktoria Svía-
prinsessa gifti sig. Kristján
var kirfilega merktur 66°N
þegar hann fór í göngutúr
með föður sínum eins og
sást í dönsku tímariti.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hugleik
HANN SNÝR
AFTUR!
„Hugleikur er í
andlegu ójafnvægi
og ég elskaða!“
ST EI N DI JR .
FiNNSKi
HESTURiNN
„Fimm stjörnu
Ólafía Hrönn“GB, Mbl
Fös 26.11. Kl. 20:00
Lau 27.11. Kl. 20:00
Fös 3.12. Kl. 20:00
Lau 4.12. Kl. 20:00
Fös 10.12. Kl. 20:00 Aukas.
Lau 27.11. Kl. 13:00
Lau 27.11. Kl. 15:00
Sun 28.11. Kl. 13:00
Sun 28.11. Kl. 15:00 100. sýn.
Sun 5.12. Kl. 13:00
Sun 5.12. Kl. 15:00
Mið 29.12. Kl. 16:00 br. sýn.t.
Fim 30.12. Kl. 16:00 br. sýn.t.
Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 2.12. Kl. 20:00 Fim 3.12. Kl. 20:00 Aukas.
U
U
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Fíasól (Kúlan)
Hænuungarnir (Kassinn)
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Gerpla (Stóra sviðið)
Leitin að jólunum
Ö
Ö Ö
Ö
U
Lér konungur (Stóra sviðið)
Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums.
Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn
Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn
Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn
Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn
Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn
Fös 21.1. Kl. 20:00
U
Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
U
U
U
U
U
Ö
Lau 27.11. Kl. 20:00
Sun 28.11. Kl. 20:00
Lau 4.12. Kl. 20:00 Næst síð. sýn.
Sun 5.12. Kl. 20:00 Síðasta sýning
Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas.
Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas.
Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas.
Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas.
Fim 30.12. Kl. 19:00
Fös 7.1. Kl. 19:00
Lau 15.1. Kl. 19:00
Sun 16.1. Kl. 19:00
Lau 22.1. Kl. 19:00
Sun 23.1. Kl. 19:00
Lau 27.11. Kl. 13:00
Lau 27.11. Kl. 14:30
Sun 28.11. Kl. 11:00
Sun 28.11. Kl. 13:00
Sun 28.11. Kl. 14:30
Lau 4.12. Kl. 11:00
Lau 4.12. Kl. 13:00
Lau 4.12. Kl. 14:30
Sun 5.12. Kl. 11:00
Sun 5.12. Kl. 13:00
Sun 5.12. Kl. 14:30
Lau 11.12. Kl. 11:00
Lau 11.12. Kl. 13:00
Lau 11.12. Kl. 14:30
Sun 12.12. Kl. 11:00
Sun 12.12. Kl. 13:00
Sun 12.12. Kl. 14:30
Lau 18.12. Kl. 11:00
Lau 18.12. Kl. 13:00
Lau 18.12. Kl. 14:30
Sun 19.12. Kl. 11:00
Sun 19.12. Kl. 13:00
Sun 19.12. Kl. 14:30
U
8. sýn
U
Ö
U
Ö
U
U
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
Ö
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
U
Ö
Ö
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem
setja „like“ við Vísi á Facebook geta
unnið óvænta vinninga í hverri viku.
VÉLIN UMRÆDDA
Gunnar Hansson í hlutverki
Frímanns Gunnarssonar ásamt
Frank Hvam. Á milli þeirra er vélin
umrædda sem er nú á Jolene í
Kaupmannahöfn. Ragnar Hans-
son, hugmyndasmiður vélarinnar,
fagnar því að framtíðarheimili hafi
verið fundið fyrir hana.