Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 10
 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í fasteignafélaginu Reginn A3 ehf. Félagið á 7 fasteignir sem eru að meginhluta leigðar undir smásölurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með 24 leigusamninga við 19 leigutaka. Heildarfjöldi útleigðra fermetra er um 7.800. Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 350 milljónir króna. Unnt er að nálgast allar frekari upplýsingar um söluferlið, félagið og önnur gögn, þar með talið trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað fyrir fjárfesta, á vefsíðu Landsbankans, landsbankinn.is, frá klukkan 15.00 þann 23. nóvember 2010. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum rennur út klukkan 16.00 mánudaginn 20. desember 2010. Reginn ehf. er sértækt dótturfyrirtæki Landsbankans sem fer með eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem líklegt er að bankinn eigi um einhvern tíma. Stofnun Regins og starfsemi félagsins er einn þáttur í þeim víðtæku ráðstöfunum sem Landsbankinn beitir við fjárhagslega endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. ENN E M M / S ÍA / N M 4 4 4 5 8 N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Fasteignafélagið Reginn A3 ehf. til sölu Á aðventunni hefst jólafasta, fjórða sunnudag fyrir jóladag. Forðum fastaði fólk síðustu vikurnar fyrir jól og forðaðist kjöt. Þegar aðventan hefst er kveikt á fyrsta kerti aðventukransins, spádóma- kertinu. Það kerti vísar í spádóma gamla testamentisins um komu frelsarans. Næsta sunnudag er kveikt á Betlehemskertinu, svo hirðakertinu og síðast englakertinu. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Framundan er jólaundirbúningurinn. Smákökubakstur, jólaseríur, jólaföndur, jóla- hlaðborð og jólagjafaundirbúningur. Búðu þig undir jólahátíðina. Hafðu heitt BKI kaffi á könnunni með smákökunum. Njóttu undirbúningsins með góðu BKI kaffi. Aðventan hefst á morgun Fagnaðu aðventunni með BKI kaffi Aðventan hefst á morgun Kauptu BKI fyrir aðventuna Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott kaff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast ORKUMÁL Að þjóðin eigi náttúru- auðlindir landsins er yfirmarkmið heildstæðrar stefnu stjórnvalda í orku- og auðlindamálum sem unnið er að. Þetta kom fram í máli Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra á málþingi um eignarhald orkufyrirtækja í gær. „Varanleg eign þjóðarinnar á auðlindum landsins felur í sér að farið sé af ábyrgð með þær. Þær séu ekki nýttar af skammsýni heldur skili líka afrakstri til kom- andi kynslóða og að auðlindarent- an skili sér til þjóðarinnar,“ sagði Steingrímur en stýrihópur á vegum iðnaðar- ráðuneytisins hefur unnið að orkustefnu frá því í ágúst á síð- asta ári. Steingrímur ræddi einnig eiganda- og arð- greiðslustefnu ríkisins gagn- vart orkufyrirtækjunum í eigu þess, en hafin er vinna við slíka stefnu í fjármálaráðuneytinu. „Við viljum leggja það niður til framtíðar hvernig við ætlum að sækja arðinn af þessum auðlind- um,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Liggja á fyrir hvernig ríkið ætlar að standa að málum sem eig- andi, til hvers það ætlast af fyrir- tækjunum í sinni eigu og hverjar leikreglurnar eru.“ Að lokum sagðist Steingrímur vera þeirrar skoðunar að trygg- asta leiðin til að sjá til þess að þjóðin njóti góðs af arði auðlinda sinna sé opinbert eignarhald. - mþl Stjórnvöld vinna að heildstæðri stefnu í orku- og auðlindamálum: Auðlindarentan renni til þjóðarinnar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FANGELSISMÁL Forstöðumaður Kvíabryggju hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um að hann hafi misnotað aðstöðu sína með því að taka út varn- ing í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um nokkurra mán- aða skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytis ins á aðfinnsl- um sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í fram- haldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Ég heimilaði að forstöðumaðurinn yrði leystur frá störfum og að þessi rannsókn færi fram,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. „Það geri ég að sjálfsögðu af því að ég, sem dómsmálaráðherra, er ábyrgðarmaður fyrir fangelsin, skipa fangelsis- stjóra og þar af leiðandi kemur það í minn hlut að veita honum lausn ef þörf er á. Þetta er gert á grund- velli starfsmannalaga og er eðlilegur farvegur fyrir þetta mál, enda hef ég eftirlitsskyldu með höndum sem dómsmálaráðherra. Ég undirstrika að þetta er í samræmi við óskir forstöðumanns fangelsins á Kvía- bryggju.“ Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. - jss KVÍABRYGGJA Fangelsismálastofnun vakti athygli dómsmála- ráðherra á fjárreiðum og bókhaldi fangelsisins á Kvíabryggju. Bókhald fangelsisins á Kvíabryggju sett í skoðun hjá Ríkisendurskoðun: Grunur um fjárdrátt í fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.