Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 94
62 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR DURAN DURANGEGNWHAM! FRAMHALD AF SÍÐU 60 „Duran Duran var bara svo góð hljómsveit. Þeir voru allir ferlega sætir og flottir og lögin svakalega góð. Og svo voru þeir auðvitað ljósárum á undan öllum öðrum í myndbandagerð, algjörir brautryðjendur þar. Wham! var hins vegar ömurleg. Líklega er rétt að taka fram að George Michael sannaði sig síðar sem frábær tónlistarmaður, en þarna um miðjan níunda áratuginn voru þetta bara sólbrúnir og skoppandi asnar, syngjandi eitthvert glaðlynt, innantómt rusl. Manni fannst Wham-liðið frekar heimskt, ætli það hafi ekki verið hnakkar þess tíma, og dæmigert fyrir þennan háværa minnihluta sem er alltaf með uppsteyt,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, sem hefur verið harður aðdáandi fimmmenninganna frá Birmingham síðan í gagnfræðaskóla og varð því ekki lítið ánægður þegar honum bauðst að taka símaviðtal við söngvarann Simon Le Bon í undanfara þess að sveitin hélt tónleika í Egilshöllinni árið 2005. „Ég á ennþá upptökuna af viðtalinu. Simon byrjaði á að spyrja „Hello, is this Þórarinn Þórarinsson?,“ og ég játti því. Þá sagði hann „What a fantastic name! I‘m just plain old boring Simon LeBon!“ Út frá tilfinningalegu sjónarmiði er þetta líklega hápunktur- inn á mínum blaðamannaferli.“ Þórarinn keypti þýsku tímaritin Bravo og Pop Rocky, sem uppfull voru af fréttum og myndum af Duran Duran, í hverri viku og eyddi ómældum fjárhæðum í Duran-tengdan varning í versluninni Hjá Hirti á Laugaveginum. „Ég man sérstaklega vel eftir því þegar umsjónarmenn vinsældalista Rásar 2 hentu Duran-laginu Save a Prayer út af listanum vegna gruns um að aðdáendur hefðu staðið fyrir kosningasmölun. Þá urðum við mörg alveg brjáluð og hötuðum Ásgeir Tómasson út af lífinu. Svo má ekki gleyma því þegar Duran flutti titillagið í Bond- myndinni A View to a Kill. Þar sameinuðust tvö stór áhugamál mín og á ákveðinn hátt var þetta hápunktur níunda áratugarins að mínu mati. Á þessum tíma var ég í klíku með nokkrum strákum og stelpum, þar á meðal æskuástinni minni sem síðar varð eiginkona mín og enn síðar fyrrverandi eig- inkona. Hún var harður Duran-aðdáandi, en umpólaðist svo og gerðist Whamari, hóf að ganga með Wham!-barmmerki og annað sem á stóð „I hate Duran Duran“. Þetta var rosalega erfitt, í fullri alvöru, en við tókumst á við þetta með því að snúa þessu upp í grín,“ segir Þórarinn. „George Michael var fyrsta ástin mín og í langan tíma gengu dagdraumar mínir út á að hann myndi banka á dyrnar á blokkaríbúðinni sem ég bjó í í Breið- holtinu, í þröngum stuttbuxum, og taka mig með sér,“ segir Ólafía Erla Svans- dóttir bókaútgefandi, sem heyrði fyrst í Wham! sjö ára gömul og gerðist strax mikill aðdáandi, eða allt þar til níundi áratugurinn og flest sem honum fylgdi hætti að vera töff í hennar augum. „Það gerðist reyndar áður en níundi áratug- urinn var liðinn. George Michael var til dæmis kominn í „næntís“-tísku strax árið 1987. Seinna fór ég svo að blása rykið af gömlu plötunum og finnst þær frábærar í dag,“ segir Ólafía. Hún man vel eftir þeim ríg sem ríkti milli aðdáenda Wham! og Duran Duran en segir þá síðarnefndu hafa verið mun fleiri talsins, að minnsta kosti í Breiðholtinu. „Ég hlustaði aldrei á Duran Duran. Mér fannst þeir ekki beint hallærislegir, en þeir voru líklega aðeins of villtir. Ég man til dæmis eftir myndbandinu við lagið Wild Boys, sem mér þótti full ruddalegt. Á sama tíma þótti mjög halló og stelpulegt að halda með Wham!, eins og sagt var í þá daga, og ég man ekki eftir mörgum strákum sem gerðu það. En ég man að á flesta veggi hafði verið tússað „Wham! best“ eða „Duran best“ og þá laumaðist maður stundum til að breyta því í „Duran vest,“ segir Ólafía og skellir upp úr, en hún minnist þess meðal annars að hafa átt fjöldann allan af plakötum og í það minnsta eitt pennaveski sem merkt var dúettinum frá Watford í Englandi. „Eldri systir mín hélt með Wham! til að byrja með en skipti svo yfir í Duran og ég hef aldrei litið hana sömu augum síðan,“ bætir hún við. „Ég held að baráttan á milli Blur og Oasis hafi verið ákveðið millistig í þessum málum. Mig grunar að hér áður fyrr hafi þetta verið meira afgerandi hjá aðdáendum, annaðhvort varstu Stónsari eða Bítill. En eins og ég upplifði þetta sem unglingur var allt í lagi að hlusta á bæði böndin. En núna gæti ég trúað að þetta fyrir- bæri sé nánast liðið undir lok, að fólk skipti sér í hópa eftir uppáhaldshljómsveitunum sínum,“ segir útvarpsmaðurinn Ágúst Bogason. „En í ljósi sögunnar er auðvitað augljóst að Blur var þúsund sinnum betra band,“ bætir hann við. Ágúst gengst fúslega við að hafa orðið eitilharður Blur-maður fljótlega eftir útkomu plötunnar Parklife árið 1994. „Þegar einhver úr fjölskyldunni fór til útlanda kom ekkert annað til greina en að keyptir yrðu handa mér geisladisk- ar, plaköt, dagatöl og hvaðeina með myndum af Blur á. Ég og vinur minn gerðumst líka áskrifendur að enska tónlistarblaðinu Melody Maker til að hafa greiðan aðgang að nýjustu fréttum um hetjurnar okkar. Þegar Damon Albarn fór að venja komur sínar hingað til lands var vinur minn svo lánsamur að hitta hann á röltinu niðri í bæ, labbaði með honum hálfan Laugaveginn og þeir spjölluðu heillengi saman. Svo hittust þeir aftur nokkrum dögum síðar og heilsuðust þá eins og aldagamlir vinir. Ég viðurkenni alveg að þá varð ég örlítið öfundsjúkur,“ segir Ágúst. „Vinkonur okkar héngu líka klukkustundum saman í anddyrinu á Hótel Sögu til að freista þess að hitta goðið, og ein þeirra skrifaði meira að segja langt og ítarlegt ástarbréf til Graham Coxon, gítarleikara Blur, í þeirri von að Damon myndi selflytja það yfir hafið.“ Ágúst rámar í að hafa brugðið í brún þegar platan Parklife með Blur var útnefnd besta plata ársins 1994 á Brit-verðlaunahátíðinni, en þá stakk Damon Albarn upp á því að verðlaununum yrði deilt með Oasis. „Þá hélt ég að þessar hljómsveitir hefðu slíðrað sverðin, en svo las ég skömmu síðar viðtal við Noel Gallagher þar sem hann óskaði þess að Damon myndi smitast af alnæmi og deyja. Þarna sást vel hversu mikil harka var hlaupin í stríðið milli sveitanna og styrkti mig líka í þeirri trú að meðlimir Blur væru mun skynsamari menn en kollegar þeirra að norðan.“ Davíð Magnússon, tónlistarmaður og auglýsinga- framleiðandi, sem nú býr og starfar í Toronto í Kanada, er mikill aðdáandi Manchester-hljóm- sveitarinnar Oasis, sem barðist hatrammlega um vinsældir við kollega sína frá Suður-Englandi í Blur um miðjan tíunda áratuginn. Hámarki náði stríðið milli sveitanna sumarið 1995 þegar gefnar voru út smáskífur með Oasis og Blur á sama deginum, og þurfti Roll with It, smáskífa Oasis, að lúta í lægra haldi fyrir Country House þeirra Blur-liða á breska vinsældalistanum þá vikuna. „Blur vann þá orrustu en Oasis vann stríðið enda valtaði hún yfir Blur í vinsældum síðar meir. Það viðurkennir jafnvel sjálfur Damon Albarn í dag,“ segir Davíð. „Ég hafði verið í danshljómsveitinni Bubble- flies í nokkurn tíma þegar ég heyrði fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe, árið 1994 og fannst rokkið lifna við á ný að ákveðnu leyti með þeirri plötu. Mér fannst Blur reyndar líka ágætis hljóm- sveit, en Damon Albarn fór í taugarnar á mér og ég náði að hefna mín á honum,“ segir Davíð og skellir upp úr. „Þannig var að þegar Damon Albarn kom í fyrsta skipti til Íslands endaði hann í partíi heima hjá mér fyrsta kvöldið. Mig grunar að hann hafi hálfpartinn flúið til Íslands til að losna við allt þetta vesen í kringum stríð Blur og Oasis, en það fyrsta sem hann sá þegar hann gekk inn í íbúðina mína var risastórt plakat af Oasis í stofunni. Það kom smá svipur á hann en hann var ekkert að erfa þetta við mig,“ segir Davíð, sem hefur tvisvar séð Oasis á tónleikum og hlustar enn mikið á plötur sveitarinnar. EITILHARÐUR BLUR-MAÐUR „Í ljósi sögunnar er auðvitað augljóst að Blur var þúsund sinnum betra band,“ segir Ágúst Bogason. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA WHAM Í MINNIHLUTA Þórarinn Þórarinsson blaðamaður lýsir tónlist Wham sem glaðlyndu og innantómu rusli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA WHAM-LIÐIÐ HNAKKAR ÞESS TÍMADREYMDI DAGDRAUMA UM GEORGE BLUR-LIÐAR SKYNSAMARI EN OASIS-MENN HEFNDI MÍN Á DAMON ALBARN Á hápunkti nýrómantíkurinnar í popptónlistinni, um miðjan níunda áratuginn, börðust Wham! og Duran Duran um vinsældir ungmenna víða um Evrópu og var sú rimma afar merkjanleg hér á landi. Segja má að baráttan hafi náð ákveðnu hámarki hér á landi í byrjun árs 1985 þegar einu lagi Duran Duran, sem náð hafði efsta sæti á vinsældalista Rásar 2, var kippt út af list- anum af umsjónarmönnum hans vegna gruns um að staðið hefði verið fyrir kosn- ingasmölun á Duran Duran-hátíð, en marg- ar slíkar voru haldnar á skemmtistaðnum Traffic við Laugaveg. Fluttar voru fréttir af málinu í sjónvarpi og útvarpi og blöðin fylltust af lesendabréfum þar sem aðdá- endur sveitanna lýstu ýmist ánægju eða gremju sinni með gang mála. Þá heyrðust af því sögur að slagsmál brytust reglulega út milli þessara tveggja aðdáendahópa í grunnskólum landsins, en ekki voru fluttar sérstakar fréttir af slíkum atvikum. Simon LeBon, söngvari Duran Duran, grínaðist eitt sinn með það í viðtali að þegar keppnisskúta hans sökk og hann drukknaði næstum því árið 1985 hefði sést til kafbáts merktum Wham! í nágrenninu. Ö fugt við vinsældabaráttu Bítlanna og Rolling Stones og Wham! og Duran Duran tóku sjálfir meðlimir Brit- popp-sveitanna Blur og Oasis virkan þátt í stríði heilögu stríði þeirra um miðjan tíunda ára- tuginn. Móðganirnar flugu manna á milli í viðtölum og var hvergi gefið eftir, enda sveitirnar meðvitaðar um að ágreiningur og umfjöllun selur plötur. Hámarki náði baráttan þegar gefnar voru út smáskífur með Blur og Oasis sama daginn síðsum- ars 1995. Ætlaði þá allt um koll að keyra í fjölmiðlum og aðdáendur rifu plöturnar út úr hillum plötubúða til að freista þess að tryggja „sinni“ hljómsveit brautargengi. Blur reyndist sigursælli í þeirri orrustu, en áhöld eru um hvor sveitanna hafi unnið stríðið. Í breskum fjölmiðlum var vinsælt að líkja rígnum milli Blur og Oasis og aðdáenda þeirra við hefðbundið land- fræðilegt stéttastríð, þar sem Oasis voru fulltrúar verkamannastéttarinnar norðan megin landsins, en Blur talsmenn millistéttarinnar að sunnan. OASISGEGNBLUR FYRSTA ÁSTIN Ólafíu Erlu Svansdóttur þóttu meðlimir Duran Duran helst til villtir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORÐANMAÐUR „Oasis vann stríðið, enda valtaði hljómsveitin yfir Blur í vinsældum,“ segir Davíð Magnússon tónlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.