Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 8
8 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR 1. Hvaða ráðherra hefur tekið fæðingarorlof? 2. Hvaða lið er á toppi N1- deildar karla í handbolta? 3. Hver er vinsælasti sjónvarps- þáttur þjóðarinnar? SVÖR1. Árni Mathiesen. 2. Akureyri. 3. Útsvar. TILBOÐ MÁNAÐARINS HJARTAMAGNÝL 689 KR. ...af því að hann er traustur, heiðarlegur og vandaður maður." Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. rektor ...vegna þess að hann er rökfastur og hugmyndaríkur.“ Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari „Ég styð Þorkel Helgason ... www.thorkellhelgason.is 1. val 2. val 2 8 5 3 EVRÓPUMÁL Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórn- sýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursfram- kvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofn- un. Hann hefur starfað að stækk- unarmálum sambandsins um ára- bil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsókn- arríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðild- ar verði hægt að framfylgja sam- eiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslend- ingar njóti trúverðugleika í þess- um efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé mis- skilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauð- synlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbún- aðarstefnunni eða fiskveiðistefn- unni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildar- ferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þenn- an vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórn- irnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljót- lega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar banka- manna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild Heiðursframkvæmdastjóri ESB segir það á misskiln- ingi byggt að ríki þurfi að breyta stjórnsýslu sinni áður en gengið er í ESB. Bretar og Hollendingar vilji losna við Icesave-málið sem fyrst. GRAHAM AVERY Telur að nýju ríkisstjórnirnar í Hollandi og Bretlandi vilji ljúka við Icesave-málið sem fyrst til að „kasta ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna“ milli Íslands og ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Karlmanni á fimm- tugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn að minnsta kosti tveimur einstaklingum, þegar þeir voru börn, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í fyrradag. Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu hafði krafist fram- lengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum á grundvelli almanna- hagsmuna. Dómari varð ekki við því og var maðurinn látinn laus. Úrskurðurinn var ekki kærður til Hæstaréttar. Maðurinn sem um ræðir er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn um miðjan mánuðinn og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tæplega tvítugur piltur varð fyrstur til að kæra manninn, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, og síðan kom önnur kæra frá stúlku um tvítugt í kjölfarið. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. Meðal annars eru til rannsóknar tölvugögn sem hald var lagt á heima hjá manninum í húsleit. Grunur leikur á að mis- notkunin hafi staðið um nokkurt skeið. Rannsókn lögreglu beinist jafn- framt að því hvort um fleiri börn sé að ræða. - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Hafnaði kröfu um framlengingu á gæsluvarð- haldi. Grunuðum brotamanni sleppt úr gæsluvarðhaldi: Karl og kona hafa kært kynferðisbrot LANDSDÓMUR Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, furðar sig á að breytingar á lögum um landsdóm séu byggðar á tillög- um forseta dómsins til dóms- og mannréttindaráðherra. Telur hann afskipti dómsforsetans óeðlileg eftir að mál hefur verið höfðað á grundvelli laga um dóminn. Lýsti hann þeirri skoðun sinni í bréfi til Ingibjargar Benediktsdótt- ur, forseta landsdóms, í vikunni og óskaði jafnframt gagna um málið.Í bréfinu mótmælir Geir því að dóms- forsetinn hafi leitað umsagnar sak- sóknara Alþing- is um kröfu sína um skipun verj- a nda . Hefur honum enn ekki verið skipaður verjandi þó að tæpir tveir mán- uðir séu síðan honum var til- kynnt um máls- höfðun fyrir landsdómi. Geir er einnig ósáttur við að Ögmundur Jónasson, dómsmála- ráðherra hafi leitað umsagnar saksóknara Alþingis um „einhver atriði“ frumvarpsins til lagabreyt- inganna. Ritaði hann í gær ráðherra og saksóknara bréf og óskaði upplýs- inga um aðkomu hins síðarnefnda að málinu. Krefst hann þess jafn- framt að fá afrit af öllum gögnum málsins. Geir höfðu síðdegis í gær engin svör borist. Í frumvarpinu er fjallað um skipunartíma dómara, hæfisskil- yrði, meðferð tiltekinna vafaatriða, hljóðritun og ákvörðun um kjör dómara. - bþs Geir H. Haarde lýsir furðu á vinnubrögðum við landsdómsmálið og krefst gagna: Óeðlileg afskipti dómsforseta GEIR H HAARDE SJÁVARÚTVEGUR Síldveiðum HB Granda er lokið á þessu ári en Lundey NS landaði síðasta farmi vertíðarinnar, um 800 tonnum, á Vopnafirði. Að sögn Magnúsar Róbertssonar, vinnslustjóra á Vopnafirði, máttu skip félagsins veiða um 4.800 tonn af íslenskri sumargotssíld á vertíðinni. Eftir- töðvar kvótans séu nú um 300 tonn sem færð verða á næsta ár. Nú þegar síldveiðum er lokið horfa menn til loðnuveiða en enn er óvíst hvenær skip HB Granda fara til loðnuleitar. - shá HB Grandi skiptir um kúrs: Síldin búin og horft til loðnu DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur mild- að refsingu yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir að stinga mann í síðuna með hníf árið 2008. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa haft fíkniefni undir höndum. Héraðsdómur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til sjö mánaða, fyrir brotið. Hæstiréttur mildaði dóminn niður í þrjá mánuði, skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn kvaðst fyrir dómi hafa verið að verjast árás fjögurra manna. Hann sagðist að lokum hafa stungið einn þeirra í sjálfsvörn. - jss Hæstiréttur mildaði dóm: Stakk manninn í nauðvörn VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.