Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 44
44 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR N æstkomandi mánu- dag, 29. nóvember, fæst úr því skorið hvaða bíll verður fyrir valinu sem bíll ársins 2011. Dómnefnd helstu fagtímarita bíla- iðnaðarins stendur fyrir valinu. Athygli vekur að meðal þeirra sjö bíla sem eru í úrslitum er jeppling- ur frá rúmenska bílaframleiðandan- um Dacia. Fyrirtækið hefur starfað allt frá árinu 1968, en hefur fram til þessa kannski ekki verið talið í hópi virtustu bílaframleiðenda. Á götum Rúmeníu, sem er eitt fátækasta land Evrópu, sjást hins vegar varla aðrir bílar en Dacia, enda gjaldeyrir lengst af af skorn- um skammti í þessu fyrrverandi austantjaldslandi. Bílaframleiðand- inn var settur á stofn með aðstoð frá franska bílaframleiðandanum Renault í árdögum ógnarstjórnar Ceausescu. Fyrstu bílarnir voru samsettir úr bílhlutum Renault, en fyrsti „rúmenski“ bíllinn frá grunni leit dagsins ljós árið 1969 og nefndist Dacia 1300. Eftir það hélst hönnun bíla Dacia að mestu óbreytt í rúm þrjátíu ár og lifði þar með bæði Ceausescu-stjórnina og fall járntjaldsins. Raunar er það svo að Dacian leikur sitt hlutverk í frásögnum af falli Ceausescus, en sagan segir að þegar Nikolae Ceausescu og kona hans gerðu bíl upptækan á flótta sínum í desember 1989 hafi eig- andi hans gert bílnum upp bilun og þannig truflað flóttann. Skömmu síðar var einræðisherrann hand- samaður og þau hjón líflátin. Rúmenar eru afar stoltir af Dacia- bílum sínum, en þeir eru jafnframt ein helsta útflutningsafurð landsins. Í seinni tíð hefur framleiðslan sótt í sig veðrið og má rekja þau tíma- mót til þess að Renault keypti fyrir- tækið árið 1999 og jók starfsemina til muna. Bílarnir eru hræódýrir í samanburði við aðra evrópska bíla og hefur tegundin því breiðst ört út til annarra landa, svo sem Þýska- lands, Frakklands og Ítalíu. Í fyrra seldi Dacia yfir 200 þús- und bíla í vesturhluta Evrópu og jók sölu sína á heimsvísu um fimmt- ung frá fyrra ári. Þá kemur fram í tölum samtaka evrópskra bílafram- leiðenda að í september á þessu ári hafi sala bíla í Evrópusamband- inu aukist mest hjá Mitsubishi og Dacia. Þannig hafi söluaukning milli ára numið 12,1 prósenti hjá Dacia í september, en þá seldust 15.466 nýir bílar fyrirtækisins í löndum Evrópusambandsins. Þá er Dacia Duster jepplingurinn, sem nú er í forvali fyrir bíl ársins í Evrópu, einhver vinsælasti bíll fyrirtækis- ins frá upphafi. Mikið fæst fyrir eyrinn í kaup- um á Dacia Duster jepplingi sam- kvæmt því sem evrópsk bílablöð halda fram, en hann er sagður ódýr- asti jepplingurinn á evrópska mark- aðnum. Bíllinn er fáanlegur með 105 hestafla 1,6 lítra bensínvél og tveimur útfærslum á 1,5 lítra dísil- vél, 85 og 109 hestöfl. Svo er bara að bíða og sjá hvort eitthvert bílaumboðanna hér á landi sér hag sinn í að flytja inn Dacia- bíla, en hingað til hefur ekki orðið af því þótt einhverjar viðræður hafi átt sér stað árið 2005 milli Bifreiða og landbúnaðarvéla og Dacia. Í öllu falli ætti sá áhugi að vaxa fari svo að ódýrasti jepplingur Evrópu fái þá upphefð að vera valinn bíll árs- ins. Í fyrra var Volkswagen Polo val- inn bíll ársins í Evrópu 2010. Valið á bíl ársins í Evrópu 2011 hefur hins vegar staðið lungann úr árinu. Í dómnefnd eiga 58 manns sæti og stóð valið upphaflega á milli 41 bíl- tegundar hvaðanæva úr bílamark- aðnum. Nú standa eftir sjö bílar í úrslitum, en til að einn standi uppi verður hver dómnefndarmaður að útdeila 25 stigum á að minnsta kosti fimm bíla af þeim sem í úrslitum eru. Ekki má gefa neinum einum bíl meira en tíu stig, auk þess sem umsögn þarf að fylgja, að því er fram kemur á sérvef tímaritanna sem að valinu standa. ENDIST VEL Dacia 1300 fólksbíll á fullri ferð í Búkarest í fyrrahaust. Dacia- bílar eru algengasta bílategundin í Rúmeníu, stolt þjóðarinnar og helsta útflutningsafurð hennar. NORDICPHOTOS/AFP Á AFMÆLISHÁTÍÐ Francois Fourmont, forstjóri Dacia í Rúmeníu, heldur tölu á hátíð sem haldin var í fyrrasumar í tilefni af því að tíu ár voru frá því að franski bílaframleiðandinn Renault keypti fyrir- tækið. NORDICPHOTOS/AFP REYNSLUAKSTUR Í RÚMENÍU Dacia hefur lagt mikið í kynningu á Duster-bílnum og farið með hann víða um heim. Hér að ofan má hins vegar sjá reynsluakstur á sólbaðsströndinni Mamaia við Svartahaf, en það er einn vinsælasti sumardvalarstaður Rúmeníu. MYND/DACIA GROUP Með seiglunni hefst það Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia á fulltrúa í úrslitum um val á Bíl ársins í Evrópu 2011. Að valinu standa evrópsk bílatímarit. Dacia-bílar voru sjaldséðir utan Rúmeníu þar til fyrir áratug eða svo, en framleiðsla á þeim hófst við upphaf einræðisherratíðar Ceausescus. Í tilefni af nýfenginni upphefð bílanna kynnti Óli Kristján Ármannsson sér sögu fyrirtækisins og valið á bíl ársins. Tímabil Gerð 1968–1972 Dacia 1100 Dacia 1200 1969–1979 Dacia 1300 1979–2004 Dacia 1310 1970–1974 Dacia 1301 1973–1982 Dacia 1302 pick-up 1979–2006 Dacia 1304 pick-up 1985–2006 Dacia 1305 vörubíll 1992–2006 Dacia 1307 double cab 1992–1999 Dacia 1307 king cab 1992–1997 Dacia 1309 pick-up 1983–1992 Dacia Sport 1310 Dacia 1410 (byggður á 1310) Dacia 2000 1974–1976 Dacia D6 1983–2003 Dacia Duster/ARO 10 1985–1989 Dacia 500 (Lastun) Dacia Pick-Up 1985–1989 Dacia 1320 hallbakur 1990–1996 Dacia Liberta hallbakur 1994–1999 Dacia Nova 2000–2002 Dacia SuperNova 2003–2005 Dacia Solenza 2004– Dacia Logan 2006– Dacia Logan MCV Dacia Logan VAN Dacia Logan pick-up 2008– Dacia Sandero 2010– Dacia Duster GERÐIR DACIA-BÍLA FRÁ UPPHAFI Bílar eru bornir saman á ýmsum vettvangi, en valið Bíll ársins í Evrópu er með því virtara sem á sér stað. Sjö bílablöð frá jafn- mörgum löndum taka sig saman um að standa að valinu og tilnefna bíl ársins eftir strangt útilokunarferli. Í ár verður upplýst um sigur- vegarann næstkomandi mánudag, en valið stendur um eftirtalda sjö bíla: Alfa Romeo Giulietta Citroën C3/DS3 Dacia Duster Ford C-Max/Grand C-Max Nissan Leaf Opel Meriva Volvo S60/V60 DACIA-BÍLARNIR Svona hefur vörulína Dacia litið út síðustu ár, Dacia Logan fólksbíll, Dacia Logan MCV fjölnotabíll, Dacia Logan flutninga- bíll, Dacia Logan pallbíll og Dacia Sandero fólksbíllinn. MYND/DACIA GROUP DACIA 1300 Rúmum tveimur áratugum eftir fall Berlínarmúrsins eru afurðir frá valdatímum kommúnista sagðar vekja nostalgískar tilfinn- ingar í þeim eldri og forvitni hjá yngra fólki. NORDICPHOTOS/AFP VAKTASKIPTI Rúmenskt verkafólk yfirgefur verksmiðju Dacia í borginni Mioven, vestur af Búkarest. NORDICPHOTOS/AFP ÚRSLITIN Í VALINU Á BÍL ÁRSINS Í EVRÓPU DACIA 1100 Fyrsti Dacia-bíllinn var samsettur úr hlutum frá Renault í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.