Fréttablaðið - 27.11.2010, Side 12

Fréttablaðið - 27.11.2010, Side 12
12 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Hópur þingmanna hefur lagt fram tillögu um málshöfðun gegn fyrr-verandi forsætisráð- herra Breta vegna aðgerða hans gegn Landsbankanum haustið 2008. Meirihluti flutningsmanna greiddi fyrir tveimur mánuðum atkvæði með ákæru á hendur fyrr- verandi forsætisráðherra Íslands fyrir að hafa ekki gripið til ráð- stafana gegn Landsbankanum á því sama ári. Ætla mætti að þetta væri dæmi um tvöfalt siðgæði. Trúlega lýsir þetta fremur dómgreindarleysi. Dómsmálaráðherra mælti í vikunni fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um lands- dóm. Með því er ríkisstjórn- in og stuðnings- flokkar hennar að ganga gegn þeirri grund- vallarhugmynd að leikreglum er ekki breytt eftir á þegar mála- rekstur er haf- inn. Einu gildir þótt þar sé um réttarfarsatriði að ræða, sem ekki eru öll stórvægi- leg. Landsdómsmálið sætti gagn- rýni af tveimur ástæðum. Önnur var efnisleg og snerist um að lýð- ræðinu væri ógnað ef ráðherrar sættu refsiábyrgð auk pólitískrar ábyrgðar vegna skoðana sinna og mats á aðstæðum. Hin var formleg og laut að því að réttarfarsreglur landsdóms samrýmast ekki þeim réttindum sem almennir borgarar njóta nú bæði varðandi rannsókn og ákæru. Þegar á það var bent að ófært væri að beita lögunum af þess- um ástæðum svaraði meirihlutinn sem að ákærunum stóð með þeim rökum að lögin stæðu svona í laga- safninu. Fullyrt var að unnt væri að nota lagabókstafinn óbreyttan og það ætti að gera. Í aðdraganda málsins var nægur tími til breyt- inga en meirihlutinn vildi ekki nýta hann í því skyni. Leikreglum breytt eftir á Með öðrum orðum var loku fyrir það skotið að þeir sem hugsanlega yrðu ákærðir fengju að njóta sömu réttinda varðandi máls- meðferð og almennir borgarar. Á löngum lista er þar veigamestur rétturinn til þess að mál manna séu skoðuð og ákvörðuð af sjálf- stæðum óháðum saksóknara. Nú gerist það að forseti lands- dóms í samstarfi við saksóknara meirihluta Alþingis gerir tillögur til ríkisstjórnarmeirihlutans um að koma fram breytingum á nokkrum réttarfarsatriðum sem auðvelda eiga rekstur málsins að þeirra mati. Breytingartillögurnar eru þannig samstarfsverkefni ríkisstjórnar, saksóknara og dómsforseta. Hafa þarf í huga í þessu sam- bandi að formaður þingnefndarinn- ar sem undirbjó ákærutillögurnar staðhæfði fyrir atkvæðagreiðslu að þær byggðust á ákvæði í stjórnar- sáttmálanum og stjórnarþingmönn- um væri skylt að kjósa eftir því. Samstarf dómsins og ríkisstjórn- arinnar þarf að meta í þessu ljósi. Hér hefur reytum verið bland- að saman umfram það sem sam- ræmist aðgreiningu valdsins og hollt er fyrir réttaröryggið. Ríkis- stjórnin var ófús að hlusta á gagn- rýni á réttarfarságalla laganna þegar þeim var lýst fyrirfram af þeim sem tóku til varnar fyrir þá sem til stóð að ákæra. Hún er hins vegar óðfús til breytinga um leið og saksóknari meirihluta Alþing- is á aðild að einhliða tillögugerð þar um tveimur mánuðum eftir samþykkt ákæru. Engar af tillögunum miða sér- staklega að því að bæta réttar- stöðu ákærða þó að úreltar máls- meðferðarreglurnar halli fyrst og fremst á hann. Það er einfaldlega fallist á tillögur sem saksóknari stendur að án tillits til hagsmuna varnaraðila. Saksóknari tekinn fram yfir verjanda Ekki er unnt að útiloka að réttarfarságallar lag-anna kunni að koma varnaraðilanum að ein- hverju leyti til góða. Sé svo á hann að njóta þeirra ágalla á sama hátt og hann þarf að þola alla hina sem eru andstæðir nútíma mannréttindakröfum. Fyrst ákveðið var að gera tilraun til að hreyfa við reglunum eftir að Alþingi samþykkti ákæru var eini kosturinn sá að leita álits bæði hjá saksóknara og verjanda. Að því búnu hefði að réttu lagi átt að beina erindinu til forseta Alþingis en fráleitt til ráðherra. Forseti Alþingis hefði síðan getað kannað hvort samstaða væri að svo vöxnu máli um að breyta reglunum eftir á. Slík nálgun hefði verið forsenda þess að til álita kæmi að Alþingi breytti lögunum á þessu stigi. Dráttur á skipan verjanda í málinu hefur einnig vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að um er að ræða ótvíræðan lögbundinn rétt. Enn meira undrunarefni er að leitað var umsagnar saksóknara hvort skipa ætti ákærða verjanda án tafar og hver það skyldi vera. Engum sem til þekkir kemur til hugar að forseti landsdóms hafi af ásetningi haldið með vilhöll- um hætti á málinu. Meðan annað kemur ekki í ljós verður að líta svo á að sá meirihluti sem stóð að ákærunni á Alþingi hafi komið landsdómi og forseta hans í þessa aðstöðu sem erfitt er að skýra og vonlaust að verja. Eina leiðin til að losa dóminn úr þeirri klípu er að vísa frumvarpinu frá þegar í stað. Frávísun er eina leiðin K ristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær að Árni Páll Árna- son, viðskipta- og efnahagsmálaráðherra, sem sagði fyrr í vikunni að hann vildi breyta landinu í eitt kjördæmi, ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evr- ópu af hverju þeir styddu kjördæmafyrirkomulag með mismikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. „Hann mun fá þau svör að þetta sé skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því?“ spyr Kristinn. Þingmaðurinn fyrrverandi getur vissulega vísað til dæma frá mörgum vestrænum lýðræð- isríkjum, þar sem vægi atkvæða er mismunandi á milli kjör- dæma. Víðast er það hins vegar ekki jafnhiminhrópandi og hér á landi, þar sem atkvæði Akurnesinga vega til dæmis tvöfalt meira við kosningar til Alþingis en atkvæði Mosfellinga sem búa í 20 kílómetra fjarlægð. Stjórnmálafræðingar hafa leitað, en ekki fundið jafnkerfisbundna mismunun í atkvæðavægi og hér á landi. Þar sem hún er fyrir hendi er hún yfirleitt umdeild og leiða leitað til að ráða bót á misvæginu. Sjaldgæft er að því sé haldið fram að mismununin sé „skynsamlegt fyrirkomulag“. Í mörgum ríkjum eru ákvæði í stjórnarskrá eða lögum um að færa skuli kjördæmamörk til, valdi fólksflutningar því að jafnvægi atkvæða raskist. Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem fylgdist með þingkosningunum hér á landi í fyrra gagnrýndi mis- vægi atkvæða í skýrslu sinni um kosningarnar og benti á að Evr- ópuráðið mæltist til þess að munur á atkvæðavægi milli kjördæma væri ekki meiri en 10-15%. Nefndin sagði að það væri því tímabært að endurskoða reglur um úthlutun þingsæta til að tryggja að farið væri eftir grundvallarreglunni um jafnan kosningarétt. Jafnt vægi atkvæða er flokkað með grundvallarmannréttindum. Enda er það svo að engum dettur lengur í hug að réttlæta mismun- andi atkvæðavægi út frá til dæmis kyni, kynþætti eða efnahags- legri stöðu. Hvað er það þá sem veldur því að klárt fólk eins og Kristinn H. Gunnarsson telur sig geta haldið því fram að mismun- andi atkvæðisréttur eftir búsetu sé „skynsamlegt fyrirkomulag?“ Tækifærið til að hætta þessum mannréttindabrotum gefst núna, þegar þjóðin kýs til stjórnlagaþings. Í raun væri hægt að uppræta atkvæðamisvægið án þess að breyta stjórnarskránni, því að Alþingi getur ákveðið með auknum meirihluta að breyta þingmannafjölda í kjördæmum. En sá aukni meirihluti mun ekki finnast á Alþingi, af þeirri einföldu ástæðu að landsbyggðarkjördæmin þrjú, þar sem 36% landsmanna búa, kusu í síðustu kosningum 46% þing- mannanna. Það er nóg til að standa í vegi fyrir breytingum, sem 54% þingmanna, kosnir af 64% kjósenda, kynnu að vilja koma fram. Þegar af þessari ástæðu hefur stjórnlagaþingið mikilvægu hlutverki að gegna. Ójafn atkvæðisréttur er brot á grundvallarmannréttindum. Tækifærið til að breyta er núna Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Berum virðingu fyrir stjórnarskránni Við verðum að vanda til verka á stjórnlaga- þinginu og ná sátt um stjórnarskrána. Setjum Ingu Lind í eitt af efstu sætunum. 8749www.ingalind.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.