Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 120

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 120
88 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR „Við höfum ekkert breyst. Það hafa bara allir í kringum okkur breyst,“ segir snigillinn Skúli Gautason, en Sniglabandið fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni gefur hljóm- sveitin út þriggja diska afmælis- pakka sem ber einfaldlega nafnið „25“. Afmælispakkinn inniheld- ur tvo hljómdiska og einn mynd- disk. Fyrri hljómdiskurinn skart- ar mörgum af vinsælustu lögum Sniglabandsins en á þeim seinni er að finna lög sem aldrei áður hafa verið gefin út á geisladiski. Á mynddisknum er svo hægt að horfa á tvenna tónleika Sniglabandsins í Borgarleikhúsinu. Skúli segir að Sniglabandið hafi spilað á margvíslegum uppákom- um í gegnum árin, en að þeir tón- leikar sem bandið hefur haldið í leikhúsinu séu í uppáhaldi. „Þessi hljómsveit á það til að fara út í leikræna tilburði svo þegar við spilum í Borgarleikhúsinu þá líður okkur eins og litlum börnum sem komast í dótakassa,“ segir Skúli. Skúli er fljótur að svara þegar hann er spurður út í vinsælasta lag Sniglabandsins. „Ég myndi halda að það væri „Jólahjól“. Við erum beðnir um að spila það allan árs- ins hring.“ Hann segir þá félaga samt ekki vera orðna leiða á lag- inu. „Það er eitthvað við þetta lag. Það virðist vera orðið að sameign þjóðarinnar og það gilda einhver önnur lögmál um svoleiðis lög.“ - ka Fáum ekki leið á Jólahjólinu ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI Strákarnir í Sniglabandinu hafa spilað saman í 25 ár. Þeir gefa út þriggja diska afmælispakka af því tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Erpur Eyvindarson fer öfg- anna á milli í textunum á fyrstu sólóplötu sinni. Segja má að platan skiptist í þrjá hluta: Djamm, pólitík ásamt hluta þar sem við heyrum mýkri hlið á rapparanum sem er aldrei kjaftstopp. „Þegar maður er að fá sér, þarf að tala um það. Þegar maður er í frænkunum, þarf að tala um það. Þegar maður er að mótmæla þarf að tala um það og þegar maður þarf að skrifa eitthvað til að koma hlutunum frá sér á persónulegum nótum, þá gerir maður það,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Erpur sendi nýlega frá sér plöt- una Velkomin til Kópacabana. Plat- an er stór í sníðum, inniheldur 21 lag sem tekur meira en klukkutíma að spila. Erpur byrjaði að vinna að plötunni fyrir tæpum fjórum árum og fer öfganna á milli í textagerð- inni. Hann hefur oft verið gagn- rýndur fyrir grófa texta og í lag- inu 112 stendur hann undir nafni: Blaz Roca er halinn sem börnin þín fíla, því að, ég kenni þeim að ríða, fýra og dett‘íða Fjórfingra þig físa, fyrir kynslóðina mína Ég er Blaz Roca bíaaa, étum krakkana þína „Þetta er rosalega mikið fokk jú- lag,“ útskýrir Erpur. „Eins og hann Dabbi T segir í þessu lagi: „Dabbi T og hinn alræmdi Erpur – ástæð- an fyrir því að barnið þitt drekk- ur.“ Þetta er náttúrulega bull. Krakkar voru að drekka löngu áður en ég byrjaði að rappa. Það er svo mikil einföldun að kenna alltaf tónlistinni um. Þetta snýst svolítið mikið um það.“ Þannig að þetta er hæðni? „Já. Bara pönk – að hræða lið sem er svo hysterískt að það meik- ar ekki sens. Sumir fatta ekki að foreldrar ala upp krakka, ég get ekki alið upp krakka annarra.“ Erpur fer út í persónulega og mjúka sálma í lögunum Fram- haldið, Má ég koma heim? og Má ég koma aftur heim? Sem dæmi um það er hér textabrot úr Má ég koma heim?: Hún er á maraþon túr og rústa heilli íbúð en ég sver upp á þennan púng að ég hef alltaf verið trúr Ég bara hata að vera þekktur Af því ég er Erpur Þá hlýt ég að vera að negla aðrar stelpur Mér finnst ég sjá nýjan Erp þarna. Þetta kom mér svolítið mikið á óvart. „Það finnst mér líka. Uppáhalds- lagið á plötunni minni er Má ég koma heim? og það hafa margir sagt það sama. Þetta er allt nýtt og mun meira fullorðins. Maður verður alltaf að gera eitthvað nýtt, þó ég þurfi líka að skila ákveðnum hlutum til þeirra sem hafa fylgst mest með mér og hafa mest gaman af mér. Það eru hlutir eins og sam- félagsleg ádeila í lögum eins og Stórasta landið, Hleraðu þetta, Landráð og Reykjavík Belfast.“ Erpur útskýrir að það sé miklu persónulegra að gera sólóplötu heldur en þær sem hann hefur gert t.d með hljómsveitinni XXX Rottweiler. „Þegar ég fer með Rottweiler í stúdíó get ég ekki sagt: „Strák- ar, munið þið eftir henni Gunnu? Eigum við ekki að rappa aðeins um hana?“ Þess vegna hef ég ekki gert þetta áður. Í bandi er miklu meiri málamiðlun um þemað. Þetta er lang persónulegasta platan mín og þetta er bara real shit. Beint frá hjartanu? Já. Þetta er það hreinskilnasta sem ég hef gert opinberlega.“ Þannig að þú hefur lent í því sem þú rappar um í þessum texta? „Já, þetta er mjög klassískt, sko. Ógeðslega klassískt hallæri. En það eru kostir og gallar og þetta er einn af göllunum. Það finnst engum að gæjar eins og ég og fleiri getum verið slakir heima á laugar- dagskvöldi að spila í PlayStation. Maður þarf alltaf að vera einhvers staðar að láta sjúga sig.“ Þú ert ekki að gera mikið til að kveða það niður! „Ég er ekkert að stressa mig á því hvað fólk heldur. En ef þetta er að trufla samskipti manns við einhvern sem skiptir máli þá er það fáránlegt. Ég er samt ekki að segja að það sé neitt að því að láta sjúga sig öll laugardagskvöld – ég er bara alltaf ekki að því.“ atlifannar@frettabladid.is MÁ ÉG KOMA HEIM? RISAPLATA Á nýrri plötu Erps er 21 lag og sjálfur segist hann aldrei hafa verið eins hreinskilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Samkvæmt tímaritinu The Insider neyddist Anderson Cooper, fréttahaukurinn hjá CNN, næstum til að hætta í miðju viðtali við söngkonuna Lady Gaga sökum þess að hann var að verða of full- ur. Lady Gaga bauð Coop- er upp á viskí á meðan þau ræddu saman á bar í London en Cooper er hins vegar ekki mikill viskímaður. „Hún náði í drykki handa mér, tvo að mig minnir, og eftir smá stund var ég reiðubúinn að slíta viðtalinu því ég gat ekki spurt fleiri spurninga,“ viðurkennir Cooper. CNN-maðurinn segist hins vegar vera ákaflega þakk- látur fyrir að hafa fengið að eyða tveimur helgum með poppstjörnunni. „Það var virkilega skemmtilegt,“ játar Cooper, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að leiða áhorfendur bandarísku fréttastöðv- arinnar í allan sannleik- ann um hörmungar á ham- farasvæðum. FULLUR Lady Gaga hellti fréttahaukinn Anderson Cooper næstum fullan á bar í Englandi þegar hann tók viðtal við hana. Fullur með Gaga 77.900.000 NIÐURSTÖÐUR BIRTAST ef táningsstjörnunni Justin Bieber er flett upp á Google. Frábær tilboð alla helgina ÍS L E N S K A /S IA .I S /H O L 5 21 41 1 0/ 10 folk@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.