Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 104
 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR72 timamot@frettabladid.is HALLDÓRA BJARNADÓTTIR ritstjóri (1873-1981) andaðist þennan dag. „Ull er þjóðargull.“ 1857 Tvö skip fórust fyrir Vesturlandi með allri áhöfn og farþegum. Póstskipið Sölöven og Drei Annas. 1896 Grímur Thomsen, skáld og alþingismað- ur, lést á Bessastöð- um. 1927 Ferðafélag Íslands var stofnað. 1974 Hryðjuverkalög tóku gildi í Bretlandi. 1980 Utangarðsmenn gáfu út sína fyrstu plötu, Geislavirkir. Vilhjálmur Einarsson stökk 16,26 metra í þrístökki þennan dag árið 1956 og hlaut fyrir það silfurverð- laun á Ólympíuleikum í Melbourne í Ástralíu. Hann var þá tuttugu og tveggja ára og gerði þennan dag bjartan í hugum Íslendinga, mitt í skammdeginu. Að sjálfsögðu var stökkið einnig Íslandsmet svo og Norðurlandamet og mesta íþróttaafrek Íslendings til þess tíma. Vilhjálmur kom sjálfum sér og öðrum á óvart með þessari frábæru frammistöðu. Fyrir Ólympíuleikana hafði hann stokkið lengst 15,82 metra sem reyndar skipaði honum í röð fremstu íþróttamanna heims. Fyrir Ólympíuleikana var hann í Bosön í Svíþjóð í sextán daga við æfingar og lét afar vel af þeirri dvöl. Vilhjálmur tók forystuna í þrístökkskeppninni á leikunum og hélt henni þar til í síðustu umferð að Brasilíumaðurinn Da Silva náði að stökkva tíu sentimetrum lengra. ÞETTA GERÐIST: 27. NÓVEMBER 1956 Stökk til silfurs á Ólympíuleikum „Það verður engin stórveisla,“ tekur Jón Gunnar Ottósson fram þegar hann er spurður hvernig hann ætli að fagna sextugsafmæli sínu sem er í dag. „Ég ætla að halda upp á daginn með konunni minni, börnum, tengda- börnum og barnabörnum. Við ætlum út í hádeginu og fá okkur bröns. Í kvöld förum við svo í Borgarleikhúsið að sjá Fólkið í kjallaranum eftir sögu dóttur minnar, Auðar.“ Jón Gunnar spaugar með að vera alls staðar frá. „Ég er fæddur á Akureyri en alinn upp í Reykjavík frá fjögurra ára aldri og að hluta til í Mývatnssveit þar sem ég var í sveit hjá góðu fólki að Laxárbakka. For- eldrar mínir eru Rannveig Jónsdótt- ir húsfreyja og Ottó Jónsson mennta- skólakennari sem er látinn. Margir þekktu hann sem leiðsögumann því hann var í því starfi í áratugi erlend- is á sumrin. Við bjuggum á nokkrum stöðum í Reykjavík, lengst á Forn- haganum og svo í Hvassaleitinu. Mig rámar samt enn í bernskuna á Akureyri.“ Jón Gunnar er forstjóri Náttúru- fræðistofnunar Íslands og starfaði áður við skógræktina á Mógilsá og í umhverfisráðuneytinu. Hvaðan kemur honum áhuginn á umhverfinu og nátt- úrunni? „Hann er nú í ættinni og svo var ég auðvitað í miklum tengslum við náttúruna í Mývatnssveitinni,“ svar- ar hann en á hann sér eftirlætisstað á landinu fyrir utan þá góðu sveit? „Já, marga. Mér hefur alltaf þótt vænt um Bæjarstaðarskóg. Í gamla daga fór ég þangað einu sinni til tvisvar á ári í tengslum við vinnuna.“ Síðustu sextán ár hefur Jón Gunnar verið fulltrúi Íslands í náttúruvernd- arsamningi Evrópu. Var varaforseti frá 2004-2007 og hefur verið kosinn forseti árlega síðustu þrjú árin. Meðal verkefna hans um þessar mundir er að bera íslensku náttúruverndarlöggjöf- ina saman við löggjöfina í Evrópusam- bandinu og segir talsvert bera á milli. „Evrópusambandslöggjöfin er mun sterkari fyrir náttúruna en okkar,“ upplýsir hann. Talið berst að áhugamálunum. Á Google sést glöggt að Jón Gunnar hefur verið liðtækur skákmaður. Skyldi hann vera það enn? „Ég hef nú dregið úr taflmennsku en eins og aðrir gaml- ir skákmenn hef ég ánægju af að tefla. Geri bara alltof lítið af því. Garðyrkja og smíði eru áhugamál hjá mér og svo hef ég mjög gaman af stangveiði.“ Eiginkona Jóns Gunnars er Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri og í upp- hafi spjalls nefndi hann börn og barna- börn. Í lokin er hann rukkaður um tölu á þeim. „Samanlagt eigum við Mar- grét fimm börn. Ég er faðir þriggja og á tvö stjúpbörn, barnabörnin eru fjög- ur og það fimmta er á leiðinni,“ telur hann upp og bætir við: „Þetta fólk er allt á landinu núna, sem betur fer. Barnabörnin flest í Reykjavík en eitt er á Ísafirði og það er svolítið eins og í útlöndum.“ gun@frettabladid.is JÓN GUNNAR OTTÓSSON, FORSTJÓRI NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR: SEXTUGUR Í TENGSLUM VIÐ NÁTTÚRUNA JÓN GUNNAR Steinar frá víðri veröld eru meðal gripa á vinnustað hans. Hér stillir hann sér upp við ametyst frá Minas Gerais-svæðinu í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Merkisatburðir erf idr yk kjur G R A N D Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk. Sími: 514 8000 www. grand.is erfidrykkjur@grand.is Verið velkomin Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Einar Hafsteinn Guðmundsson skipstjóri sem lést á heimili sínu þ. 21. nóv. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 3. des. kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ása Lúðvíksdóttir Magnús Einarsson Salvör Jóhannesdóttir Sólveig Einarsdóttir Gunnar Már Eðvarðsson Guðrún Einarsdóttir Árni Blandon Einarsson Gísli Hafsteinn Einarsson Kolbrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Aðalbjörnsson andaðist á Líknardeild Landakotsspítala sunnudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Líknardeildar Landakots. Ragnheiður J. Sverrisdóttir Aðalbjörn J. Sverrisson Anna J. Karlsdóttir Ágúst B. Sverrisson Erla Kjartansdóttir Þorbjörg Steinarsdóttir Pétur Ágústsson Heidi Krogholt Normandy del Rosario John Paul del Rosario börn, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Pálsson fv. skipherra, Fornhaga 15, andaðist sunnudaginn 21. nóvember. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 30. nóvember kl. 15. Lilja Jónsdóttir Ásta Garðarsdóttir Sturla Þórðarson Helga Garðarsdóttir Sigurjón Sindrason Lilja, Kjartan og Halldór Sturlubörn Garðar, Sindri og Eva Sigurjónsbörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Anna S. Karlsdóttir frá Siglufirði, Þrastarási 44, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudag- inn 14. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug ættingja og vina og sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans og heimahjúkrunar LSH. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á vina- og líknar- félagið Bergmál sími 587 5566 / 845 3313. Helga Kristjánsdóttir Tryggvi Örn Björnsson Anna Kristín Tryggvadóttir Jón Þórðarson Lóa Birna Tryggvadóttir Jónþór Þórisson Kristján Björn Tryggvason Kristín Þórsdóttir Tinna, Íris, Þórður, Kristján, Tryggvi, Sonja, Ísak og Agla. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðni Þórarinn Valdimarsson Hamrahlíð 21, Vopnafirði, lést mánudaginn 22. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju miðvikudaginn 1. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sundabúðar í síma 470 3077. Ásta Ólafsdóttir Valdimar Guðnason Droplaug Guðnadóttir Kristján Geirsson Páll Guðnason Guðrún Anna Guðnadóttir Sigurjón Haukur Hauksson og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.