Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 48
Hjálparstarf kirkjunnar2
Framkvæmdastjóri: Jónas Þ. Þórisson
Margt smátt, 4. tbl. 22. árg. 2010
Ábyrgðarmaður: Bjarni Gíslason
Prentvinnsla:
Umbrot: Pipar/TBWA
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Lítil en samt stór
Velferð barna – framtíðin að veði
Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins
veita fólki á Íslandi aðstoð í neyð.
Hún felst í ráðgjöf, mataraðstoð,
greiðslu fyrir lyf og stuðningi við
börn og ungmenni vegna skóla
og tómstunda. Prestar, félags- og
námsráðgjafar úti á landsbyggðinni
taka við umsóknum þar. Þannig
stendur aðstoðin öllum til boða.
Reglur segja til um hve oft má
leita aðstoðar. Við sérstakar
aðstæður má fjölga skiptum og
veita umfangsmeiri aðstoð.
Umsóknum fjölgaði gríðarlega
síðastliðinn vetur. Í janúar einum
sóttu 1.000 manns um aðstoð.
Í kjölfarið var reglum breytt til að
ná betur til þeirra sem verst voru
staddir. Innihald matarpakka var
aukið og bætt og afgreiðslutími
lagaður að aðstæðum.
Barnafjölskyldur nutu forgangs,
sjálfboðaliðum var fjölgað og
fataúthlutun varð stærri þáttur.
Atvinnulausum fjölgaði í
umsækjendahópnum, öryrkjum
fækkaði hlutfallslega og hópurinn
yngdist. Ráðgjöf jókst með aukinni
eftirspurn, samvinna aðila á
velferðarvettvangi jókst og öll
úrræði voru nýtt. Ungmennum
sem fengu styrk úr Framtíðarsjóði
Hjálparstarfsins til að ljúka skóla
með starfsréttindum eða rétti til
lánshæfs náms hefur fjölgað
verulega.
Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar vinna
aðeins sjö fastráðnir starfsmenn að
verkefnum heima og heiman. Því
er mikilvægt að tengjast öðrum til
samvinnu og árangurs. Það er gert
bæði innanlands og utan. Með aðild
að Lútherska heimssambandinu
aukast möguleikar Hjálparstarfsins
til að sinna starfi sínu erlendis til
muna. Sambandið rekur umfangs-
mikið og faglegt þróunarstarf í 35
löndum í þeim tilgangi að lina
þjáningar, berjast gegn óréttlæti og
örbirgð og skapa grunn að
mannsæmandi lífi fyrir alla.
Sambandið var stofnað í Lundi
1947, það telur nú 140 aðila í 79
löndum, og er fulltrúi 70 milljóna
kristinna manna. Unnið er með
heimamönnum á hverjum stað sem
þekkja vandann af eigin raun og
þekkja menningu, venjur og
tungumál. Þessi aðild að kirkjulegu
hjálparstarfi á heimsmælikvarða,
náið samstarf og vettvangsferðir
starfsmanna Hjálparstarfsins
tryggja reynslu og hæfni í
sérhæfðum og vandmeðförnum
málaflokki. Hjálparstarf kirkjunnar
miðlar fjármunum þangað sem
neyð ríkir – óháð orsökum hennar.
0.0%
5.0%
10.0%
15.0%
20.0%
25.0%
30.0%
19 ára
og yngri
20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90 ára
og eldri
2007/2008
2008/2009
2009/2010
38%
35%
53%
62%
65%
47%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
2007/2008 2008/2009 2009/2010
Einstætt foreldri
Annað
4917
2650
2291
1246
649
2439
1081
894
464
200
0
1000
2000
3000
4000
5000
6000
Barnlaus 1 barn 2 börn 3 börn 4 börn + fl
Afgreiðslur
Einstaklingar
Fjöldi afgreiðslna miðað við barnafjölda hjá einstaklingi
Aldurskúrfa (hlutfall) á afgreiðslum milli starfsára
Hlutfall afgreiðslna til einstæðra foreldra milli starfsára
isnic
Internet á Íslandi hf.