Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 86
Hjálparstarf kirkjunnar8 Barnung eru þau orðin fullorðin. Barnung sjá þau systkinum farborða, vinna 12 tíma vinnudag og sum sjá varla nokkurn tímann bjartan dag. Þau eru munaðarlaus eða í þrælkun, hafa flosnað úr skóla eða aldrei komið þar inn. Í Úganda fá munaðarlaus börn nýtt og öruggt húsnæði, vatnstank, eldaskála með sparhlóðum og nauðsynlegasta innbú. Þeim er kennd jarðrækt til framfærslu og mörg fá stuðning í skóla. Samstarfsaðilar Hjálparstarfs kirkjunnar á Indlandi reka forskóla á Indlandi til að kynna þræl- bundnum foreldrum hvað felst í menntun og venja börnin á skólagöngu. Þar fá þau kennslu, mat, bólusetningar, leik og athygli. Haft er uppi á þrælabörnum og þeim komið í kvöldskóla. Þar fá þau fræðslu um réttindi sín, þar styrkist sjálfsmynd þeirra og þar öðlast þau nýja færni. Þau fá að vera glöð og hafa loksins eitthvað til að gleðjast yfir. Foreldrar fá umfangsmikinn stuðning til að standa sig í foreldrahlutverkinu og sjá fjölskyldunni farborða án launa barnanna þótt lítil séu. Börn og foreldrar læra að spara fyrir útgjöldum í stað lána sem binda í ánauð. Mótframlag frá verkefninu eflir móð. Þegar kvöldskólanum lýkur eftir sex mánuði er skuld barnanna greidd og þau skráð í almenna skóla. Öllum er fylgt vel eftir svo enginn heltist úr lestinni. Ungmenni sækja háskóla samstarf- s-aðila okkar þar sem kennsla er sérsniðin að þörfum fátækra, undirokaðs hóps sem þarfnast einskis fremur en sjálfstyrkingar. Þar læra ungmennin ensku, tölvunotkun, umbrot, vélritun og annað hagnýtt. Samvinna við fyrirtæki skapar atvinnu. Allir foreldrar eru fræddir um hættur þess að gifta stúlkur of snemma. Frætt er um kynþroskaaldurinn, lög um heimanmund sem oft sligar fjölskyldur eru kynnt. Einnig styrkir vegna giftinga og til stúlkna sem bíða með giftingu og ljúka námi. Er þá aðeins fátt talið í starfi með börnum. Dæmi um það sem gert er í verkefnum Hjálparstarfsins: Indland - Fræðsla og þrýstingur á samfélagið að fara að lögum um barnavernd og skólaskyldu, gegn barnaþrælkun - Heimavistarskólar: menntun, næring, heilsugæsla og verndað umhverfi - Barnaþing berjast fyrir mannréttindum, framtíðarleiðtogar þjálfaðir - Sumarnámskeið og skemmtiferðir fyrir þrælabörn Úganda - Ný og tryggari hús byggð fyrir munaðarlaus börn - Vatnstankur við húsið sparar litlum herðum vatnsburð - Ráðgjafi veitir munaðarlausum umhyggju og leiðsögn - Þeim yngri hjálpað í almenna skóla - Saumanám og smíði, bíla- og hjólaviðgerðir í boði fyrir eldri - Allir læra um jarðrækt, undirstöðuframfærsluna Börn í hörðum skóla lífsins Drengur á Indlandi (Kristján Ingi Einarsson) Drengur á Indlandi vinnur við vefstól (Kristján Ingi Einarsson) Jólaaðstoð Á miðvikudaginn opnar fyrir umsóknir um jólaaðstoð, sem er í samstarfi við Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauða krossinn í Reykjavík, fyrir þá sem þess þurfa með. Úti á landi eru prestar með umsóknarblöð og ræða við umsækjendur. Umsóknir þeirra eru svo sendar til Hjálparstarfsins sem deilir út aðstoð síðar í desember. Einnig taka félagsráðgjafar á stofnunum við umsóknum. Tryggja að allir fái sem jafnast Gert er ráð fyrir miklum fjölda umsækjenda því það hefur verið mikið að gera í allt haust og umfang aðstoðarinnar hefur aukist. Þess vegna hefur samstarf um sérstaka jólaaðstoð verið treyst enn frekar með sameiginlegri skráningu allra þeirra sem sækja um, við Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrks- nefndir, Rauðakrossdeildir, fríkirkjuna Kefas og Hjálparstarf kirkjunnar. Það skiptir miklu máli og hjálpar okkur að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir sem þurfa fái aðstoð. Fólki er frjálst að sækja um hjá hverjum þessara samtaka sem er. Umsóknardagar hjá Hjálparstarfinu verða 1., 2., 7., 8. og 9. desember. Við bjóðum þá sem þurfa aðstoð velkomna. Síðasti umsóknardagur er 9. desember. Úthlutun á vegum Hjálparstarfsins, Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Rauða krossins í Reykjavík sem verður síðar í desember fer svo fram í Skútuvogi 3 í Reykjavík, gengið inn frá Barkarvogi. Umsækjendur utan af landi fá senda aðstoð. Hátíðamatur og gjafir Það sem fólki býðst fyrir jólin er að fá hátíðamat, kjötmeti, meðlæti, gos og ýmislegt annað, s.s. smjör, brauð, ávexti o.fl. Fjöldi sjálfboða- liða tekur þátt í úthlutuninni. Sjálfboðaliðar að störfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.