Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 88
Hjálparstarf kirkjunnar10 Þegar lífið snýst um að lifa af er umhverfisvernd ekki á lista yfir viðfangsefni dagsins. En samt er hún lykill að lífinu og framtíð þess á jörðinni. Þess vegna er hún samþætt öllum verkefnum Hjálparstarfsins í Afríku. Fólk er frætt um samhengi hlutanna. Hvernig gróðureyðingin sem eykst við það að höggva eldivið verður til þess að vatn tollir ekki í jörðinni. Vatnið flýtur burt á yfirborðinu eða gufar upp þegar engar rætur halda í það og laufskrúð veitir ekki skugga. Nýtanlegum vatnsbólum fækkar. Þess vegna er fólki kennt að rækta upp græðlinga og planta meðfram ám og lónum til að halda í jarðveg og raka. Stallar eru gerðir til að rækta á svo jarðvegur skolist ekki burt. Hraðvaxta trén má um leið nýta í eldivið. Með spar- hlóðum verkefnisins þarf helmingi minni við en áður. Trén bera sum ávöxt og þau veita matjurtum skugga. Tegundir eru ræktaðar á víxl til að draga úr næringartapi í ökrum. Gróðurleifar eru nýttar í moltugerð og tað til áburðar. Náttúruleg hringrás verndar auðlindir. Á Indlandi berjast samstarfsaðilar Hjálparstarfsins fyrir lífi aðal fljóts héraðsins. Það sér ríkum og fátækum fyrir vatni. Gosdrykkjaframleiðendur og fleiri atvinnurekendur taka of mikið á kostnað íbúa. Sandnám opinberra og einkaaðila úr árfarveginum dregur úr rakadrægni hans og áin heldur ekki jafn miklu vatni. Dæmi um það sem gert er í verkefnum Hjálparstarfsins: Eþíópía - Unnið með íbúum að því auka vitund um hringrás vatns, viðhald og endurnýjun gróðurs - Námskeið fyrir bændur um lífrænar og tæknilegar aðferðir til að hefta jarðvegseyðingu - Vettvangsferð bænda og opinberra starfsmanna til að kynna sér nýjar aðferðir Malaví - Námskeið um lög og reglur um vatn, verndun þess og ábyrgð einstaklingsins - Námskeið og leiðtogaþjálfun til að geta betur stuðlað að viðhorfabreytingum - Kennt að gera lífrænan áburð til að auka næringargildi jarðvegs Indland - Verkalýðsfélög mannréttindasamtakanna okkar berjast fyrir vatnsrétti - Fræðslumynd um ána Palar og umhverfisfræðsla í skólum Sjálfbærni og sátt við náttúru Sparhlóðir í Eþíópíu spara eldsneyti Vertu með! Þú getur komið með þína gjöf í útibú okkar og við komum henni til skila svo allir geti haldið gleðileg jól. Starfsfólk Íslandsbanka safnar gjöfum fyrir Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins í Reykjavík og Hjálpræðishersins. Söfnum jólagjöfum fyrir Jólaaðstoðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.