Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 62

Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 62
 27. 2 margir af frægustu tónlistar- mönnum samtímans. „Ég fer alla sunnudaga á ávaxta- markað til að kaupa appelsín- ur og jarðarber fyrir vikuna og er algjör „djúsaholic“, en hef þá líka leyfi til að gera margt annað. Þetta er trikk til að plata mig og svo fer ég út eftir pitsu og kók,“ segir hún hláturmild, nýkomin úr göngu með hundana sína tvo. „Hundar eru svo góðir fyrir sál- ina. Þeir ná manni alltaf niður á jörðina, sama hvað gengur á, núll- stilla mann og endurhlaða batt- eríin. Því er ekkert eins gott og góðir voffar og þeim fylgir ekk- ert vesen,“ segir Anna Mjöll, sem lítur alltaf út eins og kvikmynda- stjarna. „Trixið við gott útlit held ég að sé innri friður, en ég hef ekki fundið hann og er alltaf að leita. Mestan frið finn ég með hundun- um og held að þar sé komin ein leiðin til þess. Ég er annars alltaf svo eirðarlaus, finnst það sem ég geri aldrei nógu gott og þarf alltaf að gera betur,“ segir Anna Mjöll, sem skildi við eiginmann sinn Neil Stubenhaus fyrir um ári og er nú hamingjusamlega einhleyp. „Ég er mjög sátt við tilveruna en við Neil erum enn góðir vinir. Stundum er betra að vera vinir en eitthvað meira. Ég hef svo ekki haft tíma til að hugsa um ástar- málin síðustu mánuði. Víst er ég opin fyrir ástinni og fjölskyldulífi, og hefði ekki á móti smá barneign- um, en það þarf víst mann til þess nema Guð ákveði að eignast annan Jesú og það held ég að sé ekki á dagskránni,“ segir Anna Mjöll og brosir út í annað. „Ég held að milljónaborg sé ekki verri staður en hver annar til að finna ástina því hún leynist alls staðar svo lengi sem maður er ekki að leita. Kannski er hún á Íslandi; þar eru margir góðir menn, hver veit, en ég hefði senni- lega ekki tíma fyrir rómantík fyrr en á næsta ári eða þarnæsta héðan af,“ segir Anna Mjöll, sem kemur heim um jólin og heldur tónleika á Rosenberg 19. desember. Christ- mas JaZZmaZ verður ekki gefin út hérlendis en fæst meðal annars á iTunes. „Alvöru jólin eru heima á Íslandi, ég reyni alltaf að koma þegar ég get og jólin koma ekki til mín nema ég rölti niður Laugaveg á Þorláksmessu. Þangað til óska ég þess heitt að birti yfir gamla landinu mínu því það er virki- lega sorglegt að horfa héðan upp á ástandið heima og landa sína í sárum. Ég vildi því óska þess að geta fundið takka sem lagar það allt í hvelli, en byrja á tónleikum í jólagjöf.“ thordis@frettabladid.is Anna Mjöll hefur búið í Los Angeles síð- ustu átján ár en segir það engu breyta um að heima sé bara á Íslandi. Ljósmyndasýningin Ekkert af þessum heimi opnar í dag á vegum ljósmyndarans Ingu Sól- veigar Friðjónsdóttur og hönnuð- arins Dúsu Ólafsdóttur í gallerí- inu Auga fyrir auga. Dúsa hannar undir merkinu Skaparinn og hefur hönnun hennar birst í mörgum alþjóðlegum tímaritum. Að sögn Dúsu kom samstarfið til vegna þess að henni fannst ljósmyndirnar Ingu Sólveigar fal- legar og hana hafði lengi langað til að vinna með henni. „Mynd- irnar hennar Ingu Sólveigar eru oft draumkenndar og dramatísk- ar og dálítið dimmur tónn í þeim. En það þýðir hins vegar alls ekki að þær séu niðurdrepandi held- ur þvert á móti fangar hún und- urfagra stemningu sem ekki sést mikið af, sérstaklega ekki hérlend- is.“ Inga Sólveig tekur mestmegnis svarthvítar myndir á filmu og það heillaði Dúsu. „Áferðin á myndunum er alveg dásamlega fögur. Hingað til hef ég látið mynda línur Skaparans í stúdíói og í lit. En mig langaði til að fá aðeins dramatískari áferð, enda er mín hugmyndavinna yfir- leitt í draumkenndum tóni.“ Dúsa segir að þær hafi ákveðið að setja upp sýningu til að sýna hvað þær fást við dags daglega. Hún segir öðruvísi fyrir sig að sýna fallegar myndir í stað þess að hafa fötin hangandi á herðatré. Dúsa segir þær ekki hafa starfað saman áður, en telur líklegt að þær muni vinna meira saman í fram- tíðinni. „Samstarfið hefur gengið vel og okkar sýn er ekki svo ólík, þó að við fáumst við ólíka miðla. Það er erfitt fyrir fatahönnuð að starfa án ljósmyndara, þótt ljós- myndarinn geti vel verið án fata- hönnuðarins.“ Sýningin verður opnuð í Auga fyrir auga að Hverfisgötu 35 klukkan 17.00 í dag og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Draumkenndar ljósmyndir Myndir Ingu Sólveigar eru draumkennd- ar og dramatískar. Dúsu (til hægri) hafði lengi langað til að vinna með Ingu Sólveigu FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ljósmyndasýningin Ekkert af þessum heimi opnar í dag. Sýningin er samstarfsverkefni Dúsu Ólafsdóttur og Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur. Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk opnar í dag og verður opinn allar helgar fram að jólum milli 11 og 17. Þetta er í fjórða sinn sem mark- aðurinn er haldinn en Skógræktarfélagið selur jólatré og ýmsan annan varnig sem á uppruna sinn í skógum Heiðmerkur. Þá bjóða yfir sjötíu handverksmenn og hönnuðir fram vörur sínar. ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR 2010 Í HÁSKÓLABÍÓI BUBBI MORTHENS BYLGJAN KYNNIR: ÁRLEGIR ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR BUBBA MORTHENS VERÐA Í HÁSKÓLABÍÓI ÞANN 23. DESEMBER OG HEFJAST KL. 22.00. SÉRSTAKUR GESTUR BUBBA ER JÓNAS SIGURÐSSON. MIÐASALA ER HAFIN Á MIDI.IS. MIÐAVERÐ 3.500 KR. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á PRIME.IS. Framhald af forsíðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.