Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 123
LAUGARDAGUR 27. nóvember 2010 91
Jólatrukkar Coca-Cola® hefja för sína við
Fjarðarkaup, í dag
laugardaginn 27. nóv. á milli kl. 14-16
Næstu viðkomustaðir jólatrukkanna verða eftirfarandi:
Með þér um jólinNánar á Coke.is
Þú kemst í jólaskap með okkur
Jólatrukkar Coca-Cola koma við á öllum stærri verslunarkjörnum landsins næstu daga og vikur fram að jólum.
Jólatrukkar Coca-Cola eru innfluttir frá Bandaríkjunum og sérhannaðir til að skapa jólastemningu þar sem þeir
eru skreyttir jólaljósum og ríkulega útbúnir. Annar jólatrukkurinn er helgaður stofu jólasveinsins þar sem yngsta
kynslóðin getur fengið mynd af sér með sjálfum jólasveininum. Í hinum jólatrukknum er áhugasömum boðið að
spreyta sig á nýjustu Playstation Move leikjunum, sem byggja á hreyfingu leikmanna.
28. nóv Sunnudagur Hagkaup Skeifunni kl. 14-16
29. nóv Mánudagur Krónan Mosfellsbæ kl. 17-19
30. nóv Þriðjudagur Bónus Garðabæ kl. 16-18
1. des Miðvikudagur Hagkaup Eiðistorgi kl. 17-19
2. des Fimmtudagur Bónus Akranesi kl. 16-18
3. des Föstudagur Bónus Akureyri Langh. kl. 16-18
Breskar unglingsstúlkur hafa valið
skólafélaga Harry Potter, Hermione,
sem bestu fyrirmyndina. Hermione
er leikin af leikkonunni ungu Emmu
Watson og skýtur hún þar með popp-
prinsessunum Cheryl Cole og Katy
Perry ref fyrir rass. Í Harry Potter-
kvikmyndunum kemur Hermione
fyrir sem einstaklega gáfuð stúlka
sem er gædd yfirnáttúrulegum
hæfileikum og lýsa breskir fjölmiðl-
ar þessu sem ánægjulegri þróun hjá
ungu kynslóðinni.
Besta fyrirmyndin
GÓÐ FYRIRMYND Emma Watson er
besta fyrirmyndin sem Hermione, skóla-
systir galdrastráksins Harry Potter.
NORDICPHOTOS/GETTY
Poppdívan Katy Perry á erfitt
með að venjast breyttri hjú-
skaparstöðu sinni en hún er
stöðugt gleyma því að leikarinn
Russell Brand sé eiginmaður
hennar en ekki kærasti. Parið
gekk í það heilaga með pompi og
prakt á Indlandi í síðasta mán-
uði og má því segja að hjónin
svífi um á bleiku skýi þessa dag-
ana. Foreldra Perry eru líka í
skýjunum yfir nýja tengdasyn-
inum og elduðu meira að segja
sérstakan rétt fyrir hann á
þakkargjörðardaginn.
Gleymir
giftingunni
Á BLEIKU SKÝI Katy Perry segist gleyma
því að kalla leikarann Russell Brand
eiginmann sinn enda stutt síðan þau
gengu í það heilaga. NORDICPHOTOS/GETTY
Söngkonan Jessica Simpson trúlof-
aðist nýverið unnusta sínum, fyrr-
verandi íþróttamanninum Eric
Johnson. Að sögn Simpson hafði
pilturinn mikið fyrir því að fela
hringinn fyrir henni þar til hann
bar upp bónorðið.
„Hann faldi hringinn ofan í skó-
pari einhvers staðar í húsinu. Mér
fannst það skrítinn felustaður, en
það virkaði. Ég var alveg grun-
laus,“ sagði söngkonan í útvarps-
viðtali.
Eins og sönnum herramanni
sæmir hafði Johnson fengið leyfi
foreldra Simpson til að kvænast
henni og því vissu foreldrarnir af
ráðahagnum löngu áður en dóttir
þeirra. „Ég trúi ekki að fjölskylda
mín hafi getað þagað svona lengi
yfir leyndarmáli. Ég var að horfa
á sjónvarpið og hann bað mig um
að setja þáttinn á pásu, svo kraup
hann fyrir framan mig og bað mín.
Ég varð svo hissa að ég missti
næstum málið. Ég hef aldrei upp-
lifað aðra eins stund, aldrei.“
Faldi hringinn í skó
TRÚLOFUÐ Jessica Simpson og Eric
Johnson ætla að ganga í það heilaga.
Hann bað hennar í byrjun mánaðarins.
NORDICPHOTOS/GETTY
Gamalt myndband úr sjónvarps-
þáttunum Saturday Night Live
með Adam Sandler rauf milljón
áhorfenda múrinn á fimmtudags-
kvöldið. Á myndbandinu sést
Sandler syngja hið fræga Þakk-
argjörðarlag en þar koma við
sögu frægir einstaklingar á borð
við Mike Tyson, Betty Grable
og Sammy Davis Jr.
Myndbandið hefur
yfirleitt verið vin-
sælt í Bandaríkjun-
um um þetta leyti en
þær vinsældir náðu
nýjum hæðum um
þessa þakkargjörðar-
hátíð. Sandler er
sjálfur að leika
í kvikmyndinni
Jack and Jill
þar sem Katie
Holmes og Al
Pacino eru
meðal mótleik-
ara hans.
Sandler al-
veg milljón
VINSÆLL Ameríku-
menn hlustuðu
mikið á gamalt
þakkargjörðarlag
með Adam Sandler á
fimmtudaginn.