Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 32
32 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Í skáldsögu Kristínar kynnumst við Ljósu, hreppstjóradóttur í Suðursveit, undir lok 19. aldar. Hún er lífsglöð og listhneigð en dekruð af hinum kvensama föður sínum. Hún fær ekki þann sem hún elskar, giftist öðrum, eignast fimm börn, býr manni sínum fallegt heimili og lifir eðlilegu lífi. En smám saman hremmir geðhvarfasýk- in hana og undir lok ævi sinnar er hún meira eða minna á valdi hennar; hún tapar tengslum við veruleikann, er úr leik meðal sveitunganna, vinalaus og fjölskyldan útkeyrð og tætt. Bókin hefur verið lengi í vinnslu, hjartnær tvo áratugi, og byggir á ævi ömmu Kristínar og nöfnu sem hún vissi lengst af lítið um. „Ég hef ekki farið leynt með það að geðhvarfasýki er til í minni fjölskyldu. Amma mín í föðurætt bjó í Suðursveit og var með þennan sjúkdóm. Ég vissi hins vegar lítið um ömmu, það var ekki talað um hana heima. Þegar faðir minn dó 1991 fór ég að hugsa meira um þessi mál og mínar rætur. Það lagðist á mig einhver sótthitakennd löngun til að vita enn meira um þessa konu. Mig langaði að skilja hver hún var og hvernig líf hennar hafði verið.“ Ekki rædd innan fjölskyldunnar Árið 1995 brá Kristín á það ráð að fara austur í Suðursveit vopnuð upptöku- tæki og hafa uppi á fólki sem mundi eftir ömmu hennar. Þar hitti hún líka frændfólk sitt. „Það var nógu langt um liðið til að fólk var reiðubúið til að opna sig um þessa atburði og þarna fékk ég sögur sem ég hafði ekki grænan grun um að hefðu gerst. Í framhaldinu fór sú hug- mynd að gerjast í höfðinu á mér að skrifa um þetta bók. Ég var í fyrstu svolítið hrædd um að þetta væri efni sem fólki þætti engin ástæða til að gera skil. En ég lagðist í miklar rannsókn- ir og eftir því sem á leið kom betur og betur í ljós hvað þessi sjúkdómur hefur verið stór hluti af lífi Íslendinga í gegn- um tíðina. Og mér fannst fjandakorn- ið að það mætti alveg koma út svona bók.“ Kristín gerði skyldmennum sínum grein fyrir því að hún hygðist skrifa bók, sem byggði á ævi ömmu þeirra. „Sumir tóku því með fyrirvara, að minnsta kosti í blábyrjun. Og það fór í gang ferli innan fjölskyldunnar, þarna var verið að opna á sögu sem hafði legið í þagnargildi í rúmlega hálfa öld. En ég gerði þetta fyrir opnum tjöldum og það hefur verið mjög gott að eiga skyldmennin að. Ég hef nú þegar feng- ið viðbrögð frá fjölskyldu minni við bókinni og þau hafa verið afskaplega góð, sem gleður mig mikið.“ Uppi á röngum tíma Þegar Kristín fór austur í Suðursveit komst hún að því í fyrsta skipti hversu langt leidd af sjúkdómnum amma hennar var. „Það voru allir hræddir við hana eftir að hún veiktist,“ segir hún. „Sumir mundu eftir sögum af henni frískri. Þá var jafnan leitað til hennar eftir ráðum þegar haldnar voru veislur, hún hafði jú verið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Það töluðu allir um hvað hún hefði verið myndarleg. Einn sagði mér að hún hefði saumað á sig ferm- ingarfötin; annar sagði mér frá ullar- brók sem hún prjónaði og hann klæjaði alltaf undan. Menn sögðu að hún hefði verið uppi röngum tíma. Hefði hún lifað í dag hefði sjúkdómnum án efa verið hald- ið niðri. Hún var ábyggilega mjög list- feng og ég er sannfærð um að hún væri hönnuður eða tónlistarkona eða eitt- hvað í þá áttina. En fólk mundi líka eftir köstunum; þegar hún reið berbakt út á sandana og var þá alltaf á leið út í heim, eða heim til pápa síns þótt hann væri löngu dáinn.“ Sett í fjárkró eða útihúsin Síðustu ár ævi sinnar var amma Krist- ínar svo illa haldin af sjúkdómnum að hún var höfð í fjárkró eða búri þegar verstu köstin gengu yfir. „Fyrir 1950 komu engin lyf að gagni við þessum sjúkdómi, fólki var bara gefið slævandi svo það róaðist og sofn- aði. Þegar verst lét var það sett í dára- kistur, eins og þessi búr voru kölluð. Ég fór víðar um landið og talaði við fólk sem kannaðist við þau. Það er sér- kapítuli út af fyrir sig að þessar kist- ur er hvergi að finna í dag. Ég talaði við gamlan mann, fæddan 1900, og lét hann lýsa fyrir mér dárakistu í smá- atriðum og naga mig enn í handabök- in að hafa ekki teiknað hana upp eftir honum. Ég hef séð mynd af svona grip frá Danmörku. Það hefur ekki verið algengt hér heima að þær væru svo fínar, þar sem menn notuðu það timb- ur sem til var. Þessu var lýst fyrir mér ýmist sem eins konar fjárkró eða bara búri.“ Það var líka algengt að fólk væri haft í útihúsum, bundið á básana eins og dýrin, því þá heyrðust hrópin síður. „Þetta var ekki gert af illsku, held- ur voru þetta voru örþrifaráð. Allir sem ég ræddi við töluðu til dæmis um hvað hann afi minn hefði verið mikill úrvalsmaður og gert hvað hann gat. Auðvitað var þetta ekki auðvelt og minnir mann á hvað geðhvarfasýkin getur verið skæður sjúkdómur, sér- staklega þegar engin meðferð var til við henni. Hún hrjáði ekki aðeins þá sem hún lagðist á heldur gat hún hald- ið heilu fjölskyldunum í heljargreipum svo áratugum skipti.“ Skáldverk eða ævisaga? Sú spurning vaknar að hve miklu leyti Ljósa er saga ömmu Kristínar og að hve miklu leyti skáldverk. „Þetta er skáldsaga. Þegar ég hafði unnið undirbúningsvinnuna, losaði ég mig frá ömmu eins og ég gat. Ekkert af börnum Ljósu eru börn ömmu minn- ar, ekki heldur maðurinn hennar nema að litlu leyti. Pápi, faðir Ljósu, dreg- ur hins vegar sterkan dám af langafa mínum. Hann var líka svo sterkur kar- akter og skein alls staðar í gegn þegar ég ræddi við fólk. Hann var þjóðsagna- persóna, dálítill refur og klár karl, hreppstjóri og hómópati sem ferðað- ist um sveitir og læknaði bæði menn og dýr og átti börn út um allar trissur, sem langamma ól mörg hver upp. Ég komst ekki fram hjá honum, enda held ég líka að hann hafi átt svo sterkan þátt í því að móta Ljósu. Það voru allir hræddir við hana Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur fjallar um harmræn hlutskipti konu sem þjáist af geðhvarfasýki á tímum sem buðu hvorki upp á meðferð né skilning á þessum erfiða sjúkdómi. Titilpersónuna byggir Kristín á ömmu sinni sem var alvarlega veik og lokuð í búri þegar verstu köstin riðu yfir. Örlög hennar lágu í þagnargildi í yfir hálfa öld, sagði Kristín Bergsteini Sigurðssyni. KRISTÍN STEINSDÓTTIR Geðhvarfasýkin gat haldið heilu fjölskyldunum í heljargreipum svo áratugum skipti eins og sagan af Ljósu vitnar um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Einn af vendipunktunum í lífi Ljósu er þegar hún fer út í fjárhús og sker nokkrar ær. Eftir það er smíðuð utan um hana dárakista. Gagnrýnendur hafa minnst á þetta sem snjalla tilvísun í Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, þar sem Rósa, kona Bjarts í Sumarhúsum, sker kind. Kristín þekkti auðvitað Sjálfstætt fólk en velti þessu atviki ekki mikið fyrir sér þegar hún skrifaði bókina. Hún hefur hins pælt meira í því eftir að henni var bent á þetta. „Þegar ég kom austur var mér sagt frá því að amma mín skar nokkrar ær,“ segir Kristín. „Menn voru ekki sammála um hvort þær voru fjórar eða fimm en þetta gerðist sannarlega og eftir það var smíð- að yfir hana. Þetta var slíkur örlagavaldur í lífi hennar að ég gat ekki sleppt því. Þetta gerðist upp úr 1930. Halldór Laxness hafði ferðast mikið fyrir austan, eins og má lesa um meðal annars í Dagleið á fjöllum. Hann tók fólk tali og margt af því rataði í bækurnar hans, eins og þekkt er. Sjálfstætt fólk, Landnámsmaður Íslands, er í minni bók uppi í hillu eftir uppkasti frá 1932. Þegar mér var bent á líkindin með þessu atviki og Rósu sem sker kindina hugsaði ég með mér: Getur verið að Halldór hafi heyrt þessa sögu af ömmu á sínum tíma og ákveðið að nota hana? Er þá verknaður ömmu kveikjan að kindardrápi Rósu? Bara til umhugsunar. Og sé svo er málið komið í dálítið skemmtilegan hring.“ LJÓSA OG RÓSA SÓTTAR Í SAMA BRUNN? Ljósa hefur mjög sterka drætti frá ömmu minni en líka aðra drætti. Ég losaði mig vel frá henni með því að fara til útlanda og skrifa bókina, var langa stund í Berlín og Rómaborg. Ég hugsaði með mér: Ég set þessa bók niður í Suðursveit en þetta er skáld- saga sem fjallar um konu sem lendir í ámóta atvikum og amma. Ég er hvorki að skrifa ævisögu ömmu né sögu minn- ar eigin fjölskyldu og það veitti mér ákveðið frelsi.“ Kristín byrjaði að vinna að bókinni snemma á tíunda áratugnum. Hvers vegna kom hún ekki fyrr út? „Það kemur ýmislegt til. Ég hef til dæmis alltaf verið með margt í takinu í einu. En ég skal líka alveg viðurkenna það að það var ákveðinn beygur í mér. Ég hef lengi skrifað fyrir börn og það er ekki auðvelt að stökkva sisona á milli bókmenntagreina þegar maður hefur verið í einni og sömu greininni lengi. Ég þurfti dálítið að berjast fyrir því að verða „fullorðinshöfundur“. Þegar ég hafði gefið út tvær fullorð- insbækur, sem fengu báðar firnagóðar móttökur, hugsaði ég með mér að nú hlyti ég að geta tekið þennan slag. En þetta var líka þung bók að skrifa og lagðist á mig, ég skaut því inn einni barnabók á milli, til að hressa mig við, Hetjum, sem kom út í fyrra. En svo setti ég í gírinn, fór til Berlínar og þar vorum við Ljósa saman í nokkra mánuði þar til bókin var klár.“ Tvö ný verk í vinnslu En hvað með framhaldið, hefur Kristín hugsað sér að verða fullorðinshöfund- ur héðan í frá? „Ég hef reyndar alltaf sagt að þegar maður skrifar fyrir börn skrifar maður líka fyrir fullorðna. En ég dreg enga dul á það að ég er með tvö verk í takinu og bæði ætluð fullorðnum. Það er gott að festast ekki í einhverju og flakka á milli greina. Ég hef skrifað mun minna fyrir þennan hóp en hinn og ætla að leyfa mér að hlúa aðeins að honum. Annars held ég að þegar maður er kominn á minn aldur, og yfirleitt, eigi maður bara að skrifa um það sem mann langar til.“ En ég lagð- ist í miklar rannsóknir og eftir því sem á leið kom betur og betur í ljós hvað þessi sjúk- dómur hefur verið stór hluti af lífi Íslendinga í gegnum tíðina. Og mér fannst fjandakorn- ið að það mætti alveg koma út svona bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.