Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 50
Hjálparstarf kirkjunnar4 20 ára starf Þótt það hafi verið algengt áður fyrr að menn réðust til fyrirtækja sem þeir svo aldrei skildu við, þá verður það æ sjaldnar. Því geta 20 ár í starfi talist allgóð ending. Jónas Þórir Þórisson er búinn að veita Hjálparstarfi kirkjunnar forstöðu í 20 ár. Um leið er 40 ára afmæli stofnunarinnar fagnað. Eruð þið stofnunin eitt? Ja, ætli við séum ekki vel samtvinnuð í það minnsta. Í byrjun var ég eini starfsmaðurinn, þá tiltölulega nýkominn frá kristniboðsstörfum í Eþíópíu, en ekki liðu margar vikur þar til ég fékk gott fólk mér við hlið. Nýr kafli var að hefjast hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, eins og hún hét þá. Við byrjuðum með verkefni á Indlandi, fórum að styðja tvenn lítil samtök til að mennta börn fátækra og leysa þrælabörn úr ánauð. Það varð mjög gifturíkt samstarf sem stendur enn. Búið er að leysa hundruð barna úr vinnuþrælkun og þúsundir barna hafa lokið grunnskólanámi fyrir tilstuðlan fólks sem hefur styrkt starfið. Þriðja verkefnið til að bætast við var vatnsverkefni í Mósambík. Það tókum við að okkur í gegnum Lútherska heimssambandið. Nú erum við nýhætt í Mósambík en störfum að spennandi verkefnum í þremur öðrum Afríkulöndum. Hvað finnst þér standa upp úr á 20 árum? Mér kemur tvennt í hug sem hvort tveggja varð að öldu á stórflóði. Við vorum einu sinni beðin um að safna vetrarfötum vegna mikilla kulda í Kúrdahéruðum í Norður- Írak. Saddam Hussein var þá búinn að þjarma svo rækilega að þessu þjóðarbroti að algjört neyðarástand ríkti. Miklir kuldar geysa þarna á veturna og fólk vantaði allt til alls. Þá settum við líklega heimsmet í fatasöfnun. Við fylltum 34 stóra 40 feta gáma af gæðafötum. Útigallar á börn, lopavörur, regnfatnaður, stígvél og kuldaskór. Ég fylgdi sendingunni eftir, fór út og sá fólkið komið inn í hlýjuna, ef svo má segja. Það var mjög skemmtilegt og gefandi. Mér fannst gaman að vera fulltrúi þessa fólks sem hafði brugðist svo skjótt við og sent svo góðar flíkur. Því það er ekki alltaf þannig að það sem við viljum ekki nýtist öðrum. Þarna gaf fólk af mikilli rausn. Hitt var þegar við lentum í söfnun eins og ég segi gjarnan, því hún fór af stað af sjálfu sér. Við upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins höfðum farið til Indlands í hefðbundna eftirlitsferð og kom með okkur Þorvaldur Friðriksson fréttamaður. Tilefni þess var að Ólafur Ragnar forseti var á förum til Indlands og Þorvaldur var að safna efni til að flytja með fréttum af heimsókn forsetans. Hann hreifst mjög af starfinu hjá mannréttinda- samtökunum Social Action Movement sem vinna með þeim allra fátækustu, þeim stéttlausu sem eru útskúfaðir og notaðir sem ódýrt eða ókeypis vinnuafl af æðri stéttum. Samtökin leysa meðal annars þrælabörn úr ánauð. Þau gera það á svo þaulhugsaðan hátt að árangur er virkilega varanlegur og mörg asísk samtök hafa komið til að læra af þeim aðferðina. Nema hvað, að þegar við komum heim fór Þorvaldur að segja fréttir af kjörum þessa fólks, bæði í fréttum og ýmsum þáttum sem hann kom að. Við fórum að fá fyrirspurnir um verkefnið og lýsti fólk furðu sinni á því að það skyldi ekki hafa vitað af þessu fólki og hvernig það gæti hjálpað. Á sama tíma stóðu yfir alls kyns uppá- komur vegna 1000 ára kristni í landinu. Fjölmiðlar áttu viðtal við biskup og var hann spurður að því hvernig kirkjan ætlaði að fagna afmælinu. Biskup sagði frá því og hvatti um leið almenning, hverja fjölskyldu, til þess að leysa eitt þrælabarn á Indlandi úr ánauð. Það stóð ekki á viðbrögðum og svo fór að við þurftum í flýti að láta hanna gíróseðla og senda út til að geta tekið við framlögum. Söfnuðust 30 milljónir sem var miklu hærra en við höfðum nokkru sinni safnað. Auðvitað er ekki rétt að segja að söfnunin hafi farið af stað af sjálfu sér. Þorvaldur lék þarna stórt hlutverk svo og biskup. En hún var fyrirhafnarlaus af okkar hálfu. Jónas Þórir Þórisson hefur verið framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar í 20 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.