Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 58
27. NÓVEMBER 2010 LAUGARDAGUR2 ● fréttablaðið ● jólaþorpið
Í Jólaþorpinu er Grýla í aðal-
hlutverki, hún stýrir skemmti-
dagskrá og sér til þess að allir
sem í þorpið koma hagi sér vel.
Þetta hefur gengið það vel að
bæjarstjórinn er að íhuga að fá
hana til liðs við bæjarstjórnina.
Grýla stendur vaktina allar helgar
fram að jólum og drífur öll verk-
efni áfram. Í föruneyti hennar
eru svo strákarnir hennar, jóla-
sveinarnir og að sjálfsögðu verður
jólakötturinn ógurlegi við loðandi
þorpið. Við hittum þau Grýlu og
Guðmund Rúnar bæjarstóra í
Hellisgerði þar sem þau höfðu
tekið stuttan fund um undirbúning
Jólaþorpsins sem verður opnað nú
á laugardaginn.
Hvernig gengur svo undir-
búningurinn?
Grýla: „Þetta er að komast í
vana, ég hef nú verið í Jólaþorp-
inu í tvö kjörtímabil, miklu, miklu
lengur en Guðmundur hefur verið
bæjarstjóri. Annars eru þeir
andskoti duglegir strákarnir í
Þjónustumiðstöðinni og ég þarf
lítið að tukta þá til, annað en með
strákana mína sem eru ekkert
nema letin og óþekktin.“
Guðmundur: „Já þetta er orð-
inn stór þáttur í jólahaldi okkar
Hafnarfirðinga, að kíkja í heim-
sókn til þín í Jólaþorpið, kerlingin
mín, og maður er farinn að hlakka
til að sjá hvernig til tekst í ár enda
er ég viss um að þú hefur lagt þig
alla í þetta.
Grýla: „Auðvitað eru margir
sem koma fram með mér, ég fæ
ekki að vera ein á sviðinu allan
tímann enda þótt ég gæti það svo
sem alveg. En hún Selma Björns
vinkona mín kemur, Gunni og Felix
koma líka og svo Ljótu hálfvitarnir,
en mér finnast þeir eigin lega ekki
nógu ljótir til að heita þessu nafni.
Svo kemur hann þarna sem er
stundum í sjónvarpinu með brand-
ara, hann Ari Eldjárn og einhver
mafía frá Memfis og Dísa ljós álfur,
sem ég veit ekki hverjum datt í hug
að fá í Jólaþorpið, fýkur hún ekki
bara burtu?“
Guðmundur Rúnar: „Dísa er
bara flott og auðvitað fýkur hún
ekki burtu.“
En hvernig var það Grýla, var
Guðmundur Rúnar ekki stilltur
sem krakki?
Grýla: „Ég man vel eftir honum
sem krakka á Arnarhrauninu.
Frekar stilltur alltaf en hann
leynir samt svolítið á sér og það
kemur mér ekkert á óvart að hann
hafi endað í pólitík.“
Guðmundur Rúnar: „Ha, ég?
Ég ætlaði mér aldrei í pólitík. Mig
langaði helst til að verða garð-
yrkjumaður eða skáld.“
„Skáld! Það kemur sér nú bara
vel þegar maður er bæjarstjóri,“
segir Grýla og skellihlær.
Guðmundur Rúnar: „Við Grýla
bjóðum alla landsmenn hjartan-
lega velkomna til okkar í Hafnar-
fjörð, í Jólaþorpið, þar sem hægt
er að kaupa fallegt handverk og
jólalegt góðgæti.“
Grýla: „Ég má ekki vera að
þessu kjaftæði lengur, verð að
drífa mig í þorpið – sjáumst í Jóla-
þorpinu!“
Velkomin í Jólaþorpið
Það fer vel á með þeim Grýlu og Guðmundi bæjarstjóra en þau ætla bæði að skemmta sér vel í Jólaþorpinu fram að jólum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Árið 2003 var ákveðið að fara af
stað með jólamarkað á aðvent-
unni í miðbæ Hafnarfjarðar.
Megin tilgangurinn var að efla
líf í miðbænum, auka verslun í
Hafnarfirði og skapa jákvæða
ímynd. Ákveðið var að gefa
jólamarkaðinum heitið Jóla-
þorp þar sem tuttugu lítil sölu-
hús áttu að mynda lítið þorp í
hjarta bæjarins.
Jólaþorpið í miðbæ Hafnar-
fjarðar hefur það hlutverk helst
að hlúa að verslun og fjölga
heimsóknum ferðamanna, inn-
lendra sem erlendra, til bæjar-
ins. Jólaþorpið gegnir þó ekki
minna hlutverki sem skemmti-
legur og jákvæður viðburður í
hugum Hafnfirðinga þar sem
leikskólabörn skreyta þorpið,
nemendur grunnskóla koma
að skemmtidagskrá og þannig
mætti lengi telja. Verkefnið
hefur þannig orðið æ stærri
þáttur á aðventunni fyrir Hafn-
firðinga og gesti þeirra.
Á afmælisári Hafnarfjarðar-
bæjar árið 2008, þegar hundr-
að ára afmæli sveitarfélagsins
var fagnað, var ákveðið að gera
þorpið veglegra. Skemmtidag-
skrá var gerð þéttari og henni
dreift betur yfir daginn og eins
var þorpið lýst og skreytt meira
en verið hafði. Þá var settur á
fót starfshópur sem lagði línur
að þróun Jólaþorpsins í Hafnar-
firði fram til ársins 2013.
Jólaþorpið samanstendur af
tuttugu jólahúsum frá Þýska-
landi. Jafnan er búinn til lítill
ævintýraheimur með fallegum
skreytingum leikskólabarna og
ljósum, stígum og samkomu-
torgi með jólatré í miðjunni.
Boðið er upp á skemmtidagskrá
með fjölmörgum skemmtiatrið-
um og hefur jólaball með jóla-
sveinum og Grýlu verið sérstak-
lega vinsælt.
Jólaþorpið hefur uppfyllt
markmiðin, þ.e. aukið líf og
verslun í miðbænum á aðvent-
unni og skemmt bæjarbúum og
gestum. Á árinu 2010 eru langir
biðlistar söluaðila eftir húsum
og því má með sanni segja að
þorpið hafi aukið vinsældir
sínar á síðustu árum. Það hefur
þó ekki gerst af sjálfu sér held-
ur með mikilli vinnu og þróun í
gegnum árin en ekki síst vegna
samvinnu við stofnanir bæj-
arins, bæjarbúa, kaupmenn og
ferðaþjónustuaðila.
Saga Jólaþorpsins
Margt verður um að vera fyrir börnin.
Jólaþorp Hafnarfjarðar mun iða af lífi í ár líkt og síðastliðin sjö ár.
Útgefandi: Hafnarfjarðarbær
Ábyrgðarmaður: Marín Hrafnsdóttir
Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson s. 512 5411
Við erum með Jólaskrall, sem er
dagskrá fyrir alla fjölskylduna,“
segir Björk Jakobsdóttir, sem er
einn af þeim skemmtikröftum
sem koma fram á jólaskemmtun
í Gaflara leikhúsinu. „Við erum
ný búin að taka við leikhúsinu og
viljum bjóða upp á heimilislega
samverustund. Það er tilvalið að
koma í Jólaþorpið í Hafnarfirði og
enda svo heimsóknina hjá okkur
með því að spila jólabingó í miklu
keppnisskapi og láta skemmta
sér.“
Bingóið er ekki það eina sem
boðið verður upp á í Gaflaraleik-
húsinu alla laugardaga til jóla.
„Selma Björns er með okkur og
tveir Ljótir hálfvitar, þeir Eddi og
Toggi, og þau flytja skemmtilega
tónlist,“ segir Björk. „Svo fáum
við óvænta gesti. Gunni Helga og
Björgvin Franz ætla til dæmis að
lesa upp úr nýju bókinni sinni og
Toggi Hálfviti sér um leikhljóð með
lestrinum. Sjálf ætla ég að frum-
flytja frumsamið lag um íslenskar
mæður í jólastressi, þannig að við
verðum bara á léttum nótum. Rauði
þráðurinn í gegnum dagskrána
verður jólabingóið og við ætlum að
vera með piparkökur, mandarínur,
jólaglögg og heitt kakó. Ég þekki
það sjálf sem móðir að vera alltaf
að leita að jólastemningu á þessum
tíma og keyra kannski til Hvera-
gerðis til að finna réttu stemning-
una, en nú getur fólk bara keyrt í
tíu mínútur og þá er það komið í
miðbæinn í Hafnarfirði, sem hefur
þessa réttu stemningu. Slakað svo
á og skemmt sér á Jólaskralli.“
Hugguleg jólastemning
Gaflaraleikhúsið býður upp á huggulega jólastemningu fyrir alla fjölskylduna milli
18 og 19.30 alla laugardaga til jóla. Björk Jakobsdóttir er annar dagskrárstjóranna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
M.Benz E200 CGi Avantgarde.
Bluetec
Árgerð 2010
Ekinn 24 þús. Km.
Verð 7.990.000
Sjálfskiptur, Xenon, GPS Navi, Tölvustýrð miðstöð með loftkælingu, álfelgur, cruise-
control, parktronic, beygjuljós, LED dagljós, I-pod tengi, bluetooth símabúnaður,
plussmottur, hiti í sætum, Isofix, Benz hljómkerfi, leðurklætt stýri og skiptihnúður,
svartbæsaður viður í mælaborði. Bíllinn er allur sem nýr.
Upplýsingar í síma 841-8311 og á netfanginu: olafurmirra@hotmail.com