Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 78
 27. NÓVEMBER 2010 LAUGARDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólaþorpið Steinunn Guðnadóttir mun standa fyrir tveimur viðburðum á aðventunni í Hafnarfirði og tengja Jólaþorpinu. Steinunn hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að viðskipta áætlun með samningi við Vinnumála- stofnun og gengur sú áætlun út á að gerast ráðgjafi í ferða- mennsku. „Hafnarfjörður varð fyrir val- inu, þar þekki ég best til og síðan langaði mig að gera eitthvað fyrir bæinn minn. Ég hef alltaf haft áhuga á ferðamennsku og eru fjór- tán tillögur í verkefni mínu. Mark- mið með undirbúningi og gagna- öflun var að styrkja og styðja þá þætti sem fyrir eru innan Hafnar fjarðar og vera með nýjar tillögur, sem gefur sveitar félaginu möguleika á sérstöðu á mörgum sviðum,“ segir Steinunn. Hún ósk- aði eftir því við Hafnarfjarðarbæ að fá að vinna að því að koma þess- um tveimur viðburðum á og var vel tekið í hugmyndirnar. Um tvo viðburði er að ræða, Hátíð Hamarskotslækjar og Sam- hugur –hátíðardagur kirkna á að- ventu. „Það er ljóst að bærinn getur ekki lagt til fjármagn til nýrra viðburða en ég vildi samt byrja í ár og vonandi eiga við- burðirnir eftir að þróast og stækka. Markmið mitt er að Hátíð Hamarskots lækjar og Samhugur – hátíðardagur kirkna á aðventu í Hafnarfirði verði fastir liðir í dag- skrá Jólaþorpsins í Hafnarfirði,“ segir Steinunn. Hamarskotslækur, eða Lækur- inn eins og hann er kallaður í daglegu tali, er Hafnarfirði mikil- vægur. Árið 1904, hinn 12. desem- ber, voru fyrstu rafljósin á Íslandi kveikt í Hafnarfirði. Sama ár var stofnað Vatnsveitufélag Hafnar- fjarðar. „Árleg Hátíð Hamarskots- lækjar heldur á lofti hinu merka starfi frumkvöðulsins Jóhannesar Reykdal sem fyrstur kveikti raf- ljós í Hafnarfirði og á Íslandi. Þórður Edilonsson læknir var annar frumkvöðull sem barð- ist fyrir því að Hafnfirðingar fengju hreint vatn til drykkjar. Grunnur inn að hvoru tveggja er Hamarskotslækur,“ segir Stein- unn. „Hafnfirðingar ganga að rafmagni og vatni vísu á hverjum degi og geta ekki verið án þessa. Það er kominn tími til að staldra við, þakka fyrir það sem þessir frumkvöðlar stóðu fyrir.“ Að lokum vill Steinunn hvetja alla bæjarbúa til að taka þátt í hátíð Jólaþorpsins í Hafnarfirði með því að skreyta heimili sín, og lýsa þannig upp skammdegið á aðventunni. Sýna samhug í sam- félaginu með því að kveikja á frið- arljósi alla sunnudaga í aðventu, vera góð við hvert annað og njóta gleðilegra jóla. Langaði að gera eitt- hvað fyrir bæinn minn Steinunn Guðnadóttir skipuleggur Hátíð Hamarskotslækjar og Samhug – hátíðardag kirkna, en dagskrá þeirra er að finna hér fyrir neðan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● HÁTÍÐ HAMARKOTSLÆKJAR Hátíð Hamarskotslækjar verður haldin sunnudag- inn 12. desember en sama dag árið 1904 var kveikt fyrsta rafljósið í Hafnarfirði og á Íslandi. Hátíð Hamarskotslækjar minnir á mikilvægi lækjarins og ljóssins. Dagskrá: Ratleikur við Hamarskotslæk og ná- grenni. Finna þarf sögulega staði sem tengjast rafvæðingu í Hafnarfirði og Vatnsveitunni. Rat- leikurinn birtist í Fjarðarpóstinum 9. desember. Lausnum skal skila í Þjónustuver Hafnarfjarðar fyrir 30. desember 2010. Kl. 13-14 Kaldárhlaup – Víðavangshlaup 10 km. Hlaupaleiðin er farvegur Hamarskotslækjar. Rásmark við Kaldárbotna. Kl. 16 Ljósaganga. Gengið frá efri stíflu Hamars- kots lækjar við Lækjarkinn eftir gangstíg meðfram Hamarskotslæk að minnismerki um rafvæðingu við neðri stíflu lækjarins við Austurgötu. Nemar úr íþróttaakademíu Flensborgarskóla fara fremstir í göngu sem kyndilberar. Íbúar hvattir til þess að mæta og koma með vasaljós í gönguna. Kl. 16.30 Samsöngur. Söngur við útilistaverkið Hjól eftir Hallstein Sigurðsson við brú Austurgötu og Lækjargötu. Kór Flensborgarskólans leiðir samsöng. Íbúar hvattir til þess að mæta og syngja með. Kl. 17.00-19.30 Sögubrot um rafvæðinguna. Góðtemplarahús Hafnarfjarðar við Suðurgötu var eitt af fyrstu húsum Hafnarfjarðar sem voru raflýst hinn 12. desember 1904. Sögusýningin segir frá frumkvöðlinum sem lýsti upp Hafnarfjörð ásamt þróun Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Sýningin er styrkt af Hitaveitu Suðurnesja. Kaffisala og Kaldárvatn. Sýningin verður opin til og með 23. desember alla daga frá kl. 13-17. ● SAMHUGUR, HÁTÍÐARDAGUR Í KIRKJ- UM HAFNARFJARÐAR Á AÐVENTUNNI Ástjarnarkirkja: Aðventuhátíð 28. nóvember kl. 17.00 í Haukahúsinu. Einsöng flytur Diddú. Barnakór og kór Ástjarnarkirkju syngja auk Kvennakórs Hafnar- fjarðar. Fríkirkjan: Aðventuhátíð 5. desember kl. 20. Kór Frí- kirkjunnar og hljómsveit flytja aðventudagskrá. Hafnarfjaðrarkirkja: Aðventuhátíð 12. desem- ber kl. 20. „Jólavaka við kertaljós“. Barböru- kórinn og unglingakór kirkjunnar flytja jólalög. Heilags Jósefskirkja: Messa 19. desember kl. 10.30. Karmelklaustur: Morgun- messa í kapellu á hverjum morgni virka daga kl. 8 og sunnudaga kl. 8.30 nema 8. og 14. desember þá er messa kl. 10. Á aðventu er stór jólajata í kapellunni og eru allir hjartan- lega velkomnir að skoða jötuna og biðja. Opið til kl. 18.30. Víðistaðakirkja: Aðventuhátíð 28. nóvember kl. 20. Kór Víðistaða- sóknar og Barna- og unglingakór kirkjunnar koma fram. ● JÓLAÞORPIÐ BARA Í HAFNARFIRÐI Einkaleyfastofa hefur nú staðfest að vörumerkið Jólaþorp er eign Hafnarfjarðarbæjar en bærinn kærði fyrri úrskurð um að um almennt heiti væri að ræða. Almenna heitið er jólamarkaður en heitið Jólaþorp hefur sjö ára markaðsfestu og á því byggist staðfesting Einkaleyfastofu nú. Undirbúningur er nú í fullum gangi við Jólaþorpið í Hafnarfirði og er uppselt í öll söluhúsin. Jólaþorpið verður opið frá 13-18 á laugardögum og sunnudög- um alla aðventuna og á Þorláksmessu. Í Víðistaðakirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● SYNGJANDI JÓL Í HAFNARBORG Laugardaginn 4. desem- ber verða Syngjandi jól haldin í fjórtánda skiptið í Hafnarborg. Þá koma saman 24 kórar sem í er söngfólk á öllum aldri. Syngjandi jól er sam- starfsverkefni Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Skrifstofu menningar- og ferðamála og Hafnarborgar. Laugardaginn 4. desember frá kl. 10-18. Kynnar: Sigurborg Kristjánsdóttir og Vigfús Hallgrímsson. 10.00-10.20 Leikskólinn Stekkjarási 10.20-10.40 Leikskólinn Álfasteinn 10.40-11.00 Leikskólinn Hvammur 11.00-11.20 Kór Áslandsskóla 11.20-11.40 Kór Áslandsskóla 11.40-12.00 Kór Setbergsskóla 12.00-12.20 Kór Lækjarskóla 12.20-12.40 Hraunvallaskóli (leikskóli) 12.40-13.00 Hörðuvallakórinn 13.00-13.20 Leikskólinn Smáralundur 13.20-13.40 Leikskólinn Arnarberg 13.40-14.00 Kór Hvaleyrarskóla 14.00-14.20 Kór Öldutúnsskóla (yngri) 14.20-14.40 Kór Öldutúnsskóla (eldri) 14.40-15.00 Hrafnistukórinn 15.00-15.20 Barna- og unglingakór Hafnarfjarðar kirkju 15.20-15.40 Kvennakór Hafnarfjarðar 15.40-16.00 Kammerkór Hafnarfjarðar 16.00-16.20 Gaflarakórinn 16.20-16.40 Kór Flensborgarskólans 16.40-17.00 Karlakór eldri Þrasta 17.00-17.20 Kvennakór Öldutúns 17.20-17.40 Skátakórinn 17.40-18.00 Óperukór Hafnarfjarðar ● JÓL Í SÍVERTSENSHÚSI Eins og undanfarin ár býður Byggða- safn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitar- félögunum til heimsóknar í Sívertsenshús, elsta hús bæjar- ins, í sérstaka jóladagskrá tvær síðustu vikurnar fyrir jól. Börnin koma í tuttugu manna hópum í húsið og er tekið á móti þeim í stássstofunni. Þar er þeim sagt frá fjölskyldunni sem bjó í hús- inu fyrir 200 árum og jólahaldi hennar. Þá fara þau í skoðunarferð um húsið þar sem þau eru frædd um jólin í gamla daga, frá jólaeplum, frá heimsókn danska krónprinsins sem þáði súkkulaði með rjóma, frá kertunum og hræðslu fólks við drauga, álfa og jólasveina. Að lokum heilsar jólasveinn í hversdagsfötunum upp á börnin, segir þeim sögur og syngur jólalög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.