Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 40
40 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Á
fundi sem hófst
í R á ð h e r r a -
bústaðnum laugar-
daginn 4. október
2008 kl. 15.30 var
líklega fyrst sagt
upphátt að þjóðin gæti orðið gjald-
þrota í því gjörningaveðri sem þá
gekk yfir Ísland. Þessa helgi rak
hver fundurinn annan. Opinber-
lega var tilefni fundarhaldanna
það hvernig lífeyrissjóðirnir gætu
flutt fjármuni til landsins en raun-
veruleg ástæða var stórkostlegur
vandi bankanna.
Orðið sem ekki mátti nefna
„Á föstudeginum komu fram
kröfur frá Bretlandi og Evrópska
seðlabankanum í Lúxemborg um
að bæta lausafjárstöðu íslensku
bankanna í Bretlandi og eins að
þeir legðu fram frekari veð fyrir
skuldbindingum sínum,“ segir
Árni. Á fyrrnefndum fundi með
aðilum vinnumarkaðarins var
mikið talað um gjaldmiðilsmál.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR og stjórnar Lífeyrissjóðs
verslunarmanna hélt því fram á
fundinum að „við [næðum] ekki
trúverðugleika með krónuna“ og
skömmu síðar að hann hlustaði
ekki á heilagleika Seðlbankans
„ef þjóðin er að verða gjaldþrota
á mánudag“, skrifar Árni eftir
Gunnari.
Síðan segir í bókinni: „Þarna
sagði Gunnar Páll það sem enginn
vildi segja, en var óneitanlega
byrjað að grafa um sig í hugskotum
manna: Færi allt á versta veg gat
orðið þjóðargjaldþrot. Orðið sem
ekki mátti segja, því kæmi það frá
þeim sem þarna sátu á fundum til
að reyna að bjarga þjóðar skútunni,
hefði það valdið uppnámi, jafnvel
skelfingu í samfélaginu. Hvergi
í minnispunktum Árna frá þess-
ari helgi er að finna vísbendingu
um að ráðherrar, seðlabankamenn
eða sérfræðingar þeirra hafi gefið
þetta til kynna. Ekki er ólíklegt að
Gunnar Páll, jafnvel fleiri þessara
fulltrúa sem þarna voru frá
Alþýðusambandinu og Samtökum
atvinnulífsins, hafi einfaldlega
dregið þessa ályktun af þeim upp-
lýsingum sem þeir höfðu fengið
um alvarlega stöðu bankanna.
Líklega var þetta í fyrsta skipti
sem einhver sagði þetta upphátt,
en fram yfir helgina var því haldið
innandyra. Menn voguðu sér ekki
að leggja sér þetta skelfilega orð í
munn, jafnvel ekki inni í Ráðherra-
bústaðnum heldur.“
Rangar ákvarðanir
Árni veltir fyrir sér þeirri
spurningu hvenær síðast hefði
verið hægt að grípa í taumana og
stöðva þróunina sem leiddi um
síðir til hrunsins í október 2008.
„Þegar ég hugsa til baka, þá
velti ég fyrir mér tveimur tíma-
punktum þar sem taka hefði átt
öðruvísi á málum eða teknar voru
hugsanlega rangar ákvarðanir.
Fyrri tímapunkturinn er lækk-
un bindiskyldu bankanna 2003.
Það er ljóst að í kjölfar þeirrar
aðgerðar jókst peningamagn í
umferð og stærð bankanna gríðar-
lega. Það auðvitað gat gerst vegna
þess að aðrir þættir voru þessari
þróun hagstæðir s.s. lánshæfismat
ríkis ins tengt minnkandi skuldum
ríkissjóðs sem leiddi beint til
hagstæðara lánshæfismats bank-
anna. Einnig staðan á erlendum
mörkuðum og sú ofgnótt fjár sem
þar var og líka vaxta- og gengis-
stefna Seðlabankans allt frá þess-
um tíma. Hefði bindiskyldan verið
hærri hefði bankakerfið trauðla
vaxið eins hratt og raun bar vitni
og áhrif vaxtanna á þensluna eru
vægt sagt umdeilanleg í ljósi áhrif-
anna á gengið. Þessi áhrif voru
sennilega öll að verki þegar fund-
ur var boðaður í Seðlabankanum í
nóvember 2005, fyrir minni krís-
una 2006. Hann var boðaður til
þess að segja frá því að skulda-
tryggingarálag bankanna væri að
hækka. …Þá er, held ég að ég geti
fullyrt, í fyrsta skipti talað um að
það geti komið upp einhver vanda-
mál. Þarna eru menn farnir að sjá
fyrir minni krísuna 2006.
Það er í rauninni á þessum tíma,
telur Styrmir Gunnarsson í bók
sinni Umsátrinu, að menn hefðu
átt að gera eitthvað og þannig
stöðva þróunina sem leiddi svo um
síðir til hrunsins í október 2008.
Hann kemst jafnframt að þeirri
niðurstöðu að þá hafi ekki verið
neitt hægt að gera, því að enginn
hefði trúað því að þess hefði verið
þörf. Ef menn hefðu farið að leggja
til haustið 2005 að setja hömlur
á bankana, þá hefði einfaldlega
verið litið á þá sem einhverja vitl-
eysinga, fjandsamlega atvinnu-
lífinu, nú væri Davíð nýkominn í
Seðlabankann og farinn að stunda
hefndaraðgerðir þaðan.“
Gjaldeyririnn kláraðist
Í vikunni sem bankarnir voru að
falla þurfti Árni að halda út á fund
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash-
ington. Þetta voru miklir óvissu-
tímar og enginn vissi hvað myndi
gerast. Á fundinum biðu Árna fjöl-
mörg snúin verkefni.
„Það var mjög skrýtið að yfir-
gefa landið þennan dag. Allir
stóru bankarnir þrír höfðu fallið
á þremur dögum, sá síðasti, Kaup-
þing, einmitt sama dag og ég fór
út. Óvissan var slík að maður vissi
ekki hvað mundi gerast hérna
heima. Hvort konan og börnin
gætu farið út í búð að kaupa í mat-
inn, bjargað sér á meðan maður
væri í burtu. Eða hvort ég gæti
notað kreditkortið þegar ég færi
út af hótelinu og þyrfti að borga
reikninginn. Til öryggis varð ég
þess vegna að hafa með mér reiðu-
fé, því að það hefði orðið óbæri-
legur álitshnekkir fyrir Ísland ef
fjármálaráðherra landsins gæti
ekki borgað reikninginn sinn af
því kortið hans virkaði ekki! Ég
hef aldrei verið með annað eins
af peningum á mér á ferðalagi. Ég
held ég hafi nánast verið með síð-
asta gjaldeyrinn úr Seðlabankan-
um, því að þeir höfðu látið Kaup-
þing hafa allan gjaldeyrisforðann
sem þeir voru með hérna heima
þannig að það voru engir pening-
ar eftir í Seðlabankanum. Seðla-
bankinn hafði skrapað botninn til
þess að láta okkur fá seðlana.“
Síðan segir í bókinni: „Við hefð-
um átt að vera þrír ráðherrar og
seðlabankastjóri á fundum þessa
daga í Washington. Auk mín Davíð
Oddsson frá Seðlabankanum, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir utanríkis-
ráðherra og Guðlaugur Þór Þórðar-
son heilbrigðisráðherra en það
var reyndar út af einhverju sér-
stöku verkefni sem tengdist ekki
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann
sat hins vegar heima út af ástand-
inu, Davíð komst ekki heldur og
Ingibjörg veik. Það hvarflaði að
mér þegar ég var á leiðinni vest-
ur, að ég hefði kannski átt að vera
kyrr heima líka, að ég ætti ekki
að skreppa á fund á meðan húsið
stóð í ljósum logum! En ég vissi að
hjá því yrði ekki komist og áttaði
mig líka á því að ég gerði meira
gagn þarna úti í Washington, þar
væru allir sem þurfti að ræða við
til að finna einhverjar leiðir út úr
vandanum heima. Það væri þess
vegna réttari samlíking að ég
væri að hlaupa út til þess að sækja
slökkviliðið.
Í rauninni var útilokað annað
en að ég færi á ársfundinn því að
Ísland var á þessum tíma í forsæti
í Alþjóðabankanum en þetta var
sameiginlegur ársfundur Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða-
bankans. Ég þurfti þess vegna að
vera þarna á fundum í bankanum
fyrir hönd kjördæmis Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna
og halda ræðu fyrir hönd þessara
þjóða á ársfundinum. Dagskráin
var því alveg samfelld hjá mér.
Með í för var ennfremur starfs-
fólk Seðlabankans í þeim erinda-
gjörðum að hitta bankamenn og
ég sat þá fundi eins og hægt var
í stað Davíðs. Ég var þess vegna
bæði í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
eins og hefði verið mitt venjulega
hlutverk, í Alþjóðabankanum
í hlutverki utanríkisráðherra,
ræddi við bankamenn fyrir hönd
Seðlabankans og svo hljóp ég í það
að undirrita samninga fyrir heil-
brigðisráðherra að auki. Ég var
sem sagt þarna einn í hlutverkum
okkar fjögurra.“
Öllum steinum velt til að fá lán
Tími fjármálaráðherrans fór því
að töluverðu leyti í að sækja fundi
fyrir hönd annarra en hann sinnti
þó einnig sínum erindum. Hann
þurfti að hitta fulltrúa banda-
ríska fjármálaráðuneytisins, full-
trúa Bandaríkjanna hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og þýsku og
hollensku fulltrúana hjá sjóðn-
um og svo Stefan Ingves, sænska
seðlabankastjórann. Og þegar öllu
var á botninn hvolft snerust fund-
irnir um eitt meginþema, þegar
skyldubundnum erindum sleppti:
Að afla Íslandi lánsfjár.
„Það má segja að allra leiða hafi
verið leitað, öllum steinum velt við
og enginn skilinn eftir, til þess að
reyna að fá lán. Beint og óbeint
var þessi fámenni hópur að vinna
að því öllum stundum.
Ég átti langan fund með Stefan
Ingves og svo Christine Lagarde,
franska fjármálaráðherranum.
Hún hringdi reyndar fyrst í mig
á meðan ég var að tala við Stefan
og ég þurfti því að gera hlé á
þeim fundi, hún var þá í forsæti
Evrópusambandsins. ESB var
þá raunverulega að lýsa því yfir
að ef við færum réttu leiðina, þá
mundu þau vilja styðja við bakið
á okkur. Og í þeirra augum virð-
ist rétta leiðin hafa verið fólgin
í því að halda sig innan hópsins,
ef svo má segja. Hún var að vara
mig mjög eindregið við því að við
færum að taka við peningum frá
Rússum. Það gæti verið erfitt.
Ráðherra lék mömmu
Ég hafði svo samband við hana
aftur til þess að fá að vita nánar
hvað gæti falist í aðstoð frá Evr-
ópusambandinu. Hún lofaði að
afla okkur stuðnings sambands-
ins til þeirra hluta sem við þurft-
um að gera. Ég held að henni hafi
gengið gott eitt til, það reyndi líka
á það síðar að mínu mati og hún
var jákvæð í okkar garð. En þá
voru komin önnur öfl inn í þetta,
Bretland og Holland í Icesave-
málunum. Fundurinn með henni
á skrifstofum Frakka hjá AGS var
reyndar dálítið sérstakur. Í öllu
þessu stressi sem þarna var með
þennan hefðbundna ráðstefnu- eða
stórfundastíl á öllu, pappaglös og
pappadiska og allt á hlaupum,
þá var okkur boðið til stofu. Þar
biðum við í rólegheitum á meðan
te var bruggað á katli og franski
fjármálaráðherrann skenkti okkur
öllum síðan sjálf í þessa fínu post-
ulínstebolla. Hún svona „played
mum“, eins og sagt er á ensku.
Henni tókst með þessu að róa liðið
og skapa aðeins aðra stemningu en
var á fundunum yfirleitt.“
Þegar ég hugsa til
baka, þá velti ég fyrir
mér tveimur tíma-
punktum þar sem
taka hefði átt öðruvísi
á málum eða teknar
voru hugsanlega rang-
ar ákvarðanir.
Með gjaldeyrisforðann í ferðatösku
Í bókinni Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar, sem Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifar ásamt Þór-
halli Jósepssyni fréttamanni, lýsir Árni bankahruninu frá sínum bæjardyrum séð. Fréttablaðið birtir hér nokkur brot úr bókinni.
ÞJÓÐARGJALDÞROT RÆTT Fjölmiðlar fylgdust með hverju skrefi fjármálaráðherra í bankahruninu. Myndin er tekin 4. október 2008
að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem þjóðargjaldþrot var rætt í fyrsta sinn að sögn Árna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Á rni M. Mathiesen var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar þegar bankahrunið varð. Í bókinni
Árni Matt sviptir hann hulunni af því sem
gekk á fjarri kastljósi fjölmiðla, greinir
frá átökum við erlenda og innlenda áhrifa-
menn og veitir lesendum einstaka innsýn í
samtímasögu þjóðarinnar. Í bókinni vitnar
Árni meðal annars til minnispunkta sinna
og ýmissa annarra óprentaðra gagna. Þór-
hallur Jósepsson fréttamaður er höfundur
bókarinnar ásamt Árna.
MINNISPUNKTAR OG ÓBIRT GÖGN
Jólafundur Kvennadeildar
Rauða krossins 2010
verður haldinn í Víkingasal Hótel Loftleiða
fimmtudaginn 2. desember kl. 18:00.
Dagskrá:
Jólahugvekja: Séra Hjörtur Magni Jóhannsson.
Kvöldverður: Glæsilegt jólahlaðborð, möndlugjöf.
Einsöngur: Steinunn Ósk Axelsdóttir ásamt
Sigurði Jónssyni undirleikara.
Dansatriði: Verðlaunadansparið Harpa og Björgvin Þór,
dansa Suður-Ameríska dansa.
Happdrætti: Glæsilegir vinningar m.a frá Símanum, Nóa
Síríus, Kynnisferðum, Farfuglum, Securitas,
Forlaginu, Bjarti, Kaffitár og margt fleira.
Sigurður Jónsson leikur á píanó undir borðhaldi.
Tilkynnið þátttöku í síma 545 0405 eða 545 0400
í síðasta lagi tveim dögum fyrir jólagleðina.
Verð kr. 4.800.
Félagsmálanefnd.