Fréttablaðið - 22.01.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 22.01.2011, Síða 6
6 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR Vilt þú hafa það gott þegar þú hættir að vinna? Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 444 7000 eða kynntu þér kosti lífeyrissparnaðar á arionbanki.is Við tökum vel á móti þér. Árangur þinn er okkar takmark Lífeyrissparnaður Á að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum? Já 68,3% Nei 31,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú verið bólusett(ur) við svínaflensu? Segðu þína skoðun á visir.is VIÐSKIPTI Tilkynnt var í fyrra- kvöld að Larry Page, annar stofn- enda netleitarrisans Google, myndi taka við forstjórastólnum af Eric Schmidt. Ákvörðunin kom nokkuð á óvart enda hefur Schmidt vermt forstjórastól Google í rétt tæpan áratug fyrir hönd fjárfestingar- sjóðanna Sequoia Capital og Kleiner, Perkins, Caufield & Byers sem fjárfestu í Google þegar fyrirtækið var að komast á legg. Breska dagblaðið The Guardian leiðir að því líkur að helsta ástæð- an fyrir forstjóraskiptunum sé óánægja stofnendanna með árangur fyrirtækisins og telji þeir sig geta gert betur. - jab Forstjóraskipti hjá Google: Larry Page tek- ur við stýrinu TVEIR STJÓRAR Larry Page, annar tveggja stofnenda Google, situr hér hægra megin við Eric Schmidt, fráfarandi for- stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Alls eru um 170 þúsund manns á vinnumarkað- inum og þar af starfa tæplega 37 þúsund hjá ríki og sveitarfélög- um. Opinberir starfsmenn eru því ríflega fimmtungur vinnu- aflsins, alls 21,5 prósent. Þetta má lesa úr svari velferðar- ráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins, á Alþingi. Alls starfa 19.240 hjá sveitar- félögum samkvæmt nýjustu tölum, og 17.400 hjá ríkinu. Til viðbótar við þau 170 þúsund sem eru á vinnumarkaði eru ríflega tólf þúsund án vinnu og tæplega 17 þúsund eru öryrkjar. - bj 170 þúsund á vinnumarkaði: Fimmti hver hjá hinu opinbera HVÍTA-RÚSSLAND, AP Alexander Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rúss- lands, sór emb- ættiseið sinn í gær og tók skýrt fram að engar gagnrýn- israddir yrðu liðnar. Samkvæmt talningu stjórn- valda var hann endurkosinn í embættið í síð- asta mánuði, en Lúkasjenko hefur verið sakaður um kosningasvindl. „Þjóðin hefur talað,“ sagði Lúka- sjenko engu að síður í ræðu sinni í gær. - gb Lúkasjenko sver eið: Gagnrýnisradd- ir ekki leyfðar ALEXANDER LÚKASJENKÓ Launavísitala hækkaði Launavísitalan hækkaði um 0,2 prósent í desember, en kaupmáttur launa lækkaði um 0,1 prósent. Launavísitalan hefur hækkað um 4,5 prósent síðasta árið en kaupmáttur launa um tvö prósent. VINNUMARKAÐUR ALÞINGI „Flest herbergi hafa verið opin og menn talið það í lagi. En nú verðum við að horfast í augu við það að við búum í breyttum heimi,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, for- seti Alþingis. „Okkar varnir höfðu fyrst og fremst snúið að utanað- komandi árásum. Við höfðum ekki tryggt okkur nægilega fyrir því að einhver kæmist inn í húsnæðið og setti í samband tölvu. Nú er búið að efla þær varnir,“ segir hún. Í ljós hefur komið að fartölva sem fannst í varaþingmannaher- bergi Hreyfingarinnar á skrifstof- um Alþingis 2. febrúar í fyrra var tengd við tölvukerfi Alþingis 28. desember 2009 og hafði því verið í stöðugu sambandi þegar hún fannst mánuði síðar. Engin merki eru um að gögn hafi verið flutt af henni. Morgunblaðið greindi frá mál- inu á fimmtudag og var það rætt á Alþingi sama dag. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í gær- morgun með formönnum þing- flokka, fulltrúum tölvudeildar Alþingis og lögreglu höfuðborgar- svæðisins. Á fundinum var farið yfir málið. Þar kom fram að tölvan fannst fyrir tilviljun undir blöðum í her- bergi Hreyfingarinnar sem sjald- an er notað þegar starfsmaður tölvudeildar Alþingis kom þangað til að ná í prentara. Netsnúra sem tengdist borðtölvu í herberginu hafði verið tekin úr sambandi og tengd við fartölvuna. Alþingi greip til ráðstafana um leið og tölvan fannst. Af því sem starfsmenn tölvudeildar Alþingis mátu hafði tölvan ekki verið notuð til að hlaða niður gögnum af tölvu- kerfi Alþingis. Þvert á móti virðist hún hafa verið lítið notuð. Engu að síður voru teknar mynd- ir af skjá tölvunnar með farsíma áður en hún var tekin úr sam- bandi við tölvunetið og ákveðið að afhenda hana lögreglu til rann- sóknar. Að því búnu var slökkt á tölvunni en talið er að við það hafi gögn á harða diski hennar sjálf- krafa eyðst. Rannsókn lögreglu hefur ekk- ert leitt í ljós; engin gögn fundust í tölvunni, búið var að afmá öll auð- kenni af henni og fundust á henni engin fingraför ef frá eru skilin fingraför starfsmanna tölvudeild- ar Alþingis. Af þessum sökum liggur enginn undir grun. Fréttablaðið fékk engar upplýs- ingar um tölvuna þegar eftir því var leitað í gær. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis- ins segir tölvuna í fórum lögreglu og málið sé enn opið þótt rannsókn hafi lítið miðað. Myndir sem tekn- ar voru af tölvunni eru jafnframt í fórum lögreglu. jonab@frettabladid.is MÁLIN RÆDD Á ALÞINGI Fartölva fannst í varaþingmannsskrifstofu Alþingis fyrir ári. Hún hafði verið tengd tölvukerfinu í mánuð. Enginn veit hver á tölvuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rannsókn lögreglu hefur engu skilað Lítið hefur miðað í rannsókn lögreglu á fartölvu sem fannst undir pappír í vara- þingsmannsherbergi Hreyfingarinnar. Ekkert bendir til að gögnum hafi verið stolið frá Alþingi. Öryggismál hafa verið hert, segir forseti Alþingis. KJARAMÁL Tvö verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambands Íslands, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn á Húsavík, lýstu sig í gær mótfallin hugmyndum samn- inganefndar sambandsins, um að skoða samræmda launastefnu í yfirstandandi kjaradeilu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi áhersla ætti ekki erindi við hans félagsmenn sem vinna langflestir hjá útflutningsfyrirtækjum, sem þyrftu ekki sérstaka tillitsemi. Félagið hafi þ v í d r e g i ð samningsumboð sitt til baka og hyggist semja sjálft við Sam- tök atvinnulífs- ins í framhald- inu. „Nú verður íslenskt verka- fólk að fara að vakna! Látum ekki níðast á okkur meira en orðið er,“ segir Vilhjám- ur. Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður Framsýnar, segir að and- staða hans ráðist af því að krafan um 200.000 króna lágmarkslaun verði að koma til framkvæmda þegar í stað en ekki á næstu þrem- ur árum. „Við getum ekki beðið lengur eftir því að lágmarkslaun hækki.“ Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreina- sambandsins, segir að þótt ákveðið hafi verið að skoða sam- ræmda launastefnu séu menn ekki bundnir við það. Hann taldi líklegt að stefna sambandsins í kjara- samningum skýrðist frekar um miðja næstu viku. - þj Mismunandi sýn innan Starfsgreinasambands Íslands varðandi komandi kjaraviðræður: Tvö félög gegn samræmdri launastefnu VILHJÁLMUR BIRGISSON AÐALSTEINN ÁRNI BALDURSSON BJÖRN SNÆBJÖRNSSON Við höfðum ekki tryggt okkur nægilega fyrir því að einhver kæmist inn í húsnæðið og setti þar í samband tölvu. ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR FORSETI ALÞINGIS LÖGREGLUMÁL Amfetamín sem talið er ætlað til sölu fannst í húsleit lögreglu í fjölbýlishúsi í austur- borg Reykjavíkur í fyrradag. Húsráðandi, kona á fertugsaldri, var handtekin. „Karl um þrítugt var handtekinn skömmu áður en húsleitin hófst en sá var að koma úr áðurnefndri íbúð,“ segir í til- kynningu lögreglunnar. Hann var með amfetamín á sér. - óká Fíkniefni fundust í húsleit: Karl og kona voru handtekin KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.