Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.01.2011, Qupperneq 8
 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Persónuvernd hefur kært Símann fyrir heimildarlausa notkun á persónuuplýsingum sem fengin voru úr símstöðvum. Upp- lýsingarnar voru um keppinaut- inn Nova og notaðar til að reyna að laða viðskiptavini Nova til Sím- ans. Fram kemur í niðurstöðu Persónu verndar að Síminn hafi nýtt sér svokallaðar CPR-færslur úr símstöðvum til að finna út úr hvaða símanúmerum væri mest hringt í símanúmer viðskipta- vina Símans. Þessar upplýsingar um stærstu notendurna hafi verið keyrðar saman við gagnagrunn ja.is og þannig útbúnir listar með sundurgreinanlegum upplýsing- um um mörg þúsund viðskipta- vini Nova. „Á umræddum listum eru ekki aðeins upplýsingar um símanúmer og nöfn viðkomandi viðskiptavina Nova heldur jafnframt kennitölur, heimilisföng og í mörgum tilvikum starfsheiti þeirra. Auk þess koma á listunum fram upplýsingar um fjölda símtala hvers og eins, lengd í mínútum eða sekúndum og lengd meðaltalssímtals,“ vitnar Persónu- vernd í bráðabirgðaúrskurði Sam- keppniseftirlitsins, sem kannaði málið eftir að kvörtun barst frá Nova. Hluti málsins fellur undir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS). „Til- gangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum við- skiptavinum með óeðlilegri notkun á trúnaðarupplýsingum sem ekki ber að nota í markaðslegum til- gangi,“ segir stofnunin sem kvaðst hafna „veikburða og oft fjarstæðu- kenndum málatilbúnaði“ Símans. PFS ákvað þó fyrir sitt leyti að kæra ekki til lögreglu. Persónuvernd segir málið hins vegar mjög alvarlegt. Skylt sé að kæra það til lögreglu í ljósi umfangs þess og eðlis. „Síminn hf. notaði í heimildar- leysi fjarskiptaupplýsingar um þúsundir einstaklinga sem voru í viðskiptum við önnur fjarskipta- fyrirtæki en Símann hf. Um er að ræða upplýsingar um fjarskipti manna sem njóta eiga sérstakrar verndar eins og rakið hefur verið. Þá er óumdeilt að ekki var um slysni eða mistök að ræða heldur var tekin um það sérstök ákvörð- un að nota þessar trúnaðarupplýs- ingar í hagnaðarskyni,“ segir Per- sónuvernd. Síminn kveðst harma að „hafa nýtt fjarskiptaumferðarupplýsing- ar með þeim hætti sem gert var.“ Ekki náðist í Sævar Frey Þráins- son, forstjóra Símans, en Mar- grét Stefánsdóttir upplýsingafull- trúi segir tilgang fyrirtækisins hafa verið að ná til sín með tilboð- um þeim viðskiptavinum annarra símafyrirtækja sem hringdu oft í viðskiptavini Símans. „Það voru á annað hundrað sem tóku tilboð- inu,“ segir Margrét um árangur- inn. gar@frettabladid.is Notuðu ólöglega lista til að krækja í kúnna Síminn útbjó ólöglega lista um símanotkun viðskiptavina keppinautar til að ná viðskiptavinum. Persónuvernd segir brotið alvarlegt og kærir málið til lögreglu. Síminn kveðst harma misnotkun upplýsinga sem fyrirtækið hafði aðgang að. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON Síminn notaði trúnaðarupplýsingar úr símstöðvum til að kortleggja notkun viðskiptavina annarra símafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tilgangurinn var markvisst sá að ná frá félögunum mikilvægum viðskiptavinum með óeðli- legri notkun á trúnaðarupp- lýsingum. ÚR ÚRSKURÐI PERSÓNUVERNDAR Lóð fyrir veitingahús við Arnarnesvog Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að byggja og starfrækja veitingahús á glæsilegri útsýnislóð við Arnarnesvog. Í skipulagi er gert ráð fyrir fjölbreyttu útivistarsvæði á opnu svæði við Arnarnesvog, frá Sjálandshverfi að Arnarneslæk, með grasflötum, runnagróðri, leiksvæðum o.fl. Veitingahúslóðin er 1350 m2 að stærð og verður heimilt að reisa veitingahús sem er allt að 300 m2 að stærð. Gatnagerðargjöld af lóðinni eru 4.537.524 miðað við 300 m2 hús. Umsóknum skal skila til þjónustuvers Garðabæjar, í Ráðhúsinu, Garðatorgi 7 í síðasta lagi fyrir kl. 14 föstudaginn 11. febrúar 2011. Með umsókn eiga að fylgja: • Frumdrög uppdrátta sem sýna hugmyndir að gerð húsnæðis á lóðinni • Lýsing á starfsemi veitingastaðar • Rekstraráætlun • Fjárfestingaráætlun • Framkvæmdaáætlun • Verðhugmynd fyrir byggingarrétt • Önnur atriði sem umsækjandi telur rétt að komi fram Nánari upplýsingar eru á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is Viltu verða dagforeldri í Reykjavík? Leitað er eftir dagforeldrum til starfa í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást hjá daggæsluráðgjöfum í þjónustumiðstöðvum borgarinnar í síma 411 111 Næsta réttindanámskeið fyrir verðandi dagfor- eldra hefst hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar 14. febrúar. Nánari upplýsingar fást í síma 664-5510/ 585-5860. Reykjavíkurborg niðurgreiðir kostnað vegna námskeiðsins. Framboð í trúnaðarstöður FRV Samkvæmt 34. gr. laga Félags Rafeindavirkja skal fara fram kosning til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 07.02.2011 Reykjavík 21. janúar 2011 Stjórn Félags Rafeindavirkja SJÁÐU ALLT UM HM Á VISIR.IS SKÓLAMÁL Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík mót- mæla harðlega niðurskurði þriðja árið í röð. Samráðsfundur SAMFOK, samtaka foreldra grunn- skólabarna í Reykjavík, stjórna foreldrafélaga í grunn- skólunum og fulltrúa foreldra í skólaráðum, var haldinn á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu í gær. Í ályktun fundarins segir: „Enn frekari aðgerðir munu skaða skólastarfið um ókomna framtíð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir börnin okkar. Við sættum okkur ekki við það.“ Þá gerir fundurinn „mjög alvarlegar“ athugasemdir við að á sama tíma og aukið foreldrasamstarf sé boðað í borginni séu foreldrar kerfisbundið leyndir upplýsing- um um hvaða leiðir skólastjórnendum er gert að fara í niðurskurðinum. „Foreldrar krefjast þess að allar upp- lýsingar og tillögur um niðurskurð í grunnskólunum verði lagðar fram og kynntar á opnum fundi með for- eldrum grunnskólabarna í Reykjavík eins fljótt og unnt er,“ segir í ályktun fundarins. - óká HITAFUNDUR Guðrún Valdimarsdóttir formaður SAMFOK heldur tölu í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Boðuðum niðurskurði í grunnskólum Reykjavíkur harðlega mótmælt: Foreldrar kalla eftir opnum fundi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.