Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 13

Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 13
LAUGARDAGUR 22. janúar 2011 13 Það er skrýtið að skoða hvernig menn ætla sér að lifa á Íslandi. Á óragróðatímum töldu menn ein- sætt að lifa á fjárbréfa-leikum, það væri langauðveldasta leið- in, það væri hinn nýi tími. Annað væri hálf-asnalegt. Og óþarft væri að framleiða einhverjar vörur eða setja fé eða hugvit eða hugmynda- flug í þróun grunnatvinnuveganna, t.d. matvælaframleiðslu, enda þarf þá að fást við margbreytilegar upp- lýsingar og flóknar. Til þess þarf að vera klár. Öðrum detta í hug aðeins fáar hugmyndir og stærri í sniðum, það er auðveldara fyrir stjórnmála- menn að til- ei nk a sér þær, t.d. að v irkja af l fossa. Marg- ir halda að Íslendingar lifi ekki af n e m a a ð virkja fossa. Sjálfvitar eiga ekki að fá fleiri hug- myndir. Hvernig lifir menn- ingarþjóðin Danir af, þeir eiga ekki einn einasta foss? Hvernig ætla Íslendingar að lifa þegar allir fossar eru búnir? Sem verður fljótlega. Og hvernig fara Hollendingar að, sem eiga bara öfuga fossa? Láta vatnið renna uppímóti. Voru Íslendingar ekki ein- mitt búnir einhverjum sérstökum undrahæfileikum, sagði það ekki einhver? En það er náttúrlega ekki gott að vera með mikið hugmyndaflug innan stjórnmálaflokka. Það gæti líka skyggt á foringjana. Auðvitað getum við haldið áfram að tuddast á náttúrunni í stað þess að sinna náttúruvernd. Þegar þögninni er útrýmt úr umhverfi okkar þá er það eins og að missa eitt band úr litrófi sólar- ljóssins. Óbornir afkomendur eiga sama rétt og við til náttúru jarðar. Við jafnréttissinnaðir Íslendingar hirðum ekki um þann rétt þeirra – meðan þeir sjá ekki til okkar. Þeir sjá ekki til okkar Pólitík á Íslandi Valgarður Egilsson læknir Hvernig ætla Íslendingar að lifa þegar allir fossar eru búnir? Sem verður fljótlega. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðs-ins, 16. þ.m., ritar fyrrum rit- stjóri blaðsins, Styrmir Gunnars- son, grein og minnir á að ekki dugi fjósamanni að moka flórinn til hálfs og berja sér svo á brjóst. Er hann þar að tala um fjósa- mennina, sem tóku að sér fjós- verkin eftir Hrun. Ritari þessa greinarkorns kom þar á bæ fyrir fjörutíu árum að flórinn í fjósinu hafði verið mokaður til hálfs og mykjunni mokað yfir í hinn endann. Þar stóð kálfur í klyftir í mykju. Hvað ætli mykjan nái hátt á Halldóri Ásgrímssyni í ómokað- asta flór Hrunverja? Er Finnur Ingólfsson kannski alveg á kafi? Ráðslag Landsbankamanna er nú mjög í umræðunni, sem von- legt er. Var ekki í fréttum nýlega, að eignarlausu félagi á Höfn í Hornafirði, Mónu að nafni, í eigu H. Ásgrímssonar hefði Lands- bankinn lánað 5 – fimm – millj- arða króna, kr. 5.000.000.000.00 – án veða og væri bankinn þess- vegna búinn að afskrifa tæpa 3 – þrjá – milljarða? Hvað er Landsbankinn búinn að afskrifa marga milljarða vegna Stöðvar 2, sem neitað hafði verið um viðskipti í bankanum áður en við yfirstjórn þar tóku Hrun- verjarnir Finnur, Helgi horski og Kjartan strjálbýlingur? Hvar voru fjármunir Samvinnu- trygginga ávaxtaðir? Í Lands- bankanum að sjálfsögðu. Hverjir tóku þá út og ráðstöfuðu 30 millj- örðum til kaupa á hlutabréfum í stórfjósunum, þar sem flórarnir standa enn fleytifullir? Má fá að líta á umboðin, sem úttektarmenn framvísuðu í bankanum? Er það rétt, að þeir sem fengu VÍS-hlut Landsbankans keyptan fyrir kr. 6,8 milljarða hafi selt hann innan þriggja ára fyrir kr. 31,5 milljarða? Væri kannski rétt að „Sérstakur saksóknari“ spyrði Finn Ingólfsson að því? Formaður Einkavæðingar- nefndar, Jón Sveinsson, fram- sóknarmaður, fékk, ásamt félög- um sínum, Íslenska aðalverktaka keypta fyrir kr. 3,2 milljarða, að fyrirmælum þáverandi utanríkis- ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, og áttu þeir félagar þó ekki hæsta tilboð í fyrirtækið. Fyrir rúmum þremur árum birtist frétt í Morgun blaðinu um sölu lóða í Blikastaðalandi, en þær höfðu fylgt með í sölu ÍAV. Blaðið kvaðst ekki hafa fengið upplýsingar um söluverð lóðanna, en það væri talið 16-18 milljarðar króna. Ætti nú ekki „Sérstakur sak- sóknari“ að efna sér í myndarlega fjósreku eftir að hann hefur misst norsk-frönsku jarðýtuna út í veður og vind? Fjósverkin Hrun Sverrir Hermannsson frá Svalbarði, fv. þingmaður, ráðherra og bankastjóri Ráðslag Lands- bankamanna er nú mjög í umræðunni, sem vonlegt er. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmahitaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 5 32 91 0 1/ 11 Varstu að fá svona seðil? Þetta er álagningarseðill vegna vatns- og fráveitugjalda. Í fyrra voru þau tilgreind á álagningarseðli fasteignagjalda og gátu verið allt að helmingur þeirra. Þar sem við hjá Orkuveitunni sjáum um vatnsveitu og fráveitu m.a. í Reykjavík, innheimtum við nú gjöldin beint í stað þess að sveitarfélögin hafi um það milligöngu. Ekki nýtt gjald Ef þú hefur fengið seðil frá okkur þá verða gjöldin ekki á álagningarseðli fyrir fasteignagjöldunum. Í fyrra miðaðist fráveitugjaldið í Reykjavík við fasteignamat. Vatnsgjaldið var fast gjald og svo gjald á hvern fermetra húsnæðis. Núna eru bæði gjöldin reiknuð út á sama hátt. Fast gjald og gjald á hvern fermetra húsnæðis. Þetta kemur mismunandi út fyrir viðskiptavini. Það má gagnrýna fermetragjaldið en okkur þykir það þó sanngjarnara en að miða við fasteignamatið. Kostnaðurinn við að veita þjónustuna ræðst nefnilega fremur af umfangi húsnæðis en því hvort það er eftirsótt á markaði. Þú færð nánari upplýsingar á vefnum hjá okkur, www.or.is Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.