Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 37

Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 37
LAUGARDAGUR 22. janúar 2011 Þegar ég eignaðist eldri strákinn, var alltaf heima og vantaði félags- líf, fann ég fljótt að það sárvantaði kaffihús fyrir mjólkandi mæður og yngstu borgara þjóðarinnar. Drengurinn var kveisubarn og ég mátti ekki borða nokkurn skapað- an hlut svo ég endaði oftast í vatni og kleinu, því erfitt var að sleppa hinu og þessu úr uppskriftum kaffihúsanna,“ segir Tinnu, sem gert hefur kaffihúsatilveru nýbak- aðra foreldra að algjörri dásemd á Iðunnareplinu. „Það er góð tilfinning að opna kaffihús á þessum nótum því fæð- ingarorlof er frítími foreldra til að njóta lífsins með börnum sínum og gott að eiga stað þar sem þau eru velkomin að vera og lögð er alúð í mat allrar fjölskyldunnar,“ segir Tinna sem eignaðist syni sína með 18 mánaða millibili. „Börn eru og verða alltaf börn, með tilheyrandi hlaupum og hávaðafjöri, en ekki er alls staðar vel séð að maður komi með þau á kaffihús. Þetta má á Iðunnarepl- inu og sérstakt leikherbergi fyrir eldri börnin að ærslast í, sem truflar engan í veitingasalnum en gefur foreldrum tækifæri til að tala saman á ný, sem er meira en að segja það með tvö lítil börn,“ segir Tinna hlæjandi, en einnig er sérstakt gjafa- og skiptihorn á kaffihúsinu. Tinna er fyrst veitingamanna sem býður upp á sérútbúna mat- seðla fyrir börn á aldrinum 0 til 3ja ára. „Næringarvitund landsmanna hefur aukist mjög á liðnum árum og eðlilegt að foreldrar vilji börn- um sínum aðeins það besta. Því mauka ég úrval af heilnæmu ung- barnamauki á staðnum úr algjör- lega ferskum og aukaefnalausum mat, en býð einnig holla, girnilega og spennandi barnarétti fyrir eldri börn og foreldra.“ Iðunnareplið er í Templarasundi 3 og er opnunartíminn miðaður við vökutíma smábarna, frá 8 til 20 virka daga, en 9 til 20 um helgar. „Ef fólk gleymir að kaupa í kvöldmatinn getur það því líka komið í hollan og góðan kvöldverð til okkar.“ Matseðla og fróðleik er að finna á www.idunnareplid.is. - þlg À la carte fyrir ungbörn Í dag opnar ungbarnaveitingahúsið Iðunnareplið með pompi og prakt við Templarasund, en á matseðl- um er úrval ungbarnamauks og smábarnarétta unnin á staðnum úr brakandi fersku hráefni. Tinna með syni sína Elvar Ægi og Daníel Óðin í leikherbergi Iðunnareplisins þar sem starfsfólkið er þjálfað í skyndihjálp barna og allt er til alls ef nýbakaðar mæður í brjóstaþoku hafa gleymt einhverju aðkallandi í skiptitöskunni. Tinna með sonunum Elvari Ægi og Daníel Óðni í hamborgaraveislu á Iðunnareplinu. Tinna er útlærður þjónn en maður hennar Bjarki Freyr Gunnlaugsson matreiðslumeistari hannaði matseðla smáfólksins sem og hinna fullorðnu á ungbarnakaffihúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 260 g nautahakk 180 g fínsaxað grænmeti sem má vera hvað sem er en hér kemur blanda Iðunnareplisins: 6 gulrætur 1 kúrbítur 2 laukar (í stað lauks má nota hvaða rótargrænmeti sem er) 2 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 kjötteningur, leystur upp í smávegis vatni hamborgarakrydd eða Italian Season- ing, eftir smekk 1 egg 1 dl brauðrasp Grænmeti fínsaxað í matvinnsluvél og blandað saman við nautahakk. Kryddað með salti, pipar og öðru kryddi að vild. Eggi og brauðraspi bætt saman við og síðan mótað- ir fjórir borgarar, litlir eða stórir. Steikt í svolítilli olíu á pönnu eða bakað olíulaust í ofni við 180°C í 10 mínútur á hvorri hlið. Sett í grófar brauðbollur með tómatsósu, hamborgarasósu eða annarri sósu að vild. Sveitafranskar 1 stór sæt kartafla 4 stórar bökunarkartöflur 2 næpur Allt flysjað og skorið í ræmur, og sett í eldfast mót með olíu, salti og pipar. Bakað í ofni við 180 C í 40 mínútur, eða þar til stökkt og „frönskulegt“. BARNAHAMBORGARI IÐUNNAREPLISINS Heilnæmur og ljúffengur, en líka fyrir mömmu og pabba HANDA FJÓRUM Á Iðunnareplinu eru hefðbundnir hamborgarar og djúpsteiktar franskar ekki í boði, heldur hollur, ljúffengur skyndibiti sem krakkar elska að njóta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við leitum að góðu fólki Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins – og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.