Fréttablaðið - 22.01.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 22.01.2011, Síða 42
 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR4 Hefur þú áhuga á að starfa í Noregi? Starfakynning á Grand Hótel Reykjavík www.eures.is Þriðjudaginn 25. janúar á milli kl. 11:00 og 16:00 EURES í Noregi í samvinnu við Vinnumálastofnun og EURES á Íslandi stendur fyrir starfakynningu á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 25. janúar á milli kl. 11:00 og 16:00. Eftirtalin fyrirtæki kynna laus störf í Noregi: Tide Buss AS (www.tide.no), Manpower/ Manpower Helse (www.manpower.no), AM Direct (www.amdirect.no), Din Bemanningspartner (www.db-partner.no). Kynningin er öllum opin en einkum er eftirspurn eftir fólki úr eftirtöldum starfsstéttum: hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, byggingarverkfræðingum, iðnaðarmönnum, meiraprófsbílstjórum (rútu- og strætisvagna), leikskólakennurum og mjólkurfræðingum. Barnaverndarstofa Tímabundin staða lögfræðings á Barnaverndarstofu Barnaverndarstofa óskar eftir lögfræðingi í afleysingum í tíu til tólf mánuði. Lögfræðingur Barnaverndarstofu hefur yfirumsjón með lögfræðilegum úrlausnarefnum á stofnuninni. Meginverkefni eru meðferð og afgreiðsla kvartana yfir málsmeðferð barnaverndarnefnda, eftirlit með störfum barnaverndarnefnda, lögfræðileg ráðgjöf og fræðsla um túlkun og framkvæmd laga og reglugerða, umsagnir til Alþingis og annarra auk þátttöku í þverfaglegu starfi Barnaverndarstofu á sviði stefnumótunar og afgreiðslu einstakra verkefna. Menntun og reynsla af stjórnsýslu og málsmeðferð barnaverndarmála er æskileg. Um er að ræða fullt starf en einnig kemur til álita að ráða fleiri en einn einstakling í hlutastarf. Viðkomandi þarf að getað hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barna- verndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Laun eru greidd skv. kjarasamningi við Stéttarfélag lögfræðinga. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2011. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að nýju. Nánari upplýsingar veitir Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (www.bvs.is). Umsóknum má einnig skila rafrænt til aslaug@bvs.is. Sérfræðingur Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi í tölfræðilegri úrvinnslu í mannfjölda- og manntalsdeild. Verkefni starfsins snúa að hagskýrslugerð um mannfjölda og búferlaflutninga, þróun á gagnagrunnum og vinnu við rafrænt manntal. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í hóp og eigi auðvelt með að starfa með öðrum. Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi er æskilegt. • Mikil þekking og reynsla af gagnagrunnavinnslu (SQL). • Þekking á lýðfræði er mikill kostur. • Þekking á tölfræði er nauðsynleg. • Góðir samskiptahæfileikar. • Samviskusemi og vandvirk vinnubrögð eru þessu starfi mikilvæg. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Laust starf hjá Hagstofu Íslands Borgartúni 21a 150 Reykjavík Sími 528 1000 Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2011 og skulu umsóknir berast á eftir- farandi póstfang: Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upp lýsing ar um starfið veitir Ólafur Arnar Þórðarson í síma 528 1000 eða á netfanginu olafur.thordarson@hagstofa.is. ÞJÓNUSTULIÐAR - RÆSTING í Menntaskólanum í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða þjónustuliða til ræstinga og umsjónar með umgengni í skólanum. Um er að ræða ½ starf frá kl. 12.00 til 16.00 virka daga. Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og fjármálaráðuneytis. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 594 4000 hjá skrifstofustjóra eða ræstingastjóra. Skólameistari Bifreiðasmiður óskast á viðurkennt réttingaverkstæði á góðum stað í bænum. Með Cabas samninga við tryggingafélögin. Stundvísi og vandvirkni áskilin. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar í síma 893 3108 Pálmi PS Rétting ehf. Súðarvogi 52-54 Starfsmann vantar á heimili fyrir fatlaða í Hafnarfi rði Starfsmann vantar í 50% starf á heimili fyrir fatlaða í Hafnarfirði. Um tímabundið starf í vaktavinnu er að ræða. Starfið felur í sér að aðstoða íbúa heimilisins við félagslega færni og athafnir daglegs lífs. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi er nauðsynlegt. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Hafnarfjarðar og launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefur Birna Guðmundsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 865 3346. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið birnagu@hafnarfjordur.is fyrir 24. janúar næstkomandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.