Fréttablaðið - 22.01.2011, Page 60

Fréttablaðið - 22.01.2011, Page 60
32 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR Á þessum degi fyrir réttum 27 árum, 22. janúar árið 1984, var fyrsta Macintosh-tölvan frá Apple- fyrirtækinu kynnt til sögunnar með eftirminnilegri auglýsingu meðan á Super-Bowl leiknum stóð. Þessi tölva markaði tímamót þar sem hún var fyrsta einkatölvan sem notaðist við mús og grafískt notandaviðmót, sem hefur verið ráðandi í einkatölvugeiranum alla tíð síðan. Tveimur dögum síðar fór tölvan á almennan markað og var það frumherjinn Steve Jobs sem sýndi gripinn í hinni fyrstu af sínum frægu vörukynningum. Macintosh-vélin átti nokkurri velgengni að fagna og lifði, með breytingum og uppfærslum þó, allt til ársins 1990 og er þannig langlíf- asta Macintosh-tölvan frá upphafi. Frá þeim tíma missti Macintosh stöðu sína á markaðnum og Micro- soft tók öll völd. Jobs, sem yfirgaf Apple árið 1985, sneri til baka árið 1997 og hefur síðan farið fyrir mikilli endur reisn Apple sem sér ekki enn fyrir endann á. - þj Heimild: Wikipedia.org Makkinn kynnt- ur til sögunnar Markaði tímamót í tölvuheiminum. STEVE JOBS Í ÞÁ TÍÐ … 1900ÁR 20111984 Dagurinn tekinn snemma MYNDBROT ÚR DEGI | Miðvikudaginn 19. janúar | Tekið á Sony Chyper Shot DSC-W20 Fyrstu daga ársins ríkir mest annríki hjá einkaþjálfurum landsins enda margir æstir í að koma sér í form eftir jólaátið. Björk Varðardóttir, einkaþjálfaranemi og starfsmaður í World Class, smellti nokkrum myndum af hefðbundnum degi fyrir Fréttablaðið. 1 Dagurinn byrjar snemma, oft-ast er ég mætt að þjálfa klukk- an 6.00. Ég segi með stolti að við höfum aðgang að frábærum lík- amsræktarstöðvum og nú eru World Class stöðvarnar orðnar 9. Það er alltaf nóg að gera og ég hlakka alltaf til að mæta í vinn- una enda rosalega líflegur vinnu- staður og viðskiptavinirnir hver öðrum hressari og til í að taka vel á því! 2 Tabata-tímarnir hafa notið mikilla vinsælda og er ég með opna tíma í stundatöflu World Class Kringlunni kl. 8.20 á morgnana. 3 Janúarmánuður einkennist af miklu fjöri og mikið að gera akkurat núna, að tabata-tímanum loknum held ég áfram að þjálfa og er þá bæði með hópa og ein- staklinga í þjálfun. 4 Það skiptir miklu máli að næra sig vel þegar mikið er um að vera. Mjög vinsælt hjá mér er að stoppa á Nings og fá sér einn af heilsuréttunum frá þeim í hádegismat, fljótlegt og þægi- legt! 5 Það er fátt betra en að koma síðan heim í lok vinnudags þar sem hvuttinn tekur vel á móti manni og bíður eftir því að maður fari með hann í göngutúr, að því loknu fær maður sér hollan og góðan kvöldmat og fer síðan í það að skipuleggja næsta dag! Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2011 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum heimabanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 11 11. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári, fá einnig lækkun á árinu 2011. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2009. Þegar álagning vegna tekna ársins 2010 liggur fyrir næsta haust, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega og þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2011 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.460.000 kr. Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.460.000 til 2.830.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.440.000 til 3.840.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.830.000 til 3.290.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.840.000 til 4.580.000 kr. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, annast álagningu og innheimtu vatnsgjalds og fráveitugjalds og veitir upplýsingar í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 fyrir árið 2011 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október. Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna er 1. maí. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. janúar 2011. FASTEIGNAGJÖLD

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.