Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 68

Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 68
40 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja stúfur, þetta er nú kannski ekki Nordica... En það munar ekki miklu! Þú gerir þér grein fyrir því að það er nú hægt að fá föt í nokkrum litum og með mynstrum, ekki satt? Fataskáp- urinn minn kemur þér ekki neitt við. Ái! Hannes, láttu systur þína í friði! En... ég gerði ekk... hún... Æi gleymdu því. Það er gaman að vera prins- essan. LÁRÉTT 2. vín, 6. tímabil, 8. meiðsli, 9. meðal, 11. nudd, 12. rithöfundur, 14. bolur, 16. mun, 17. berja, 18. skörp brún, 20. hljóm, 21. pottréttur. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. kringum, 4. skordýr, 5. hyggja, 7. heimilistæki, 10. fum, 13. umrót, 15. jarðgöng, 16. kirna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. must, 6. ár, 8. mar, 9. lyf, 11. nú, 12. skáld, 14. stofn, 16. ku, 17. slá, 18. egg, 20. óm, 21. ragú. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. um, 4. sandfló, 5. trú, 7. ryksuga, 10. fát, 13. los, 15. náma, 16. ker, 19. gg. ... nei! Honum finnst móðir hans EKKI skipta sér of mikið af!! Ég er farinn að gera mér far um það þegar ég kaupi bensín á bílinn að fá þjónustu í stað þess að dæla sjálfur. Ástæð- an er einföld. Ég vil að þessi þjónusta sé til staðar. Með því að nýta mér hana, jafn- vel þótt ég sé ekkert of góður til að dæla bensíni á bílinn minn sjálfur, finnst mér ég leggja mitt af mörkum til að henni verði haldið áfram. Maður getur nefnilega lent í því að vera á ferð í sparifötunum í slagviðri og þurfa nauðsynlega að skipta um vinnu- konu. Þótt ég ráði við það sjálfur vil ég að undir slíkum kringumstæðum geti einhver gert það fyrir mig. MJÖG víða, einkum úti á landi, er engin þjónusta á bensínstöðvum. Í námunda við bensínsjálfsala er sjoppa með sæl- gæti, skyndibita og hugsanlega sitthvað fyrir bílinn til sölu. Aftur á móti er afgreiðslufólkið gjarnan jafnilla að sér og ég um það sem mig kynni að vanta. Þess eru jafnvel dæmi að fyrir því sé orðið „vinnu- kona“ ekki annað en starfsheiti. ÉG held að af þessu geti stafað hætta. Bensín- afgreiðslumaður, sem óum- beðinn þvær framrúð- una fyrir mann, bendir manni á að það sé ójafn þrýstingur í dekkjunum og spyr hvort hann eigi að athuga olíuna eða bæta á rúðupissið, getur hæglega komið í veg fyrir slys. Það er líka hægt að spyrja hann um færðina á heið- inni og fá mun nytsamlegri upplýsingar en þær sem eru á upplýsingaskiltinu við veg- inn, þótt stærðfræðileg nákvæmni um vind- átt, loftraka og veghita standist e.t.v. ekki samanburð. KANNSKI er ég bara að mikla þetta fyrir mér. Kannski er ég bara kominn á þann aldur að ég sakna heims sem er að hverfa, heimsins sem ég ólst upp í. Heims þar sem þjónusta fól í sér mannleg samskipti. Ekki mikil eða náin, kannski bara hjal um dag- inn og veginn, veðrið og leikinn – en samt samskipti við aðra manneskju. Ég ætla ekki að fullyrða að aukin tíðni á athyglisbresti og andfélagslegri hegðun stafi af því að allt, sem heyrir til framþróunar í þjónustu, skuli einmitt miða að því að má úr lífinu öll mannleg samskipti, s.s. netverslun, sjálf- salar og upplýsingaskilti sem spara manni að þurfa að spyrja einhvern. En ég yrði ekki hissa þótt rannsóknir myndu leiða það í ljós. ÉG reiknaði það einu sinni út að það kosti mig 100-150 kr. að láta dæla bensíninu fyrir mig (40 l tankur). Ef ég get lagt það af mörkum til að hægja örlítið á afmennskun samfélagsins finnst mér það hverrar krónu virði. Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Sjóðurinn veitir tvennskonar styrki Til rannsóknarverkefna sem tengjast vinnuumhverfi eða aðbúnaði vélstjóra og vélfræðinga og þróun námsefnis og kennsluaðferða til vélstjórnarnáms. Til ýmiss konar brautryðjenda- og þróunarstarfs sem hefur samfélagslegt gildi, menningarstarfsemi eða listsköpunar. Einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og menntastofnanir geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir berist Akki, Styrktar og menningarsjóði vélstjóra og vélfræðinga, eigi síðar en 21. febrúar 2011. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VM, www.vm.is, þar sem nálgast má umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.