Fréttablaðið - 22.01.2011, Page 72

Fréttablaðið - 22.01.2011, Page 72
 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR Það er ekkert grín að vera fyrirsæta í dag. Reyndar virðist vera sérstaklega erfitt að vera karlfyrirsæta. Breska fyrirsætan David Gandy hefur verið að gera það gott innan tískuheimsins undan- farin ár. Hann segir starf karlfyrirsætu ekki metið að verðleikum og segist gjarnan hafa orðið fyrir aðkasti vegna starfs síns. „Fólk hugsar enn aðeins um Zoolander þegar það heyrir orðið „karlfyrir- sæta“. Það er erfitt að halda virð- ingu sinni á meðan svo er. En ég er stoltur af starfi mínu,“ var haft eftir Gandy í nýlegu viðtali. Gandy hóf fyrirsætustörf árið 2002 og hefur meðal annars verið andlit tískuhússins Dolce & Gabbana. Hann hefur unnið með ofurfyrirsætum á borð við Gemmu Ward og Naomi Camp- bell og er í dag ein vinsælasta karlfyrirsæta heims á eftir Matt Gordon and Sean O’Pry. Gandy segir jafnframt að fyrirsætustarfið sé eitt af fáum störfum þar sem konur fái meira greitt fyrir vinnu sína en karlar. „Auðvitað þurfti ég að velja mér starfsvettvang þar sem konur fá hærri laun en karlmenn og meiri virðingu að auki. Valda- staðan í þessum bransa er þessi; efstur er ljósmyndarinn, næst kemur kvenkynsfyrirsætan, svo stílistinn, aðstoðarmenn fagfólksins og loks karl- fyrirsætan. Við erum þeir lægstu af þeim lágu,“ sagði Gandy. Karlfyrirsætur hafa það skítt ÓSÁTTUR Fyrirsætan David Gandy segir karlfyrirsætur fá litla virðingu á vinnu- stað og úti í samfélaginu. NORDICPHOTOS/GETTY 4 ÁRA FANGELSISVIST gæti beðið Mel Gibson, verði hann fundinn sekur um að hafa lamið fyrrver-andi kærustuna sína Oksönu Grigorievu. VILTU VINNA MIÐA? SENDU SMS ESL GHV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir · DVD myndir og fleira! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 9. HVER VINNUR! folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.