19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 16
— Eru ekki óþægindi að því fyrir ykkur, sem
þurfið svo oft að fara til Reykjavíkur að búa
svona langt frá bænum?
— Ekki mundi það vera talið langt í stórborg,
og víst er það lítið lengra nú á bílaöldinni en Lauf-
ás var frá Reykjavík á minum æskuárum.
— Forsetafrúin er Reykjavíkurbarn?
— Hvort ég er! Ég er fædd niðri í sjálfum mið-
bænum við Austurvöll, vafalaust í túni Ingólfs
Arnarsonar. Hvað viltu hafa það betra? En þetta
er töluvert breytt allt saman. Þegar ég var telpa
sagði fólk: ,,0g auminginn, ertu látin ganga alla
þessa leið frá Laufási og niður í barnaskóla!“
En nú er ekki nóg að segja við bílstjóra, að ég
ætli suður í Laufás. Bæði nafnið og suðuráttin
bendir víst út fyrir bæinn, eins og það var áður.
— En hvað kom þá til að biskupinn, sem var
háttsettur embættismaður, flutti suður á þessar
mómýrar?
— Þú hittir á rétta orðið, því þar sem Laufás
stendur nú, var áður lítið kot, sem hét Móhús,
og fleiri blettir lagðir undir. En svo var, að pabbi
var frá Laufási við Eyjafjörð, þeirri miklu varp-
og gæðajörð. Og þegar hann var orðinn embætt-
ismaður, þá vildi hann milda embættismennsk-
una, með því að byggja nýjan Laufás, þó að hvorki
væri þar ás né lauf. En þarna var sef og fugl í
tjarnarendanum í þá daga, gras og ræktunarmögu-
leikar, sem ég held, að pabbi hafi viljað að við
börnin nytum í uppvextinum.
— Ég veit þá varla hvort heldur frúin er Reykja-
víkur- eða sveitabarn!
— Ég veit það ekki heldur. En ef heimta ætti
af mér, að ég væri annað hvort með Reykjavík
og móti sveitinni eða öfugt, þá gæti ég það alls
ekki. Það væri á móti mínu eðli.
— Ekki kemur mér til hugar að heimta það,
sjálf komin vestan úr Arnarfirði og nú orðin Reyk-
víkingur. En þetta virðist hafa verið meira sam-
bland áður, og þar koma mér til hugar Ungmenna-
félögin, þar voruð þið hjónin virkir þátttakendur?
— Það er rétt. Ungmennafélögin stóðu í mikl-
um blóma á æskuárum mínum, og við Laufás-
systkinin vorum öll áhugasamir Ungmennafélagar.
Það var einn þáttur í okkar góða Laufáslífi. Pabbi
hvatti okkur, en latti ekki. Hann var alltaf Lauf-
æsingur og Reykvíkingur að eðlisfari, þó það væri
misjafnlega metið.
— En kynntust þið hjónin ekki einmitt þarna
í Ungmennafélaginu?
— Nú ertu farin að verða nokkuð nærgöngul.
Við getum talað um margt konurnar, en þú ætlar
víst að láta prenta allt sem ég segi. Nóg um það,
en þar lágu ræturnar.
— Jæja, ég kemst víst ekki lengra. En hverf-
um þá aftur þangað, sem við sitjum. Er ekki býsna
gestkvæmt hér í stofunum?
— Til þess eru þær. Ekki þyrftum við sjálf
nema okkar þrjú herbergi og eldhús og enga stúlku
eins og var á Hávallagötu síðustu árin, þegar ung-
arnir voru flognir úr hreiðrinu.
— Er ekki nokkuð erfitt að sinna öllum þess-
um hópum, sem hingað koma?
— Ja, ætli það sé ekki álíka erfitt og fyrir afa
minn, séra Björn í Laufási, að taka á móti öllu
sóknarfólkinu eftir messu? Okkar sókn er landið
og þjóðin, og við viljum kynnast sem flestum,
þó tíminn sé oft stuttur, — og kaffi og með því
verður fólkið að fá.
— En hvernig gengur að fá heimilishjálp svona
afskekkt, þar sem ekki er hægt að fara í bíó á
kvöldin?
— Ágætlega ennþá, og ég er mjög þakklát okk-
ar ágæta starfsfólki. Þó sé ég ekki lengra fram
á hverjum tíma, en nokkra mánuði. En hvers vegna
kvíða meðan allt gengur vel? Bessastaðir eru land-
fastir þó engir séu áætlunarbílar á Álftanesi.
— Ég sá þarna rokk áðan uppi á Dyraloftinu,
það yrði kannske einhverjum til hvatningar og
eftirbreytni, ef þeir heyrðu, að nú væri stunduð
tóvinna á Forsetaheimilinu?
— Það er nú ekki mikla sögu af því að segja
enn sem komið er. Við erum aðeins búin að vera
hér einn vetur og mörgu að kynnast og venjast.
En mér þótti rétt að taka rokkinn minn fram
og stilla hann; og máske litli vefstóllinn minn
komi á eftir. Skammdegið er hér lengra og dimm-
ara en í kaupstaðnum.
— Já, vel á minnst, skammdegið, oft heyrir
maður talað um reimleika hér á staðnum. Hvað
er um það síðan þið komuð hingað?
— Ekkert til meins. Það eru mörg hljóð í gömlu
húsi ekki síður en í skipi. Þetta hús, sem hér stend-
ur, á ekkert skylt við hina fornu skattheimtu og
fangelsanir. Það var reist fyrir framtak hins fyrsta
íslenzka amtmanns, Magnúsar Gíslasonar. Hann
bjó hér fyrstur og þvínæst tengdasonur hans, Ól"
ur Steffensen. Þá var hér skóli settur, sem út-
skrifaði brautryðjendur nítjándu aldar í bók-
menntum og stjórnmálum. Síðan bjuggu þeir hér
Grímur og Skúli og aðrir fleiri, þar til Sigurður
Jónasson gaf staðinn fyrir forsetabústað. En þjóð-
19. JÚNÍ
2