19. júní


19. júní - 19.06.1953, Síða 22

19. júní - 19.06.1953, Síða 22
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR: MÆÐRALAUN Þegar lögin um almannatryggingarnar voru samin og lögð fyrir Alþingi, voru ákvæði um mæðralaun sett inn í þau, en kölluð ekkjubætur. Við samþykkt laganna voru þau ákvæði felld í burtu. Á sömu leið fór, er lögin voru endurskoðuð 1949 af milliþinganefnd, er til þess hafði verið skipuð. Nefndin lagði til að mæðralaun yrðu tek- in inn í tryggingarnar, en Alþingi felldi þau burtu, er lögin voru samþykkt. Síðan hafa tillögur um þetta efni oftar verið bornar fram á Alþingi, en aldrei náð fram að ganga. Nú á siðasta þingi var enn lagt fram frum- varp til laga um mæðralaun, af fjórum þingmönn- um neðri deildar (þeim G. Þ. G., Kr. Sig., Helga Jónassyni og Jónasi Árnasyni). I greinargerð fyrir frumvarpinu segir meðal annars: Með frv. þessu er lagt til að bætt verði í almannatryggingar ákvæði um mæðralaun. Lagt er til að mæðralaun verði greidd einstæð- um mæðrum, sem hafa fleiri en eitt barn á fram- færi sínu þannig, að kona með tvö börn fái sem svarar þriðjungi lífeyris, kona með þrjú börn tvo þriðju lífeyris, kona með fjögur börn eða fleiri, sem svarar fullum lífeyri samkvæmt lögum. Segja má að móðir, sem hefur fyrir aðeins einu barni að sjá, og fær greiddan með því barnalíf- eyri, eigi jafnaðarlega að geta komist af án frek- ara styrks. Eftir því sem börnin eru fleiri, er móð- irin að sjálfsögðu bundnari af þeim, og þegar börn- in eru orðin fjögur, má ætla að öll vinna móð- arinnar sé bundin við að annast þau. Mikill meiri hluti þeirra kvenna, sem mæðra- laun mundu hljóta skv. þessum ákvæðum, eru ekkjur og fráskildar konur, því að flest óskilgetin börn eru einbirni mæðra sinna. Flutningsmenn gerðu sér vonir um, að frumv. yrði samþykkt eða að mæðralaun yrðu á einhvern hátt tekin inn í tryggingarlögin. Nokkru áður en Alþingi lauk, lagði svo stjórnin fram frumvarp til laga um breytingu á almanna- tryggingarlögunum, sem nauðsynlega þurfti að gera, vegna þess samkomulags, er varð í vinnudeil- unni í desembermánuði s.l. 1 3. gr. þessa frumvarps er svohljóðandi ákvæði: „Ekkjur og ógiftar mæður, sem hafa fleiri en eitt barn undir 16 ára aldri á framfæri sínu, skulu auk barnalífeyris, eiga rétt til mæðralauna. Mæðra- launin nema sömu upphæð og fjölskyldubætur samkv. 30. gr. laga“. Frumvarp þetta var samþykkt og þar með mæðralaunin, en svo eru bætar þessar nefndar, sem þó ekki ná yfir það hugtak, sem felst í orð- inu mæðralaun, sem sé það, að móðir, sem ein þarf að ala upp börn sín og annast þau, sé að vinna starf, sem í raun og veru sé launavert. Og að það sé ekki síður í þágu þjóðfélagsins en móðurinnar sjálfrar, að starfið lánist vel. Öllu fremur má líta svo, að þarna sé átt við fjölskyldubætur. Óneitanlega hafa þær komið ranglátlega niður, þar sem þær eru ekki greiddar vegna barna, sem borgað er með, annað hvort af tryggingum eða öðrum, sem svarar barnalíf- eyri. Vitað er þó að meðalmeðlag nægir í hæsta lagi að helmingi til að framfæra barn. Og ein- stæð móðir hefur ólíkt verri aðstöðu til að vinna fyrir sér og börnum sínum en karlmaður. Þó hef- ur hún verið svift réttinum til fjölskyldubóta, sem jafnvel tekjuhæztu heimilisfeður hafa fengið greiddar. Skv. upplýsingum frá Tryggingarstofnuninni ná mæðralaun ekki til öryrkjabarna, því þar sem foreldrarnir njóta örorkulífeyris fyrir börnin, úti- lokast þau skv. lögunum frá fjölskyldubótum og einnig mæðralaunum. Hins vegar hefur Trygg- ingarstofnunin heimild í lögum, til að greiða konum öryrkja makabætur og getur þar með fullbætt mæðralaun, allt upp að 5 barna fjöl- skyldu. Og vil ég nú vekja athygli öryrkjafjöl- skyldna á því, að notfæra sér þennan rétt, fyrst heimild er í lögunum til þessara bóta. Ógift móðir, sem ekki getur eða vill feðra barn sitt, getur skv. tryggingarlögunum ekki fengið líf" 8 19. JÚNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.